Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 19

Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 19
10% og undanfarin tvö ár hef- ur atvinnu verið haldið uppi á kostnað versnandi viðskipta- jafnaðar, eins og í flestum öðr- um löndum. Hallinn var um 4 milljarðar sænskra króna 1974 og sennilega um 9 milljarðar 1975. Þótt hér sé um miklu lægri tölur í hlutfalli við þjóð- arframleiðslu að ræða en hjá íslendingum, er búist við að þessar auknu lántökur muni setja svip á umræður um efna- hagsmál og efnahagsaðgerðir í Svíþjóð á næstu árum. 0 Langtímaspár Svíar hafa frá 1947 fengist við gerð leiðbeinandi áætlana eða spáa til fimm ára í senn. Ein þeirra er alveg ný á nálinni og er þróun viðskiptajafnaðar og endurgreiðslu erlendra lána þar í sviðsljósinu. Leidd eru að því rök, að til þess að losa sig við skuldabyrðina verði að auka útflutning og fjármuna- myndun í iðnaði. Svigrúm til launahækkana verði lítið að óbreyttum aðstæðum. í þessum spám er einnig reynt að líta á líklegt vinnuframboð og fram- leiðslubreytingar og athuga hvort unnt verði að auka hag- vöxt að tilteknu marki án sér- stakra aðgerða og þá hvað þurfi að gera til viðbótar til að dæm- ið gangi upp. 0 Fjármagn og stærft Unnum vinnustundum hefur heldur fækkað síðustu áratugi og hlutdeild iðnaðar í vinnu- afli minnkaði úr 31% 1960 í 26% 1974, enda þótt sumar iðn- greinar hafi bærtt við sig fólki. Engu að síður jókst fram- leiðslumagn 1960-1970 um 8% á ári að jafnaði og um 6% á ári það sem af er þessum áratug. Aðalskýring þessa er mikil fjár- munamyndun, þannig að hver vinnandi maður hefur fleiri krónur sér til aðstoðar en áður við framleiðslustörfin. Einnig hafa hagræðing, hagkvæmni breyttir framleiðsluhættir og tilfærslur milli greina haft sitt að segja. í ljós hefur komið að meðalstærð fyrirtækja hefur vaxið, þannig að á iðnaðarsvið- inu er hlutdeild fyrirtækja með yfir 500 manns í vinnu 55-60% af iðnaðarframleiðslunni. Sam- runar hafa verið tíðir og sér- staklega hefur útflutningsfram- leiðslan þróast yfir í stærri fyrirtækjaeiningar en áður. • Framleiðsla erlendis En samfara áður greindri framleiðsluaukningu hefur sænskum dótturfyrirtækjum fjölgað erlendis og framleiðsla þeirra vaxið enn hraðar en heima fyrir. Árið 1965 er talið að 450 fyrirtæki hafi átt 1600 dótturfyrirtæki erlendis. Þar voru flest sölufyrirtæki, en 384 framleiðslufyrirtæki. Enn meiri skriður komst á þessa þróun upp úr 1970 og árið 1970 var starfslið þessara framleiðslufyrirtækja erlendis nálægt 183.000 manns. Fram- leiðsla fyrirtækja Svía erlendis mun, þegar allt er talið, vera meiri en útflutningur þeirra frá eigin landi. # Vinnumarkaðurinn og fleira Svíar hafa gengið lengra i því en aðrir að auðvelda flutn- ing vinnuafls milli atvinnu- greina og landshluta með endur- menntun, þjálfun og hvers kon- ar styrkjum og fyrirgreiðslu. Sömuleiðis hefur á seinni árum gætt tilhneigingar í þá átt að reyna að stýra því hvar ný fyrirtæki yrðu sett á stofn, svo og að styðja við fyrirtæki eða kaupa þau upp til að forða þeim frá rekstrarstöðvun og þar með bægja atvinnuleysi frá. Sömu- leiðis hefur fjárfestingalána- sjóðum fyrirtækja verið beitt í sveiflujöfnunarskyni og reynt að tímasetja opinberar fram- kvæmdir eftir ástandi á vinnu- markaðinum á hverjum tíma, fyrir utan almenna stjórn efna- hagsmála. Þá hefur verið gert stórátak í þvi að finna störf við hæfi öryrkja og þroskaheftra. En það má jafnframt ekki gleyma að á stundum hefur orðið að flytja inn vinnuafl. Löngum sóttu Finnar yfir til Svíþjóðar en á seinni árum hef- ur einkum verið um Grikki, Júgóslava og Tyrki að ræða. Einnig átti vinnuaflsskortur sinn þátt í því að verksmiðjur voru settar upp erlendis. # Fyrirtækjalýðræði og launasjóður í Svíþjóð eru framleiðslu- gögnin að langmestu leyti í höndum einkaaðilja og sam- vinnuhreyfingarinnar (sem er mjög sterk þar í landi og ástæða hefði verið til að skrifa sér- staklega um), en sósíaldemó- kratar hafa stýrt landinu í ára- tugi. Það er því ekki að furða að harðvítugar umræður hafi átt sér stað um eignaréttinn og aðild hins almenna laun- þega að fyrirtækjunum. Á síð- asta áratug var sú lausn fund- in að efla áhrif launafólks með lögboðinni aðild starfsmanna að stjórnum fyrirtækja. Þetta gaf sums staðar góða raun varðandi mannleg samskipti, en gat sennilega aldrei orðið leið til efnahagslegra yfirráða, — sem var yfirlýst mai-kmið margra. Síðan hafa verið að mótast hug- myndir um leiðir til að auka ítök starfsmanna í fyrirtækjun- um. Upp á síðkastið hafa til- lögur frá einum hugmyndafræð- ingi sósíaldemókrata og hag- fræðingi sænska alþýðusam- bandsins, Rudolf Meidner, ver- ið þar efst á baugi. Er í tillög- um hans gert ráð fyrir svo- nefndum launasjóðum hjá fyrir- tækjum. Eiga þeir að myndast af hagnaði þeirra og launþegar að hafa meirihlutavald. Fróð- legt verður að fylgjast með því hvaða stefnu málið tekur. # IJtanríkisviðskipti Yfirlit yfir útflutning og inn- flutning Svía árið 1974 er að finna í 1. töflu eftir vöruteg- undum og í 2. töflu eftir lönd- um og landssvæðum. Veiga- mestu útflutningslöndin eru FV 4 1976 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.