Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 73
Þingeyri:
Á Þingeyri, eins og flestum
öðrum stöðum á Vestfiörðum,
hefir mikið af framkvæmda-
mætti sveitarfélagsins farið til
hafnargerðar, og þrátt fyrir að
myndarlega hefir verið staðið
að verki, er sitthvað ennþá ó-
gert. Verulegt verkefni er á
framkvæmdaáætlun hafnarinn-
ar á þessu ári. Unnið er að því
að ljúka vatnsveitufram-
kvæmdum. Nokkur Ihluti
gatnakerfisins hefir verið bú-
inn undir malbikun. Byrjunar-
fjármagn hefir fengizt til und-
irbúnings barnaskólabygging-
ar. Veitt hefir verið fjármagn
á fjárlögum til undirbúnings
heilsugæzlustöðivar og bygg-
ing læknisbústaðar verður haf-
in strax og tryggt hefir verið
fjármagn til framkvæmdanna.
Margir einstaklingar eru um
það bil að hefjast handa um
íbúðarhúsabyggingar og sveit-
arstjórnin ætlar helzt að
byggja 20-30 leiguíbúðir.
Mjög mikil endurbygging
stendur yfir á hraðfrystihús-
inu og verður henni haldið á-
fram. Þingeyringar eiga skut-
togara auk stærri vélskipa og
smærri báta.
Flateyri:
Ráðgerðar eru viðbótarfram-
kvæmdir við höfnina. Nokkur
hluti aðalgötunnar í nánd við
hraðfrystihúsið hefir verið
steyptur og verður því verki
haldið áfram en malbikun
mun taka við þar sem stein-
steypunni sleppir. Eyrin sjálf
er mjög góð undirstaða undir
malbik, og óvíða þarf að
skipta um jarðveg undir göt-
unum. Sveitarsjóðiur á nú í
byggingu átta íbúðir og ákveð-
ið er að byggja nokkurn
fjölda íbúða samkvæmt lög-
um um leiguíbúðir á vegum
sveitarfélaga, eða svo sem
leyfi fæst til. Verið er að
ljúka^ byggingu slökkvistöðv-
ar. í sumar verður byggð
sundlaug ásamt bað- og bún-
ingsklefum, sem verða notað-
ir í senn fyrir sundlaugina og
væntanlegt íþróttahús, þeg-
ar þeð verður byggt. — Verið
er að hefja miklar fram-
kvæmdir við holræsakerfi á
ofanverðri eyrinni og nauð-
synlega dælustöð í því sam-
bandi.
Verið er að endurbyggja á
mjög myndarlegan hátt hrað-
frystihúsið, en það er stærsti
atvinnuveitandinn á staðnum.
Stjórn félagsheimilisins hef-
ir látið teikna nýtt félagöheim-
ili, sem miðað er við þrjá
framkvæmdaáfanga.
Suðureyri:
Á Suðureyri 'hefir orðið
veruleg fólksfjölgun þegar lit-
ið er til lengri tíma, eða 29%
á tímabilinu 1940-1970. Þrátt
fyrir þessa fjölgun hefir þurft
að flytja að verulegt vinnuafl,
sem býr í verbúðum.
Gert er ráð fyrir að ljúka á
þessu ári mjög umfangsmikl-
um endurbótum á hafskipa-
bryggjunni, sem er kippkorn
utan við þorpið. Gerð hefir
verið góð bátahöfn framan við
eyrina. Stendur nýreist, fuli-
komið hraðfrystihús á hafnar-
bakkanum við ákjósanleg skil-
yrði. Keypt hafa verið stærri
og fullkomnari skip til sjó-
sóknar. Leitað er nú úrræða
til að kaupa skuttogara.
Mikill framkvæmdahugur
er í sveitarstjórnarmönnum.
Lokið verður á þessu ári við
nýjan íþróttavöll. Barnaskóla-
bygging er á undirbúnings-
FV 5-6 1974
73