Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 93
valið er að elda undir. Tjöld
þessi eru sérstaklega gerð fyr-
ir íslcnzka veðráttu.
I Vesturröst eru einnig seld-
ir svefnpokar bæði innlendir
og erlendir aðallega frá Eng-
landi. Ensku pokarnir eru úr
terylin efni, sérstaklega léttir
og þá má bæði þvo í þvottavéi
og i höndunum. íslenzku svefn-
pokarnir eru aðallega ullar-
kembu og diolin svefnpokar,
einnig mjög léttir. Svefnpok-
arnir eru til í mörgum litum
m. a. bláum, rauðum, grænum,
brúnum og appelsínugulum.
Verð pokanna er frá kr. 2.250-
3.500.
í flestum sportverzlunum
eru nú til sölu tjalddýnur, sem
eru nú að ryðja sér mikið til
rúms og hafa tekið við af vind-
sængunum. Þessar tjalddýnur
eru mjög hentugar, lítið fer
fyrir þeim og þær þarf aldrei
að blása eða pumpa. Verð á
tjalddýnum er kr. 1.466.
Verzlunin selur einnig eld-
unar- og hitunartæki í tjöld og
matarílát. . Matarílátin eru
norsk af gerðinni Campinette.
Einnig eru til alls konar gas-
hitunartæki m. a. frá sænska
fyrirtækinu Primus.
Ef menn hyggja á öræfaferð
hefur Vesturröst á boðstólum
sérstök ál-öryggisteppi, sem
eru álíka að stærð og vigt og
lítið tómt peningaveski, þegar
það er brotið saman. Þeir sem
hyggja á veiði í ám eða vötn-
um í sumarleyfinu geta fengið
allan búnað, sem þarf með í
ferðina, svo og vönduð hag-
kvæm björgunarvesti.
Bifreiðaþjónusta ^ Brynjólfs Vignissonar
Við Lagarfljótsbrú. Sími 97-1179.
— Mótorstilling — Hjólastilling — Ljósastilling.
— Seljum varahluti í rafkerfi, bremsukerfi o. fl.
— Hvers konar slöngur og barkar fyrir olíu, loft
vatn, ásamt tilheyrandi tengjum.
— Sturtutjakkar, vökvadælur og stjórnventlar.
— Blaupunkt bílaútvörp, 8 rása stereospilarar
fyrir bíla, hátalarar, inni- og útiloftnet.
— Umboð á Austurlandi fyrir Landvélar hf.
Gistihúsið Hlíðarvegi 1 og 5,
Sími 99-5187, Hvolsvelli.
er opið allt árið — Gisting — Morgunverður
Velkomin til Hvolsvallar
FV 5-6 1974
93