Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 79

Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 79
Súðavík: Mjög miíklar hafnarfram- kvæmdir hafa verið og eru yf- irstandandi í Súðavík, miðað við að í þorpinu eru einungis um 215 manns. Framkvæmda- fé sveitarfélagsins undanfarin ár hefir að megin hluta farið í hafnarframkvæmdir og hefir náðst mikilsverður áfangi í því verkefni. Þegar þessum hafnarframkvæmdum verður lokið, geta fiskiskip svo gott sem lagzt að vegg hraðfrysti- hússins til að landa aflanum. Hreppsnefndin réðst með myndarlegum hætti í 'bygg- ingu 8 einbýlishúsa, sem seld eru einstaklingum, sem setjast vilja að í þorpinu með fjöl- skyldur sínar. Hafizt er handa um að reisa hús fyrir lækna- þjónustu, sem verður í tengsl- um við læknamiðstöð á Isa- firði. Þá verður gert myndar- legt átak í malbikun gatna í þo^oinu, samkvæmt heildará- æt.hm sveitarfélaganna á Vest- fjörðum. Undanfarin ár hefir staðið yfir umfangsmikil endurbygg- ing á hraðfrystihúsinu og verður því verki haldið áfram. Súðvíkingar eiga skuttogara auk minni skipa og báta. * Arneshreppur: í Árneslhreppi í Stranda- sýslu er nú, að frumkvæði sveitarstjórnar, unnið að stofn- un hlutafélags, sem á að vinna að því að koma upp rækjuverksmiðju í hreppnum og stuðla að aukinni útgerð. í tengslum við þennan væntan- lega atvinnurekstur verður unnið að hafnargerð og öðrum nauðsynlegum framkvæmd- um. Hólmavík: Uppgangstími hefir nú haf- izt á Hólmavík, eftir lang- varandi deyfð í atvinnulífinu, sem stafaði af aflatregðu á Húnaflóamiðium. Rækjuveiði og rækjuvinnsla eiga mestan þátt í aukinni drift og at- hafnasemi. Eftir margra ára hlé er nú mikill áhugi fyrir byggingu íbúðanhúsnæðis, bæði á veg- um einstaklinga og sveitarfé- lagsins. Hafinn er undirbún- ingur að byggingu heimavistar við barna- og unglingaskólann. í undirbúningi er bygging húss, sem í senn verður félags- heimili og íþróttahús og ráð- gerð er sundlaugarbygging. Verulegar framkvæmdir verða hjá sveitarfélaginu við götu- lagnir, holræsi og vatnskerfi. Ráðgerð er fylling við höfn- ina en þar mun verða byggt sameiginlegt hús fyrir útgerð- armenn staðarins. Borðeyri: Á Borðeyri er verið að byggja barnaskólahús.. Boruð hefir verið hola, sem gefur nokkurt heitavatnsrennsli. Nánari rannsókn verður gerð á komandi sumri, til að ganga úr skugga um, hvort unnt verður að fá upp nægilegt heitt vatn til hitaveitu í þorp- inu. Einnig verður kannað, hvort vænta megi árangurs af að bora eftir köldu neyzlu- vatni. FRAMFARAHUGUR RÍKJANDI Eins og sjá má af framan- greindri upptalningu margvís- legra verkefna, sem unnið er að á Vestfjörðum, má ljóst vera, að mikill framfarahugur er nú ríkjandi á Vestfjörðum. Helzt þar í hendur fram- kvæmdavilji einstaklinga og sveitarfélaga. Ríkisfram- kvæmdir eru einnig allmiklar á ýmsum sviðum. Ef á heildina er litið má segja, að mikil bjartsýni ríki á Vestfjörðum. Útfærsla fisk- veiðimarkanna í 50 mílur mun, þegar fullra áhrifa henn- ar gætir, mjög auka hagsæld Vestfirðinga. Verði fiskveiði- mörkin endanlega færð út í 200 mílur, og unnt reynist að bægja erlendum skipum af fiskimiðunum, geta Vestfirð- ingar vænzt gullaldartíma. SJÁVARFRÉTTIR Nýtt tímarit ulm sjávar- útvegsmál, markaðsmál, tækmnýjungar og margt fleira. Askrif tasímar 82300 — 82302 FV 5-6 1974 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.