Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 35

Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 35
Hin kúgaða stétt Leó M. Jónsson, tæknifræðingur, skrifar Öðru hvoru birtast í dagblöðum frásagnir fólks af slæmum viðskiptum þess við bifreiðaverkstæði. í flestum tilvikum hefur bíleigandinn farið halloka og orðið að bera tjón sitt bótalaust. í nokkr'um tilvikum hefur verið greitt fyrir vinnu og varahluti, sem ekki voru látin af hendi, — sem sagt hrein svik. Öruggt má telja að einungis lítill hluti þeirra bíleigenda, sem prettaðir hafa verið, skrifi um viðskiptin í blöðin. Að minnsta kosti sumir reyna ekki að fá leiðréttingu mála sinna hjá viðkomandi verkstæðum, vegna fenginnar reynslu. Þær frásagnir sem iðulega heyrast á mannamótum um hrakfarir bíleigenda gegn verkstæðum eru oft svo lygi- legar, að fólk veit ekki hvern- ig á að taka þeim. Tilefni þessara skrifa er bréf, sem „argur druslueigandi“ skrifaði Alþýðublaðinu og birt- ist þar 11. september s. 1. í þessu bréfi er sagt frá því að bíleigandi hafi greitt fyrir nýja kveikju og ný kerti, sem honum var sagt að nauðsyn- legt hefði reynst að skipta um, en var aldrei skipt um. Auk þess var hann ginntur til að sleppa því að fá nótu gegn því að fá afslátt, og niðurfelldan söluskatt. Þegar bílinn neitaði að fara í gang morguninn eftir var farið með hann á annað verk- stæði og þar með flett ofan af svikunum. Það er einu sinni svo að hér- lendis eru ekki skýr mörk á því, hvað er þjófnaður, og hvað eru svik, en þó er augljóst að í þessu tilviki hefur söluskatti verið stolið af ríkissjóði — nema ef sú gloppa er í lögun- um að glæpastarfsemi af þessu tagi sé ekki söluskattsskyld, þegar grannt er skoðað. En þótt það sé nú annað mál, þá ætti fólk að hugleiða, að sá sem kaupir vöru og gengst inná það að sleppa kvittun og söluskatti um leið, er óneitan- lega meðsekur í því að hafa fé af ríkissjóði. SKEMMDARVERK Til eru dæmi um bein skemmdarverk, sem greitt hef- ur verið fyrir samkvæmt hæsta leyfilega taxta, og jafnvel ver- ið bætt við sérstöku „tvist- gjaldi“. í þessu tilviki fór maður með bílinn sinn á verk- stæði og vildi fá skipt um framhjólslegur og pakkdósir. Það skal tekið fram að nokkuð slit var í gömlu legunum, án þess að það fyndist við akstur. Eigandinn taldi það sjálfsagt, öryggisins vegna, að skipt væri um þessa hluti, enda ekki mjög dýr stykki. Nokkrum dögum eftir þessa viðgerð losnar ann- að framhjólið með braki og brestum. Legan maskbrotin, nafið kengbogið og spindillinn allur senni'Jega ónýtur. Fyrir einskæra heppni varð ekki slys í þessu tilviki, en hægt er að rekja þetta atvik til víta- verðs gáleysis og skorts á þekk- ingu þess, sem verkið vann, svo ekki orkar tvímælis. Þeir, sem eitthvað þekkja til bílaviðgerða, vita hver hætta getur af því skapast ef fram- hjólslegur gefa sig. Enda er það eitt af því sem Bifreiða- eftirlit ríkisins tekur sérstak- lega fyrir við skoðun, hvort los er á framhjólslegum. HVER ER ÁBYRGÐ VERKSTÆÐA? Það þarf enginn að fara í grafgötur um að fúsk af þessu tagi, gæti orsakað slys og jafn- vel dauða. Nú er það stað- reynd, að til þess að reka bíla- verkstæði þarf meistararétt- indi. í því sambandi hlýtur sú spurning að vakna hvort því fylgi ekki ábyrgð að lögum. f refsilögum nr. 19/1940 18. kafla 164 grein segir: „Fang- elsi skal sá sæta, sem bakar öðrum tjón á lífi, líkama eða eignum, með því að valda sprengingu, útbreiðslu skað- legra lofttegunda, vatnsflóði, skipreka, járnbrautar-, bif- reiðar-, eða loftfarsslysi eða ó- förum annarra slíkra farar- eða f lutningatækj a“. Og síðar í sömu lögum, 167. grein: ,,Ef brot, sem í 164. eða 165. grein getur, er framið af gá- leysi, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum“. Og einnig í sömu lögum 187. gr. segir: „Hafi maður fengið opinbert leyfi til einhverrar einkastarf- semi eða atvinnurekstrar, sem ekki er heimilt að stunda án slíks leyfis, og hann brýtur síðan gegn skyldum gagnvart hinu opinbera, sem slíku leyfi eru samfara, þá skal hann sæta FV 10 1975 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.