Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.10.1975, Qupperneq 12
Heildverzlun á Akureyri Aðstöðugjöldin eru dauðadómur yfir matvöruheildverzlun - segir Valdemar Baldvinsson Á Akureyri eru starfandi allmargir innflytjendur, enda gegnir bærinn sívaxandi hlutverki, sem verslunarmiðstöð fyrir nær- liggjandi héruð. En hvernig er að vera innflytjandi á Norður- landi? Frjáls verslun hafði samband við annan tveggja matvöru- heildsala á Akureyri, Valdemar Baldvinsson, og lagði fyrir hann þessa spurningu. — Það má með sanni segja að það er enginn dans á rósum, sagði Valdemar. — Það er erf- itt og ástæðurnar fyrir því margar, t. d. hve erfitt er fyrir okkur úti á landsbyggðinni að halda erlendum umboðum. Reynslan sýnir að heildsalar í Reykjavík eiga auðvelt með að sannfæra erlendu framleiðend- urna um að hagkvæmara sé að hafa umboðsmann þar en hér á þeirri forsendu að þeir séu með aðalmarkaðinn í kringum sig. Við eigum erfitt með að finna rök á móti þessu, sérstaklega þegar það er haft í huga að við fáum allar okkar vörur fluttar hingað norður með skipafélög- um án aukaflutningsgjalds, en væri varan keypt hér á Akur- eyri og flutt til Suðurlands þyrfti að bæta við flutnings- gjaldi þangað. Við getum ekki legið með nægilega stóra lag- era vegna skorts á rekstrarfé og verða því kaupmenn í mjög ríkum mæli að kaupa sínar vör- ur frá innflytjendum í Reykja- vík, sem að sjálfsögðu er ó- hagstæðara fyrir neytendur. SKILNINGSLEYSI BÆJAR- YFIRVALDA — Eitt atriði sem gerir okk- ur líka erfitt fyrir er skilnings- leysi bæjaryfirvalda t. d. í skattamálum. Mitt fyrirtæki þarf að borga um það bil helm- ingi hærra aðstöðugjald á Ak- ureyri en samsvarandi fyrir- tæki í Reykjavík. Aðstöðu- gjald á matvöru hér er 1.3% en 0.5% í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti, sem þessi mis- munur kemur fram í aðstöðu- gjöldum á þessum tveimur stöðum og ef bæjarstjórn breytir þessu ekki, þýðir það dauðadóm fyrir matvöruheild- salana. — En eru gengisbreyting- arnar ekki samt ykkar aðalhöf- uðverkur? — Ég ætla að svara þessari spurningu með litlu dæmi, sagði Valdemar. — Fyrir þrem- ur mánuðum kom hveitisend- ing og verðlagssamþykkt var fengin miðað við það gengi sem í gildi var þegar við tókum pappírana út úr bankanum. Þegar komið var að okkur að greiða fyrir vöruna var gengis- sigið orðið svo mikið, að við fengum aðeins rúmt eitt prós- ent hagnað af því að selja vör- una. Þetta var aðeins gengissig. Hvað hefði gerst ef orðið hefði gengisfelling. Jú, hundruð þús- unda tap eins og' í febrúar sl. Vegna takmarkaðs fjármagns okkar verðum við að taka vör- una út á erlenda víxla sem við greiðum vanalega 35—40 dög- um eftir móttöku vörunnar, sem er í þessu tilfelli hveiti og sykur. Ég sel síðan vöruna og þegar að uppgjöri kemur þá sýnir sig stundum að söluverð- ið hefur orðið lægra en inn- kaupsverðið. REKSTRARF JÁRSKORTUR — I»ú nefnir rekstrarfjár- skort. Er erfiðara að fá rekstr- arlán hér en í Reykjavík? — Það er erfitt fyrir mig að svara því, sagði Valdemar, — en hitt veit ég, að það er að Fyrir kemur að 20% vöru sé skemmt þegar til Akureyrar kemur vegna slæmrar meðferðar við uppskipun í Reykjavík. 12 FV 10 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.