Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 41
bandarískum fyrirtækjum eru
flestar hluti af svonefndu Scan-
lon-kerfi, er miðast við að vinna
með starfsmönnunum að auk-
inni framleiðni og tengja ár-
angur þess samstarfs bónus-
kerfi, sem veitir starfsmönnun-
um hluta ágóðans.
Áhugi fyrir atvinnulýðræði,
að evrópskri fyrirmynd, virðist
hins vegar vera lítill. Stjórnend-
ur fyrirtækjanna reyna að efla
áhuga starfsmannanna sem ein-
staklinga með því að gera störf-
in fjölbreytilegri, veita starfs-
mönnunum meiri ábyrgð (en
valddreifing er þar meiri en al-
mennt gerist í evrópskum fyr-
irtækjum) — og auk þess er al-
gengt að starfsfólkið fái bónus
af ágóða eða forkaupsrétt að
hlutabréfum í viðkomandi fyr-
irtækjum.
Verkalýðsleiðtogar í Banda-
ríkjunum virðast sýna atvinnu-
lýðræði jafnvel enn minni áhuga
en stjórnendur fyrirtækja og
litla samúð. Þar sem atvinnu-
lýðræði hefur verið tekið upp
(venjulega eftir Scanlon-kerf-
inu) hafa það yfirleitt verið
stjórnendur fyrirtækjanna. sem
hafa haft forgöngu um að inn-
leiða það.
Er þessi mál voru tii umræðu
fyrir skömmu lýsti einn banda-
rískur verkalýðsleiðtogi þeirri
skoðun sinni, að ,,ef stjórnendur
fyrirtækja vildu gera starfið
ánægjulegra, ættu þeir að gera
launin ánægjulegri.“ Annar
verkalýðsforingi lýsti því áliti
sínu. að forkólfar þeir, sem þætt-
ust vilja bæta hag launþega með
atvinnulýðræði, væru ekkert
annað en ..vinnuhagræðingar í
sauðagæru“.
AÐRAR AÐSTÆÐUR.
Þótt verkalýðshreyfingin í
Bandaríkjunum sé að sjálfsögðu
mjög áhrifamikil býr hún við
aðrar aðstæður og ólíkar því,
sem er víðast hvar í Evrópu. Að-
eins 25% launbega í Bandaríkj-
unum eru meðlimir í verkalýðs-
félögum og þau hafa reynt að
hafa tiltölulega lítil bein afskipti
af stjórnmálum og farið varlega
í að nota ríkisvaldið til að koma
sínum málum fram.
Stærð landsins og fólksfjöldi
gerir það einnig að verkum, að
erfitt er að skipuleggja sterk
miðstýrð landssamtök, auk þess
sem hin ýmsu fylki hafa nokk-
uð misjafna verkalýðslöggjöf,
sem gerir það að verkum að
verkalvðsfélögin eru frekar
skipulögð og há fremur sína bar-
áttu eftir fylkjum.
Þetta hefur það í för með sér,
að jafnvel þó svo að verkalýðs-
félög þar hefðu áhuga á að koma
á allsherjar löggjöf um atvinnu-
lýðræði, líkt og gert hefur ver-
ið í ýmsum Evrópulöndum nú
undanfarið, þá stríðir slikt á
móti skipulagi og baráttuaðferð-
um bandarískrar verkalýðs-
hreyfingar.
Atvinnulýðræði hefur misst
mikið af þeim stjórnmálalegu
og tilfinningalegu blæbrigðum,
sem áður voru tengd því hug-
taki, og má segja að nú sé frem-
ur litið á það sem ákveðið sam-
starfsform stjórnenda og laun-
þega, heldur en vopn sósíalista
til að umbylta þjóðfélaginu.
Sósíalistisk hugmyndafræði á
hins vegar lítt upp á pallborðið
hjá bandarískum verkalýð, og
meðan einhvern slíkan keim er
að finna, mun bandaríska verka-
lýðshreyfingin vart hafa áhuga
á að feta í fótspor þeirrar ev-
rópsku og berjast fyrir atvinnu-
lýðræði.
Neskjör hf.
MIÐSTRÆTI 4,
NESKAUPSTAÐ.
SlMI 97-7465.
• MATVÖRUR.
• NÝLENDU-
VÖRUR.
• LEIKFÖNG.
• GJAFAVÖRUR.
• SNYRTIVÖRUR.
Alhliða
húsgagna-
verzlun
-K
l/f *e. I / ••
Kjorhusgogn
Eyrarvegi 20,
Selfossi.
Sími:
99-1540.
FV 9 1973
41