Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 53
Ferðaskrifstofa Sameinaða gufuskipafélagsins hvetur fólk til að
slappa af á Islandi.
V. G.: — Við höfum mikið
rætt um nauðisyn lengingar
ferðamannatímans, sem vissu-
lega er allt satt og rétt. En
skipulegt átak til að ná því
markmiði skortir. Ég á þar
til dæmis við skipulagningu á
námskeiðum og fyrirlestrum á
íslandi, sem myndu höfða til
ótrúlega stórs hóps manna um
allan heim. Þarna yrði talað
t. d. um náttúru íslands, jökla,
eldfjöll og hitaveitu með þátt-
töku áhugafólks um þessi efni
og sérfræðinga t. d. í verk-
fræði. Þetta er einn möguleiki,
sem ekkert hefur verið gert
til að nýta.
VA.RAST BER OF ÞRÖNG
SÖLUSVÆÐI.
F. V.: — Þurfa íslendingar
að óttast einhverjar hættur í
sambandi við heimsóknir er-
lendra ferðama.nna til lands-
ins? Hvað um mengun og
spillingu náttúruverðmæta?
V. G.: — Ég vísa algjörlega
á bug staðhæfingum, sem
heyrzt hafa í seinni tíð um, að
ísland sé í einhverri hættu
vegna átroðslu erlendra ferða-
manna. Það á mjög langt í
land, að ísland verði slíkur
ferðamannastaður að við þurf-
um að óttast mengun af völd-
um útlendinga.
Lítum heldur í eigin barrn
og reynum að bæta umgengn-
isvenjur landans sj'áltfs. í því
tilliti getum við tekið Dani
okkur til fyrirmvndar og þá
árangursrí'ku herferð, sem hér
hefur verið hafin gegn svo-
nefndum „skógarsvínum“,
þeim, sem svína út skógar-
lundi og önnur græn svæði úti
í sveitum, sem almenningur
hefur aðgang að.
Önnur hætta, al'lt annars
eðlis, kann þó að gera vart við
sig. Á ég þar við, að íslenzku
ferðaskrifstofurnar kynni og
selji ferðir sínar á alltof
þröngum sölusvæðum. Ég á
þar t. d. við, að hálendisferðir
séu aðeins seldar á einu sölu-
svæði eða að nokkrar stórar
ferðaskrifstofur_erlendis verði
einkaumboðsaðilar og geti ráð-
stafað svo til öllu framboði
hjá okkur. Svona fyrirkomu-
lag getur leitt til þess, áður en
nokkurn grunar, að hin er-
lendu fyrirtæki fari að
setja skilyrði, hóta hærra
verði og setja að lokum upp
sjálfstæðan rekstur, sem ís-
lendingar hefðu ekkert með
að gera, m. a. með leigu á er-
lendum flugvélumj sem flyttu
ferðamennina til Islands o. s.
frv. Finnar hafa orðið fyrir
illri reynslu að þessu leyti
í viðs'kiptum við Þjóðverja.
Finnsk sumarhús voru leigð
erlendum ferðamönnum og
stórar ferðaskrifstofur í
Þýzkalandi voru búnar að fá
þau öll til ráðstöfunar mjög
fljótlega og keyptu svo heila
klabbið skömmu seinna. Svo
komu þær með eigin flugvél-
ar, þannig að finnska flugfé-
lagið fékk ekki lengur að
flytja ferðafólkið. Það eru
svona viðskiptahættir sem við
megum gæta okkur alvarlega
á, sagði Vilhjálmur Guð-
mundsson í lok samtalsins.
HEFUR FERÐA- OG IÞRÖTTAVÖRUR:
• VIÐLEGUÚTBÚNAÐ í ÚRVALI.
• REIÐTYGI OG HESTAMANNAVÖRUR.
• STANGVEIÐITÆKI OG AÐRAR ÍÞRÓTTAVÖRUR.
VERZLIÐ f STÆRSTU SPORTVÖRUVERZLUN LANDSINS.
Laugavegi 13
FV 5-6 1974
53