Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 71
Fyrirtacki, framleiðsla
Krislján Ó. Skagf jörft :
Hefur tekið að sér nytt umboð
fyrir bandarískar töivur
Fyrir nokkru var ákveðið, að Kristján Ó. Skagfjörð hf. tæki að
sér umboð hér á landi fyrir Digital Equipment Corp., sem er
fyrirtæki í Maynard, Massachusetts í Bandaríkjunum, stofnað
árið 1957. DEC framleiðir tölvur af mörgum gerðum, sem henta
hinum ýmsu stærðum af fyrirtækjum.
Fyrirtækið hefur vaxið mjög
hratt, sérstaklega á síðustu ár-
um, t. d. framleiddi DEC á ár-
inu 1974 yfir 12 þús. tölvur
af gerðunum PDP-8, PDP-11
og DEC System 10. Þá voru
starfsmenn fyrirtækisins 17.600
og velta 421,8 millj. dollarar.
YFIR 40 ÞÚS. TÖLVUR
I NOTKUN
Nú í dag eru yfir 40.000
tölvur frá DEC í notkun um
heim allan.. DEC hefur langa
reynslu í gerð kerfisforrita og
býður kaupendum góða þjón-
ustu á því sviði. Þeir hafa not-
að yfir 3000 mannár í gerð
kerfisforrita sinna. Notendur
DEC tölva hafa stofnað með
sér samtök, sem nefnast DEC-
US, og er markmið þeirra að
skiptast á upplýsingum um
forrit og notkunarmöguleika
véla sinna. Þetta eru fjölmenn-
ustu og afkastamestu samtök
af þessari gerð í heiminum í
dag. Félagsmenn eru yfir 20.
000.
ÝMSAR GERÐIR
í fréttatilkynningu frá
Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. seg-
ir, að þær tölvur, sem verði á
boðstólum hér á landi til að
byrja með, verði PDP-8 og
PDP-11. PDP-8 hefur fyrst og
fremst verið notuð sem stýri-
tölva og á síðustu árum hefur
DEC komið fram með mjög ó-
dýr og fullkomin tölvukerfi,
þar sem PDP-8 er uppistaða
kerfisins. Þessi tölvukerfi eru
t. d.: Classic, sem er mjög hent-
ug fyrir skóla, CMS-1, sem
hentar vel verkfræðistofum,
DEC-310, bókhaldskerfi fyrir
banka, meðalstór fyrirtæki,
bókhaldsstofur, sveitafélög o.
fl. Kerfið samanstendur af:
Sjónvarpsskermi, diskettum,
diskum, PDP-8 (64K) og miklu
úrvali af útskriftartækjum, og
eru flest þessara tækja felld
inn í stórt skrifborð. Forritun-
armál eru t. d. Basik, Fortran
4 og Cobol.
PDP-11 tölvan er mun af-
kastameiri en PDP-8. Þær teg-
undir sem verða boðnar hér á
íslandi, verða: PDP 11/10, PDP
11/40, PDP 11/45 og PDP 11
/70.
Með PDP-11 tölvunum er
hægt að fá mörg mismunandi
mjög öflug stýriforrit, svo og
mikið úrval jaðartækja. PDP-
11 tölvurnar má nota á mörg-
um mismunandi sviðum og
auðvelt er að stækka kerfin
eftir þörfum og óskum kaup-
enda.
FV 10 1975
71