Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 65
Dægrastytting: Ýmislegt er hægt að gera sér
til dægrastyttingar og skemmtunar meðan dval-
izt er á hótel Öskju. Má þar t. d. nefna dags
ökuferðir á hina ýmsu Austfirði og nærsveit-
ir þeirra. Einnig er umhverfið afar skemmti-
iegt til gönguferða.
Hótelstjóri: Kristjana M. Magnúsdóttir.
Hotel Höfn,
Hornafirði, sími 97-8240.
Gisting: Opið er allt árið á Hótel Höfn,
Hornafirði, en það hefur yfir að ráða 40 her-
bergjum eins og tveggja manna. Svefnpoka-
pláss er ekkert. Verð á eins manns herbergi er
kr. 1.340.- en með sturtu kr. 1850.-. Tveggja
manna herbergi kostar kr. 1.950.-, með sturtu
kr. 2.450,- og tveggja manna herbergi með baði
kostar kr. 2.650.-. Verð á hádegis- og kvöldverði
er samkvæmt matseðli.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á
hótelinu. Sundlaugin í bænum er með sér tíma
fyrir hótelgesti. Hægt er að fara í skemmtileg-
ar göngu- eða ökuferðir um nágrennið. Farnar
eru tvær ferðir í viku frá Höfn í Hornafirði í
Skaftafell. Einnig geta hótelgestir fengið leigða
bíla hjá bílaleigu í bænum. Hótelið að Höfn í
Hornafirði er ákjósanlegur áningarstaður fyrir
þá, er hyggjast leggja leið sína um nýja hring-
veginn á þessu sumri.
Hótelstjórar; Þórhalllur D. Kristjánsson og
Árni Stefánsson.
Hótel Edda,
Kirkjubæjarklaustri, V.-Skaftafellssýslu.
Gisting: 30 rúm eru í 16 eins og tveggja
manna herbergjum. Hægt er að fá svefnpoka-
pláss í skólastofum (rúm með dýnum). Opið
er frá 1. júní -— 15. september. Verð á eins
manns herbergi er kr. 990.-, en verð á tveggja
manna herbergi er kr. 1.325.-. Veitingasalurinn
er opinn daglega frá kl. 8.00 — 23.30. Verð á
máltíðum er samkvæmt matseðli.
Dægrastytting:. Umhverfi hótelsins á Kirkju-
bæjarklaustri er mjög fagurt og skemmtilegt
til gönguferða. Hótelið er góður áningastaður
fyrir þá er hyggjast aka nýja hringveginn á
þessu sumri.
Hótclstjóri: Margrét ísleifsdóttir.
Hótel Edda,
Skógum, A.-Eyjafjöllum, sími um Svignaskarð.
Gisting: Herbergi á hótelinu eru 32, en í
þeim eru 69 rúm í eins, tveggja og þriggja
manna herbergjum. Svefnpokapláss er í skóla-
stofum, en þar eru kojur með dýnum. Hótelið
er opið frá 14. júní — 31. ágúst. Verð á eins
manns herbergi er kr. 990.-, tveggja manna
kr. 1.325,- og þriggja manna kr. 1690.-. Morgun-
verðurinn er á kr. 325.-, hlaðborð. Verð á há-
degis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli.
Matsalur hótelsins er opinn daglega frá kl. 8.00
— 23.30.
Dægrastytting: Setustofur með sjónvarpi eru
á hótelinu. Ennfremur er sundlaug á staðnum
og heit útisundlaug er í um 15 mín. akstur frá
Skógum. Er það Seljavallalaug. Undir Eyja-
fjöllum er mjög fagurt og umhverfið tilvalið til
gönguferða. Frá Skógum er stutt til Dyrhóla-
eyjar, Víkur í Mýrdal og Sólheimajökuls m. a.
Hótelstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Gistihúsið Hvolsvelli,
Hlíð-arvegi 1 og 5.
Gisting: Hótelið er í tveimur einbýlishúsum
og í hvoru húsi eru 5 herbergi eins, tveggja
og þriggia manna. Verð á eins manns herbergi
er kr. 820,- og 1.040.-. Hærra verðið er á nýrra
hótelinu. Verð á tveggja manna herbergi er
kr. 1385,- og kr. 1.470.-. Morgunverðurinn, sem
kostar kr. 260,- er framreiddur í borðstofu
nýrra hótelsins að Hlíðarvegi 5. Aðrar máltíðir,
eru ekki á boðstólum.
Dægrastytting: Umhverfið er skemmtilegt til
gönguferða, og frá Hvolsvelli er stutt til Eyja-
fjalla, að Mýrdalsjökli, Víkur í Mýrdal og
Heklu m. a.
Hótelstjóri: Rannveig Baldvinsdóttir.
Hótel Vestmannaeyjar,
Gisting: Hótel Vestmannaeyjar hefur 31 her-
bergi eins, tveggja og þriggja manna, en einn-
ig er hægt að útvega svefnpokapláss. Opið er
allt árið. Verð á eins manns herbergi er kr.
1.390.-, tveggja manna kr. 2.050.- og þriggja
manna herbergi kostar kr. 2.650.-. Baðherbergi
er á hverjum gangi. Morgunverðurinn, sem er
hlaðborð er á kr. 280.-., en verð á hádegis- og
kvöldverði er frá kr. 420.-. Einnig er á 'hótelinu
kaffitéría, sem selur alla algenga grillrétti all-
an daginn. Bæði matsalurinn og kaffiterían
eru opin frá kl. 10.00 — 23.30 daglega.
Dægrastytting: Hótelið sér um ferðir með
stórum bílum um eyjuna, og sömuleiðis báts-
ferðir meðfram hraunjaðrinum, skoðuð eru
fuglabjörg og siglt inn í hella. Einnig er margt
merkileet að sjá í Eyjum, svo sem hinn nýja
gíg Eldfells og hraunið. Vestmannaeyingar eiga
mjög sérstakt sædýrasafn, sem flestir skoða
meðan dvalizt er í Eyjum. Það er stórkostleg
sjón að sjá, hversu ötullega hefur verið unn-
ið að uppbyggingu Heimaeyjar.
Á Rí-álf” iTitelimi er setusto^a með sjónvarpi
oe ennfremur er vínbar væntanlegur alveg á
næstunni. Að vísu er ekki sundlaug í Eyjum,
hún fór undir hraunið í gosinu, en þar er gott
gufubað fyrir hendi.
Hótelstjóri: Birgir Viðar Halldórsson og
Konráð Viðar Halldórsson.
FV 5-6 1974
65