Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 27
Samtiðarmaður
Arnþór BJörnsson, hótelstjóri ■ Reynihlíð:
„GJtiendingar 30% færri í júní ■ ár
en í sama mánuði í fyrra“
„Ef ekki verður gerð leiðrétting á skráningu gjaldmiðils í haust erum
við hreinlega að spila okkur út úr túrismanum“.
Aðstaðan á gistihúsum úti á landsbyggðinni hefur batnað stórlega á síðustu
árum og má vitaskuld fyrst og fremst þakka það mun tíðari heimsóknum út-
lendra ferðamanna en áður var. Sums staðar hafa ný hótel risið og önnur
verið endurbætt, þannig að þau jafnast á við það bezta, sem almennt gerist
í móttöku ferðafólks utan borga og bæja. Hótel Reynihlíð við Mývatn er
einn bessara staða, sem talizt getur fyrsta flokks gististaður, þó að slík flokk-
un sé að vísu ekki opinber heldur byggð á mati beirra gesta, sem í Reynihlíð
hafa notið góðs aðbúnaðar í gistiherbergjum og ágætis viðurgernings í veit-
ingastofum á hótelinu.
Og á dögunum lögðum við
leið okkar norður til Mývatns
að hitta Arnþór Björnsson,
hótelstjóra í Reynihlíð, sem
hefur frá ýmsu að segja um
ferðamál á íslandi og þá múra,
sem framkvæmdaaðilar í
ferðamannaþjónustu eru alltaf
að reka sig á, — gengisbreyt-
ingar, verðlagssveiflur, þröng
iánakjör, stutt reksturstíma-
bil.
Eftir að hafa snætt prýðisgóð-
an Mývatnssilung í veitinga-
sal Hótels Reynihlíðar brugð-
um við okkur í skonsuna inn
af móttökunni, bar sem Arn-
þór hefur skrifstofu sína og
meðtekur þau hrollvekjandi
sannindi, sem áberandi færri
gestakomur ferðamanna eru
öllum hótelstjórum á íslandi
þessar vikurnar.
Fyrst spurðum við Arnþór,
hver sé forsaga þess, að
hann rekur nú hótel norður
við Mývatn.
— Ég er - Vopnfirðingur,
svarar Arnþór, og hafði engin
afskipti haft af hótelrekstri
eða veitingastörfum fyrr en
árið 1955 að ég kom hingað
til Mývatns. Tilefnið var að ég
kvæntist Helgu Valborgu Pét-
FV 5-6 1974
27