Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 65
Dægrastytting: Ýmislegt er hægt að gera sér til dægrastyttingar og skemmtunar meðan dval- izt er á hótel Öskju. Má þar t. d. nefna dags ökuferðir á hina ýmsu Austfirði og nærsveit- ir þeirra. Einnig er umhverfið afar skemmti- iegt til gönguferða. Hótelstjóri: Kristjana M. Magnúsdóttir. Hotel Höfn, Hornafirði, sími 97-8240. Gisting: Opið er allt árið á Hótel Höfn, Hornafirði, en það hefur yfir að ráða 40 her- bergjum eins og tveggja manna. Svefnpoka- pláss er ekkert. Verð á eins manns herbergi er kr. 1.340.- en með sturtu kr. 1850.-. Tveggja manna herbergi kostar kr. 1.950.-, með sturtu kr. 2.450,- og tveggja manna herbergi með baði kostar kr. 2.650.-. Verð á hádegis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Sundlaugin í bænum er með sér tíma fyrir hótelgesti. Hægt er að fara í skemmtileg- ar göngu- eða ökuferðir um nágrennið. Farnar eru tvær ferðir í viku frá Höfn í Hornafirði í Skaftafell. Einnig geta hótelgestir fengið leigða bíla hjá bílaleigu í bænum. Hótelið að Höfn í Hornafirði er ákjósanlegur áningarstaður fyrir þá, er hyggjast leggja leið sína um nýja hring- veginn á þessu sumri. Hótelstjórar; Þórhalllur D. Kristjánsson og Árni Stefánsson. Hótel Edda, Kirkjubæjarklaustri, V.-Skaftafellssýslu. Gisting: 30 rúm eru í 16 eins og tveggja manna herbergjum. Hægt er að fá svefnpoka- pláss í skólastofum (rúm með dýnum). Opið er frá 1. júní -— 15. september. Verð á eins manns herbergi er kr. 990.-, en verð á tveggja manna herbergi er kr. 1.325.-. Veitingasalurinn er opinn daglega frá kl. 8.00 — 23.30. Verð á máltíðum er samkvæmt matseðli. Dægrastytting:. Umhverfi hótelsins á Kirkju- bæjarklaustri er mjög fagurt og skemmtilegt til gönguferða. Hótelið er góður áningastaður fyrir þá er hyggjast aka nýja hringveginn á þessu sumri. Hótclstjóri: Margrét ísleifsdóttir. Hótel Edda, Skógum, A.-Eyjafjöllum, sími um Svignaskarð. Gisting: Herbergi á hótelinu eru 32, en í þeim eru 69 rúm í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum. Svefnpokapláss er í skóla- stofum, en þar eru kojur með dýnum. Hótelið er opið frá 14. júní — 31. ágúst. Verð á eins manns herbergi er kr. 990.-, tveggja manna kr. 1.325,- og þriggja manna kr. 1690.-. Morgun- verðurinn er á kr. 325.-, hlaðborð. Verð á há- degis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli. Matsalur hótelsins er opinn daglega frá kl. 8.00 — 23.30. Dægrastytting: Setustofur með sjónvarpi eru á hótelinu. Ennfremur er sundlaug á staðnum og heit útisundlaug er í um 15 mín. akstur frá Skógum. Er það Seljavallalaug. Undir Eyja- fjöllum er mjög fagurt og umhverfið tilvalið til gönguferða. Frá Skógum er stutt til Dyrhóla- eyjar, Víkur í Mýrdal og Sólheimajökuls m. a. Hótelstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Gistihúsið Hvolsvelli, Hlíð-arvegi 1 og 5. Gisting: Hótelið er í tveimur einbýlishúsum og í hvoru húsi eru 5 herbergi eins, tveggja og þriggia manna. Verð á eins manns herbergi er kr. 820,- og 1.040.-. Hærra verðið er á nýrra hótelinu. Verð á tveggja manna herbergi er kr. 1385,- og kr. 1.470.-. Morgunverðurinn, sem kostar kr. 260,- er framreiddur í borðstofu nýrra hótelsins að Hlíðarvegi 5. Aðrar máltíðir, eru ekki á boðstólum. Dægrastytting: Umhverfið er skemmtilegt til gönguferða, og frá Hvolsvelli er stutt til Eyja- fjalla, að Mýrdalsjökli, Víkur í Mýrdal og Heklu m. a. Hótelstjóri: Rannveig Baldvinsdóttir. Hótel Vestmannaeyjar, Gisting: Hótel Vestmannaeyjar hefur 31 her- bergi eins, tveggja og þriggja manna, en einn- ig er hægt að útvega svefnpokapláss. Opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi er kr. 1.390.-, tveggja manna kr. 2.050.- og þriggja manna herbergi kostar kr. 2.650.-. Baðherbergi er á hverjum gangi. Morgunverðurinn, sem er hlaðborð er á kr. 280.-., en verð á hádegis- og kvöldverði er frá kr. 420.-. Einnig er á 'hótelinu kaffitéría, sem selur alla algenga grillrétti all- an daginn. Bæði matsalurinn og kaffiterían eru opin frá kl. 10.00 — 23.30 daglega. Dægrastytting: Hótelið sér um ferðir með stórum bílum um eyjuna, og sömuleiðis báts- ferðir meðfram hraunjaðrinum, skoðuð eru fuglabjörg og siglt inn í hella. Einnig er margt merkileet að sjá í Eyjum, svo sem hinn nýja gíg Eldfells og hraunið. Vestmannaeyingar eiga mjög sérstakt sædýrasafn, sem flestir skoða meðan dvalizt er í Eyjum. Það er stórkostleg sjón að sjá, hversu ötullega hefur verið unn- ið að uppbyggingu Heimaeyjar. Á Rí-álf” iTitelimi er setusto^a með sjónvarpi oe ennfremur er vínbar væntanlegur alveg á næstunni. Að vísu er ekki sundlaug í Eyjum, hún fór undir hraunið í gosinu, en þar er gott gufubað fyrir hendi. Hótelstjóri: Birgir Viðar Halldórsson og Konráð Viðar Halldórsson. FV 5-6 1974 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.