Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 49

Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 49
slysatr. vinnuvikur slysatr. vinnuvikur AFÆTUBÚSKAPUR Hér eru fjórar atvinnugrein- ar, sem standa fyrir stærsta hluta útflutningsteknanna. Og nú getum við borið sam- an og þá sést að: — Fyrir hverjar 10 vinnu- vikur við fiskveiðar er varið rúmlega 7 vinnuvikum til bankastarfsemi og sjóðsvörzlu. — Fyrir hverjar 10 vinnu- vikur við niðursuðu og niður- lagningu sjávarvöru, er varið rúmlega 10 vinnuvikum til hárgreiðslu og snyrtingar. — Fyrir hverjar 10 vinnu- vikur við fiskimjöls og lýsis- framleiðslu er varið 7 vinnu- vi'kum til lögfræðiþjónustu og fasteignasölu. — Fyrir hverjar 10 vinnu- vikur við hraðfrystingu og verkun sjávarafla er varið tæplega 16 vinnuvikum til op- inberrar þjónustu, og tæplega 19 vinnuvikum til verzlunar- starfa. — Fyrir hverjar 10 vinnu- vikur í fjórum höfuðatvinnu- greinum útflutningsiðnaðarins, er varið hvorki meira né minna en rúmum 27 vinnuvik- um til viðskipta og þjónustu- starfa, eða 170% meiri tíma og mannafla. Það framleiðslufyrirtæki, sem hefur 27 skrifstofumenn á hverja 10 við sjálfa fram- leiðsluna og ekki er gjald- brota, er ekki auðvelt að finna í heiminum nema þá á íslandi. Rekstur íslands er orðinn dæmigerður afætu'búskanur. Neyzluaukninein, sóun fjár- muna í tildur og fánýti og sægur fólks sem ekki fæst til að vinna að hagnýtum við- fangsefnum, og enn fleiri sem fá greidd laun sem eru í engu samræmi við afköst, eru að gera landið gjaldþrota. A sama tíma og útgerð nýj- ustu atvinnutækjanna, — skut- togararanna er rekin með milijónatapi á mánuði hverj- um, grípur um sig vitstola neyzluæði. Vöruflutningaskip hafa ekki undan að flytja til landsins eyðslufrekustu mengunar- og tryllitæki, sem fáanleg eru á Bandaríkjamarkaði, auk þess húsvagna, antikumblur og annað glyngur og leikföng handa hinum nýríku indíánum norðursins, — íslendingum. Það er á bessu oe svinuðu stigi vesældar fkallast ihag- sældj, sem skipulögð rányrkja náttúruauðlinda og mengun láðs og laear hefst til bess að seðja græðgi sjúks þjóðfélags. DUNDDETDIR SKÓLANNA Að vísu hefur svinað ástand st.að'ð áður hérlendis, t. d. á ári’m stríðseróðavimunnar, en það alvarlevasta við ástandið nú, er að skinulagt afturhald í menntakröfum hefur verið ganp’sett. Til bess að hafa ofan af fyr- ’r fólki. sem ætlar að læra hvort sem bað getur eða ekki, hafa verið stofnaðar dund- deildir við fJesta æðri skóla í landin". Nú framleiðir skólakerfið með magnafslætti fólk til starfa, sem engu prófi hefði náð fyrir nokkrum árum. Ofan á það kemur svo sú staðreynd, að mikið af þessu fólki hefur þannig aflað sér menntunar, sem engin þörf er fyrir á íslandi. Það er því ekki ólíklegt, að um leið sé verið að endur- vekja gamalt sveitarstjórnar- mál, — ómagann. Það er hreint ekki ólíklegt, að menntamenn verði dýrar hreppskerlingar á framfæri komandi þjóðfélags meðal- mennsku og alsnægta. Þetta mun koma niður á iðnaðaruppbyggingunni hér þegar fram líða stundir, þar sem skortur á nothæfri og hagnýtri þekkingu verður dragbítur á framleiðsluafköst og gæði. I stjórnmálaumræðium und- anfarið, 'hefur mikið verið rætt og þusað um lýðræði. Aukið lýðræði þar, aukið lýðræði hér, lýðræðisjafnaðar- stefnu, lýræðissinnaða félags- hyggjumenn, atvinnulýðræði, og fleira af því taginu. Þessir stjórnmálamenn, sem í taugastríði og blóðspreng hamast við að klippa saman nýjar og gamlar ræður, vit- andi það að enginn tekur þá alvarlega, eru brjóstumkenn- anlegir, og er ekki nema von, að þeim verði á að grípa gaml- ar lummur á lofti, án þess að vita hvað þær þýða. Hvernig þeim hefur tekizt að skrumskæla orðið lýðræði er manni hrein og bein ráð- gáta. Er það lýðræði sem þeir boða það sama og nú blómstr- ar á Norður-'írlandi með at- hafnafrelsi alþýðunnar til þess að hlaða götuvirki og stunda skioulögð hryðjuverk? Þegar þeir tala um atvinnu- iýðræði, er þá átt við það lýð- ræði sem fram kom í síðustu kjarasamningum, þegar sam- tök hins vinnandi fólks tók sig til og hratt af stað þeirri þróun, sem nú er að Jama efnahags- og atvinnulíf þióðar- innar. Þar réð vissulega at- vinnulýðurinn í landinu, — verkalýðssamtökin. SJÁVARFRÉTTIR f jalla um útgerð og fiskiðnað, markaðsmál, rannsóknir, vísindi, tækni og nýjungar. • Áskriftasímar 82300 — 82302. FV 5-6 1974 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.