Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 53
Lög og réttur:
Eftirlit með vátryggingarfélögum
Afdrifarík lagasetning, sem tekur gildi um næstu áramót
Vátryggingar skipta mdklu
máli í nútíma þjóðfélagi og
varða flesta, ef ekki alla,
þegna þjóðfélagsins. Um hend-
ur vátryggingaraðila rennur
mjög mikið fjármagn. Það er
því þjóðfélagsnauðsyn, að vá-
try&gingar séu reknar á heil-
bnigðum grundvelli og gætt
sé hagsmuna vátryggingartaka
og vátryggðra. Vátryggingar-
takar og vátryggðir hafa yfir-
leitt ekki aðstöðu til þess að
meta fjárhagsaðstöðu þeirra
vátryggingaraðila, . sem þeir
skipta við og gera sér í raun
grein fyrir þeim kjörum, sem
þeir semja um. Af þessum
ástæðum hefur þótt nauðsyn-
legt, að ríkisvaldið taki að sér
að hafa eftirlit með starf-
semi vátryggingarfélaga og
fáó rúmar heimildir til þess að
taka í taumana, ef eitthvað
fer úrskeiðis.
Á slðasta Alþingi voru sam-
þykkt ný lög um vátrygginga-
starfsemi. Með þeim var brot-
ið blaði í sögu vátrygginga hér
á landi. Áður hafði nánast
ekkert eftirlit verið með starf-
semi vátryggingafélaga hér og
var ástæðan að öllum líkind-
um sú, að stjórnvöld höfðu
ekki talið brýna nauðsyn tii
slíks, þar sem vátryggingar
væru reknar á heilbrigðum
grundvelli. En á árinu 1970
gerðíst það hins vegar, að ejtt
vátryggingarfélaganna, Vá-
tryggingafélagið h.f., varð
gjaldþrota. Má ætla, að það
hafi verið einn megin hvat-
inn að samningu þess frum-
varps, sem nú er orðið að
lögum.
Fyrri lög frá 1913 um á-
byrgðarlög voru löngu orðin
úrelt og gegndu í sjálfu sér
engu hlutverki lengur. Eftir
gjaldþrot Vátryggingarfélags-
ins h.f. skipaðii þáverandi
tryggingamálaráðherra, Eggert
G. Þorsteinsson, nefnd til þess
að semja frumvarp til laga um
vátryggingastarfsemi. Áður
hafði Samband íslenzkra trygg-
ingafélaga hvatt eindregið til
samningar slíks frumvarps.
Nefnd þriggja manna, sem
í áttu sæti Benedikt Sigurjóns-
son hæstaréttardómari og
tryggingastærðfræðingarnir.
Bjarni Þórðarson og Jón E.
Þorláksson, samdi síðan frum-
varpið og skilaði því haustið
1971. Grundvallaðist frumvarp-
ið á meginsjónarmiðum í hlið-
stæðri löggjöf á hinum Norður-
löndunum. Þegar hér var
komið, höfðu átt sér stað
stjórnarskipti hér á landi og
Magnús Kjartansson var orðr
inn tryggingarmálaráðherra.
Fékk hann fyrst Kr. Guðmund
Guðmundsson cand. act. til
þess að gera sínar athuga-
semdir við frumvarpið og síð-
an fékk þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins Erlend Lárusson
tryggingastærðfræðing til þess
að gera sínar tillögur um breyt-
ingar. Þær breytingar voru
mjög róttækar. Eins og frum-
varpið var orðið eftir það var
gert ráð fyrir strangara og víð-
tækara eftirliti en annars stað-
ar þekktist og var þá svo að
sjá, sem í frumvarpið væri
safnað saman ströngustu eftir-
iitsákvæðum úr löggjöf ann-
arra þjóða. Má þar segja, að
skammt hafi verið öfganna á
milli, þar sem annars vegar
var algert eftirlitsleysi hér
áður fyrr en síðan strangasta
eftirlit, sem þekktist.
Þess má geta, að á Norður-
löndum hefur um langt skeið
verið hajdið u.ppi virku eftir-
liti með vátryggingarstarfsemi
og eru ákvæði löggjafar þess-
ara bjóð.a um eftirlit mun væg-
ari en samkv. nýju ísl. lög-
unum. Lögin voru þó í
meginatriðum samin ettir lög-
gjöf þessara þjóða en þó geng-
ið talsvert iengra i sumu tilliti.
Lagafrumvarpið var fyrst flutt
á Álþingi í maíbyrjun 1972 til
kynningar og síðan endurflutt
1972/1973 með örfáum breyt-
ingum, Varð frumvarpið að
lögum fyrir þinglok í vor og
hafði þá náðst að fá nokkrar
veigamiklar breytingar á því.
HLUTVERK LAGANNA
Hlutverk þessara laga er
fyrst og fremst að tryggja, að
vátryggingarfélög séu rekin á
heilbrigðum og traustum
grundvelli, þannig að ekki
komi til þess, að tryggingar-
takar, fái ekki bætt bótaskyld
tjón. Vátryggingarstarfsemi er
um margt sérstæð.
Vátryggingarsamningar eru
yfirleitt gerðir til eins árs og
í sumum tilvikum til lengri
tíma. Tryggingartaki reiðir
iðgjaidið strax af hendi. Síð-
an er það félagsins að greiða
skaðabætur, ef vátryggingaat-
burður verður á tryggingai
tímabilinu. Ákvörðun slíkra
bóta getur oft dregizt í langan
tíma, sérstaklega þegar um
slysabætur í ábyrgðartrygg-
ingum ökutækja er að ræða.
Algengt er, að slíkar bætur sé
ekki unnt að ákveða fyrr en
eftir 4-6 ár og jafnvel allt að
10 ár.
Það er því Ijóst, að það er
geysi þýðingarmikið fyrir
tryggingartaka, sem tekur
tryggingu gagngert til þess að
firra sig fjárhagslegu tjóni
vegna einhverra ófyrirsjáan-
legra atburða, að geta treyst
því, að félagiði geti staðið við
sinn þátt samningsins, þ.e. að
greiða bætur.
GILDISSVIÐ
Lögin gilda um hvers konar
vátryggingarstarfsemi, sem
rekin er á viðskiptagrundvelli.
Á það jafnt við frumtrygging-
ar og endurtryggingar og er
sú skilgreining í samræmi við
regluv annarra Norðurianda í
þessum efnum. Sérstök ástæða
er þó til þess að benda á, að
lögin taka ekki til eftirlauna-
sjóða, lífeyrissjóðia og sjúkra-
sjóða. Þá eru af eðlilegum á-
stæðum Tryggingastofnun r,k-
isins og hliðstæðar stofnanir
undanþegnar ákvæðum lag-
anna, að því er varðar almenn-
an rokstur slíkra stofnana.
Reki slíkar stofnanir hins veg-
ar vátryggingarstarfsemi á
viðskiptagrundvelli, fellur
rekstur þeirra undir ákvæði
laganna.
Samkv. lögunum mega eftir-
FV 9 1973
53