Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 67

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 67
lega haldið áfram af veruleg- um krafti enda á Hellissandur aðild að samstarfsnefnd kaup- túnanna á norðanverðu Snæ- fellsnesi um sameiginlegt átak í þessum málum og er þegar búið að mala mikið efni fyrir gatnaframkvæmdir á næsta ári. HAFNARGERÐ Uppbygging Rifshafnar stendur yfir og voru settar í hana 30 milljónir í ár og á fjárhagsáætlun er reiknað með að unnið verði fyrir 35 millj- ónir næsta ár. Verið er að lengja syðri hafnargarðinn og gera á hann haus og veitir það aukið skjól í höfninni. Sam- göngur eru góðar við Neshrepp, enda eru þar tveir flugvellir og daglegar flugferðir. Áætlun- arbílar koma daglega á sumrin og þrisvar í viku á vetrum. Snjóþyngsli eru ekki mikil á vetrum. Læknir kemur tvisvar í viku en annars er heilsu- gæslustöð í Ólafsvík og þangað sækja Neshreppingar einnig fleiri hluti og er því áhugamál þeirra að varanlegt slitlag verði lagt á veginn á milli, enda er hann tiltölulega vel upp byggð- ur. Fólksflótti er nú óþekkt fyr- irbrigði í Neshrepp og binda menn þar miklar vonir við að Rifshöfn eigi eftir að reynast staðnum mikil lyftistöng. SAMTAK SAMTAK H.F. er stofnað til hagræðingar framkvæmdaaðila við verk- taka um lausn allra þátta verksins. Skipulagning og tímasetning einstakra verk- þátta og verksins í heild, skapar flýti og öryggi í fram- kvæmd. SAMTAK H.F. framkvæmir þau verk, sem til þarf. Iðnaðarmenn, íðn- fyrirtæki, þungavinnuvélar og flutningstæki. SAMTAK H.F. útvegar efni til þeirra fram- kvæmda, sem það sér um. SAMTAK H.F. hefur sknfstofu að Hafnar- götu 50, Keflavík. SAMTAK H.F. býður þjónustu sína í öll- um þáttum verklegra fram- kvæmda bygginganðnaðar og gatna- og holræsagerða. Sími 3255 og 3925. Heimasímar 2412, 2325. SAMTAK er allra hagur FV 10 1975 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.