Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 24

Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 24
Daglegt líf í Svíþjóð IMeyzluvörur hafa hækkað um rúm 13% á einu ári Lágmarkstekjur iðnverkamanna um 42 þús. á ári. Lm helmingur launa eða meira fer beint í skattinn. Um miðjan marz var tæpast um annað meira talað í Stokkhólmi en greinina, sem mamma Línu Langsokks skrifaði í Expressen út af skattabyrðinni. Skáldkonan Astrid Lindgren rakti skatta- raunir sínar í lítilli sögu um prinsessuna Pomperipossa í landinu Monismanicn, sem öðru nafni nefnist Skatta-Svíbjóð. Hún rakti það, að vegna bess hve mikið bækur hennar væru lcsnar út um víða veröld næmu árstekjurnar 2 milljónum króna en á móti kæmi að hún byrfti að borga sænska velferðarríkinu 2 milljónir og tvö þúsund krónur í skatta. Inn í þetta spjall blönduðust svo hugrenningar um það, hvernig farið væri með fé hins almenna skattgreiðanda í Sví- þjóð og sérstaklega getið um 60 milljónir, sem Kastró á Kúbu fær í efnahagsaðstoð frá Svíum „til þess að geta stund- að skæruhernað í Angóla" eins og menn segja, minnugir sigur- göngu kúbanskra skæruliða i borgarastríðinu þar syðra. f til- efni af greinum Astrid Lind- gren veltu Svíar því líka fyrir sér, hvort svo væri nú komið, að fólk mætti ekki sína eigið frumkvæði að neinu, skapa verðmæti veraldleg eða andleg án þess að vera íþyngt um of með skattlagningu eins og dæmin sanna um vinsæla rit- höfunda, að þeir verða að greiða gjöld af íekjum sínum eins og atvinnurekstur ætti í hlut. # Svikift undan skatti Svíar hafa fengið skattana á sinnið og allar leiðir eru reynd- ar til að læðast út úr sjónmáli „stóra bróður“ í þeim efnum eins og reyndar víðar. fbúðar- eigandi sagði okkur frá því, hvernig hann ætlaði að láta hraða málningarvinnu í íbúð sinni í fyrra meðan hann fékk að búa heima hjá tengdaforeldr- um sínum um skeið. Á fimmtu- degi voru málararnir farnir úr íbúðinni og komu ekki á föstu- Fjölbýlishúsahverfi með verzlun og annarri þjónustu. Algengast er að Svíar leigi húsnæði og borga þá rúmar 1000 sænskar krónur á mánuði fyrir 4-5 herbergi. dag og laugardag. Þá hafði hann samband við meistarann, sem sagðist skyldi gera allt til að flýta verkinu. Þá voru iðnaðar- mennirnir reyndar komnir í vinnu annars staðar, sem ekki var gefin upp til skatts og því látin ganga fyrir öðru. En hvað sem skattaálögum líður verður öllum þegar í stað ljóst að þegar á heildina er litið búa Svíar við lífskjör, sem talizt geta í sérflokki. Það þarf tæpast frekari vitna við en klæðaburð almennings á göt- um úti, húsbúnað á heimilum, vöruframboð í verzlunum, fyr- ir utan alla félagslega þjón- ustu, sem mörgum finnst að vísu að sé gengin út í öfgar á sumum sviðum og menn vildu hafa meiri ráðstöfunarrétt yfir tekjum sínum heldur en vel- ferðarríkið heimilar. Astrid Lindgren sagðist borga 102% í skatt. Gunnar Strang fjármálaráðherra svar- aði grein hennar á augabragði og benti á að þar sem skáld- konan væri ellilífeyrisþegi héldi hún eftir 300 þús. sænskum af tekjum sínum eftir að skatt- 24 FV 4 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.