Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 61
Hotel Mælifell,
Aðalgötu 7, Sauðárkróki, sími 95-2565.
Gisting: Herbergi hótelsins eru 7 að tölu.
Opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi
er kr. 1040.-, en verð á tveggja manna her-
bergi er kr. 1170. . Morgunmaturinn kostar
kr. 270.- en verð á hádegis- og kvöldverði er
samkvæmt matseðli.
Dægrastytting: Á hótel Mælifelli er setustofa
með sjónvarpi. Ný sundlaug er í bænum.
Hægt er að útvega gestum veiðileyfi sé þess
óskað. Gestir geta m. a. ekið á sögufræga staði
í nágrenni bæjarins m. a. Glaumbæ og Hóla í
Hjaltadal, sem eru aðeins í 20 km. fjariægð
frá Sauðárkróki. Einnig er hægt að bjóða upp
á ferðir í Drangey, Málmey og Glerhallarvík
sé þátttaka nægileg. Mikið er um fallega steina
í víkinni. Ferðir þessar þarf að panta fyrir-
fram.
Hótelstjóri: Tómas Guðmundsson.
Hófel Varmahlíð,
Skagafirði.
Gisting: Á Hótel Varmahlíð geta 20 manns
fengið gistingu í eins og tveggja manna 'her-
bergjum. Gistingin kostar: Eins manns her-
bergi kr. 700.-, tveggja manna 'herbergi kr.
1400.-. Morgunverðurinn er á kr. 330,- og há-
degisverður frá kr. 600.-- 800.-. Kvöldverður
er á sama verði og hádegisverður. Kaffi og
meðlæti er á boðstólum allan daginn. Veitinga-
salur hótelsins er opinn frá kl. 8.00 — 23.30.
Hótel Varmahlið hefur opið allt árið.
Dægrastytting: í Skagafirði eru fjölmargir
staðir, sem sögufrægir eru og vert er að skoða.
Má þar m. a. nefna Hóla í Hjaltadal, Glaum-
bæ og Víðimýrakirkju. Hægt er að fara í dags-
ferðir um allt nágrennið m. a. til Sauðárkróks,
sem er stutt frá Varmahlíð, Einnig er stutt að
Svartá. þar sem veiði er mikil.
Hótelstjóri: Ásbjörg Jóhannsdóttir.
Hó'tel Akureyri,
Hafnarstræti 98, sími 96-22525.
Gisting: Gistiherbergi eru 19, en svefnpoka-
pláss ekkert. Opið er allt árið. Verð á eins
manns herbergi er kr. 990.-, tveggja manna
herbergi kr. 1400.- og þriggja manna herbergi
kr. 1.900.-. Morgunverðurinn er á kr. 200.-, en
hádegis- og kvöldverður er ekki fyrir hendi.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarni er á
á Hótel Akureyri. Þá er sundlaug, golfvöllur,
leikvellir fyrir börn, skrúðgarðar, söfn, bíla-
leiga og hestaleiga í bænum. Sérstök fyrir-
greiðsla er veitt á hótelinu varðandi bílaleigu
hjá Bílaleigu Akureyrar.
Hótelstjóri: Valdimar Halldórsson.
Hótel Edda,
Menntaskólanum, Akureyri, sími 96-11055.
Gisting: Herbergi hótelsins eru 68, 135 rúm
í tveggja manna herbergjum. Svefnpokapláss er
ekki fyrir hendi. Eddu hótelið á Akureyri er
onið á tímabilinu frá 15. júní — 31. ágúst.
Verð fyrir einn mann í herbergi er kr. 990.-,
en fyrir tvo kr. 1.325.-. Morgunverðurinn er
á kr. 325,- og er það hlaðborð. Á þessu hóteli
er eingöngu framreiddur morgunverður og
kvöldkaffi.
Dægrarstytting: Ýmislegt er hægt að gera sér
til dægrastyttingar meðan dvalizt er á Akur-
eyri. Hægt er að fara í daglangar ökuferðir um
Eyjafjörðinn og nærsveitir, skoða sögufræga
staði, eða fara í gönguferðir og fjallgöngur.
Frá Akureyri er stutt í hinn fagra Vaglaskóg.
I bænum er einnig ýmislegt hægt að gera s. s.
fara í verzlanir, í sundlaugar og á söfn. Hótel
Edda hefur setustofu með sjónvarpi.
Hótelstjóri: Rafn Kjartansson.
Hótei KEA,
Akureyri, sími 96-11800.
Gisting: Hótel KEA 'hefur opið allt árið. Þar
eru herbergi 28, en svefnpokapláss ekkert. Verð
á herbergjunum er sem hér segir: Eins manns
herbergi án baðs/sturtu kr. 1200.-, eins manns
herbergi m./sturtu kr. 1800.-, tveggja manna
herbergi án baðs/sturtu kr. 1720,- og tveggja
manna herbergi m./sturtu og baði er kr. 2580.-.
Á KEA kostar morgunverðanhlaðborðið 305 kr.
á mann., hádegisverðurinn er frá 550,- — 730,-
krónum og kvöldverður er frá 860 krónum.
Dægrastytting: í setustofu hótelsins er sjón-
varp. Ennfremur er bar á KEA. Reynt er að
aðstoða gesti hótelsins, sem óska eftir veiði-
leyfum. Á Akureyri eru mörg söfn, lystigarð-
ur, verzlanir og ennfremur er hægt að fara i
dagsferðir um Eyjafjörð til Dalvíkur í Vagla-
skóg o. m. fl. Á Akureyri er bílaleiga.
Hótelstjóri: Ragnar Á. Ragnarsson.
Hófel Varðborg,
Geislagötu 7, Akureyri, sími 86-12600.
Gisting: Herbergjafjöldi er 28. Svefnpokapláss
er ekkert. Hótel Varðborg hefur opið allt árið
um kring. Verð á eins manns herbergi er kr.
1240.-, en eins manns herbergi með baði kostar
1860,- krónur. Verð á tveggja manna herbergi
er sem hér segir: 1770.- krónur án baðs, en
með baði 2650 krónur. Morgunverðurinn kostar
310.- krónur, en hádegisverður kostar frá kr.
560.-. Hins vegar er verð á kvöldverði frá kr.
890.-.
Dægrastytting: Á hótelinu er setustofa með
sjónvarpi. Ennfremur er sundlaug í bænum,
sem margir hótelgestir sækja. Reynt er að
fremsta megni að greiða úr óskum gesta varð-
andi veiði. Fjölmörg söfn eru á Akureyri, sem
vert er að skoða, en einnig er afar vinsælt að
fara í lystigarðinn. Ýmsir fara í dagsferðir um
Eyjafjörð og nærsveitir. Einnig í Vaglaskóg.
Hægt er að útvega siglingar og veiði í Eyja-
firði.
Hótclstjóri: Arfinnur Arnfinnsson.
FV 5-6 1974
61