Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 51
og ólíkt því, sem áður var, eru Danir nú farnir að leggja sig fram um að. eyða krónun- um sínum sem skjótast, um leið og þær verða fleiri og verðminni. Þrátt fyrir aukinn kostnað í flugrekstri er stað- reyndin samt sú, að hækkanir á flugfargjöldum hafa alls ekki orðið jafnmiklar og aðrar almennar verðhækkanir á vör- um og þjónustu. F. V.: — Þýðir þetta, að bókanir á farþegum til ís- lands séu ekkert færri nú í ár en var t. d. í fyrra? V. G.: — Þar er ólíku sam- an að jafna, því að bæði Flug- félag fslands og Loftleiðir sáu þá um ferðir til íslands ó- háð hvort öðru, en nú er áætl- unin sameiginleg og flugrekst- urinn að öðru leyti. Ég hef ekki fyrirliggjandi tölur til samanburðar frá í fyrra en sennilega er sætaframboð eitt- hvað minna nú, en þá var nýting aftur á móti verri. Tölur yfir bókaða farþega benda til þess, að farþegar Flugleiða verði fleiri í ár frá Danmörku en var hiá báðum félögunum í fyrra. Hér tala ég aðeins um Danmörku en geri mér grein fyrir að hækk- að verðlag heima fyrir og hærri flugfargjöld muni frekar hafa neikvæð áhrif á flutn- ínga frá Bretlandi og Þýzk?- landi, þó að ég geti ekki nefnt neinar tölur þaðan. SKORTIR FLEIRI VERÐ- FLOKKA Á GISTINGU. F. V.: — Hvernig má það gerast, að ísland sé efirsóknar- vert ferðamannaland, þegar 12 daga íslandsferð kostar svipað eða sama og jafnlöng ferð til Bandaríkjanna eða fjarlægari A'usturlanda? V.G.: ■— Strax og byrjað væri að bera ísland saman við aðra ferðamannastaði í verðlagi myndi mönnum ekkert lítast á blikuna að óathuguðu máli. Átta daga hópferð um hálendi íslands kostar kannski 2000 danskar en það er líka hægt að fara inn á ferðaskrifstofu hér hinum megin við götuna og fá átta daga ferð til Maj- orka og dvöl á prýðishóteli fyrir 190 krónur. (Ath. allar tölur í krónum miðaðar við danskar krónur). Slíkur verð- samanburður er þó ekki ein- hlítur. Það má benda á, að Majorkaferðin er ódýrari en pf menn færu hér í Tívolí í Kaupmannahöfn fimm skipti í röð og fengju sér alltaf eina brauðsnedð með rækjum og pina bjórflösku. Hvort tveggja kostar þetta nú orðið 40 kr. Fjórar franskbrauðssneiðar með reyktum laxi og fjórar ölflöskur kostuðu mig og fé- laga mína á veitingastað 220 kr. um daginn. Fólk er hætt að ffera sér grein fyrir verð- !a*j, hvað sé dýrt og hvað ó- d*rt., og þess vegna er ekki verið að bera verð íslandsferð- anna saman við neitt annað. Uppihaldskostnaður á íslandi er alveg sambærilegur við það, sem menn mega búast við á svipuðum hótelum í Noregi og Svíþjóð en miðað við Norður-Evrópu eru verð- og gæðaflokkar hótela á ís- landi of fáir. í Reykjavík er ekki um neinn mun milli hó- tela að ræða, en hér í Kaup- mannahöfn er hægt að fá gott herbergi fyrir 100 kr. og svo annað áþekkt fyrir 200 kr. eftir því hvert hótelið er. F. V.: — Hvernig farið þið svo að því að „selja Island“, svo að notað sé mjög óþjóð- legt orðalag yfir sölustarfsemi í ferðamennskunni? V. G.: — Við reynum fyrst og fremst að hafa náið sam- band við ferðaskrifstofur og láta þær selja fyrir okkur. í gegnum félagasamtök eins og Norræna félagið höfum við líka fengið aðgang að hugsan- legum íslandsförum og í blaðaauglýsingum komum við boðskapnum áleiðis til fjöld- ans. í þeim biðjum við lesend- ur að póstleggja til okkar úr- klippu, sem auglýsingunni fylgir, og sendum þá litprent- aðan ferðabækling til þeirra, sem gefa sig fram. f fyrra, þegar bæði flugfé- löeín auglýstu með þessu móti, hafa sennilega borizt 10 þús. skriflegar beiðnir um ítarlegri gögn. Allt í allt auglýsum við 20- I Litprentaður kynningar- bæklingur Flugleiða með upplýs- ingum um „ævintýra- orlofið á íslandi“ fer víða. ISLAND... EVENTYR FERIE FV 5-6 1974 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.