Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 22
Þegar málið er kannað ofan i
kjölinn kemur í ljós að Finnar
hafa gengið með skertan hlut
frá boiði í þeim viðskiptum.
Oliuútflutningsverð Sovétríkj-
anna er bundið heimsmarkaðs-
verði olíu, og eru Finnar því
neyddir til að kaupa olíuna
hæsta verði, og af þeim sökum
er viðskiptajöfnuður þeirra við
Sovétríkin nú vægast sagt afar
óhagstæður Finnlandi. Ekkert
bendir til þess að breyting
verði á þessu í náinni framtíð.
RAFORKA EINNIG FRÁ
SOVÉTRÍKJUNUM
Finnar kaupa einnig raforku
og jarðgas frá Sovétríkjunum
og fyiir orkuna greiða þeir
með finnskri framleiðslu. Finn-
ar álitu til skamms tíma að
betra væri að kaupa umrædda
orkugjafa á heimsmarkaði
gegn greiðslu í gjaldeyri, en
ekki með vöruskiptaverzlun,
eins og nú tíðkast. Til þess að
stunda slíka verzlun urðu þeir
að ílytja vörur sínar til ríkja,
sem greiddu fyrir þær í hörð-
um gjaldeyri. Óstöðugir mark-
aðir og efnahagssamdráttur
viða u.m lönd lék finnska gjald-
eyrissjóðinn illa og gjaldeyris-
sjóðir Finna minnkuðu veru-
lega. Finnar gripu þá til þess
ráðs að flytja inn enn meiri
olíu frá Sovétríkjunum og sam-
hliða því juku þeir útflutning
sinn þangað.
VEKÐHÆKKANIR OG
SAMDRÁTTUR
Verð á innfluttum orkugjöf-
um hækkaði um 13% árið
1973, eða um £262 millj. og
um 21% árið 1974 eða um
£687 millj. Til skar.ims tíma
keyptu V-Evrópuríki % hluta
heildarútflutnings Finna, en
samdráttur í efnahagslífi Vest-
urlanda setti strik í reikning-
inn. Sovétmenn kaupa einna
mest af vélum, iðnaðartækjum
og heilum verksmiðjum frá
Finnum og auk þess skip af
ýmsum gerðum og stærðum.
Þar að auki hafa finnsk verk-
takafyrirtæki fengið stór verk-
efni austan landamæranna, allt
austur til Síberíu. Þar má m. a.
nefna Norlisk-verkið, þar sem
Finnar byggja nú kopar- og
nikkelbræðslu og eru áætlaðar
tekjur af verkinu um £190
millj. í Svetogorsk, sem er rétt,
austan landamæranna, vinna
Finnar við annan áfanga um-
fangsmikillar pappírsverk-
smiðju, sem á að skila af sér
£ 170 millj. hagnaði, þ. e. a. s.
ef þeir selja Rússum einnig all-
an vélakost verksmiðjunnar.
Verkefni á bo:ð við þessi hafa
dregið stórlega úr óhagstæðum
viðskiptajöfnuði Finnlands og
Sovétríkjanna. Þessi þróun við-
skiptamálanna hefur nú gert
Sovétmenn að stærstu við-
skiptaþjóð Finnlands. Viðskipt-
in hafa einnig oiðið til þess að
sannfæra Finna (og ýmsa
aðra) um að Sovétmenn noti
Finnar hafa selt Rússum papp-
írsverksmiðjur til að minnka
hallann í viðskiptum sínum við
þá.
þau, sem pólitísk vopn til að
færa Finnland lengra og lengra
inná umráðasvæði sovésku
valdhafanna. Sumir Finnar
halda því fram að það eina
sem ráðamenn í Kreml þurfi
nú að gera til að múlbinda
Finnland, sé að skrúfa fyrir
olíuleiðsluna til Finnlands í
smá tíma.
EKKI ALLIR JAFN SVART-
SÝNIR
Ýmsir aðilar eru á öndverð-
um meiði í þessum efnum og
segja að innan nokkurra ára
eigi ástandið eftir að gjörbreyt-
ast. Finnar eiga nú þegar
nokkrar olíuhreinsunarstöðvar,
sem geta hreinsað 10 milljónir
lesta á ári, en verið er að auka
afkastagetu þeirra í 14 millj-
ónir lesta og verður því marki
náð innan tíðar. Árið 1974 var
heildar hráolíuinnflutningur
Finna um 9 millj. lesta, en ár-
ið ’76 verður að hækka þetta
magn í 14 milij. lesta, eða um
5 millj., til þess að fyrrnefndar
verksmiðjur fái nægileg hrá-
efni til vinnslu. Sovésk stjórn-
völd hafa gefið Finnum það til
kynna að þeir geti ekki selt
þeim allt þetta olíumagn og
verði að binda olíukvótann við
6,5 millj. lesta á ári, eins og
hann er nú. Finnland kaupir
3 millj. tonna af olíu á ári frá
olíuríkjum Miðausturlanda og
nú beina Finnar (eins og ís-
lendingar) augunum til Noregs
í þeirri von að Norðmenn geti
selt þeim þá olíu sem á vantar
innan tíðar.
ORKUÞÖRFIN EYKST UM
70% 1973—85
Finnskir orkufræðingar
halda því fram, að orkuþörf
Finnlands eigi eftir að aukast
um 70% á árunum frá 1973 til
’85. í ár er olían 52% af heild-
arorkugjöfum landsins, en yfir-
völd hafa gert áætlun um að
minnka olíuþörfina í 44% árið
1985. í stað olíu ætla þeir að
nota kjarnorkuna. Árið 1985 á
kjarnorkuframleiðslan að nema
20% af heildarorkuþörfinni.
Sovétmenn eru að smíða tvö
kjarnorkuver í Finnlandi, sem
verða tilbúin 1977 og 1978.
Svíar eru að smíða þriðja
kjarnorkuverið, sem á að taka
í notkun 1978 og enn annað,
sem á að vera tilbúið 1980. Þá
er ákveðið að kaupa tvö til við-
bótar frá Sovétmönnum innan
tíðar.
22
FV 10 1975