Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 29

Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 29
Stjórnmál í Svíþjóð Skattpíningin verður aðalmál kosninganna í haust —segja andstæðingar jafnaðarmanna. Litlar líkur þó taldar á myndun nýrrar stjórnar „Ef eg vissi um hvaö þessar þingWosningar eiga að snúast myndi ég láta forsætisráðherrann vita“, sagði einn af embættismönnun- 'um í sænska utanríkisráðuneytinu um væntanlegar þingkosning- ar í Svíþjóð, sem fram eiga að fara í landinu hinn 19. september n.k., en þá verður einnig kosið til sveitarstjórna. Olaf Palme og stjórn hans ríkir með stuðningi kommúnista. Falli þeir út af þingi er samstarf jafnaðarmanna og Folkpartiet líklegt. Eins og oft áður við þing- kosningar í Svíþjóð velta kjós- endur því aðallega fyrir sér, hvort einhverjar horfur séu á að endi verði bundinn á 40 ára stjórnarferil jafnaðarmanna- flokksins og hvort borgara- flokkarnir myndi stjórn saman. Ekkert þykir benda til þess, að Olaf Palme og stjórn hans standi verr að vígi fyrir þessar kosningar en fyrri ríkisstjórnir jafnaðarmanna og það virðist eiga nokkuð langt í land, að borgaraflokkarnir sameinist um stefnuskrá, sem líkleg sé til að falla kjósendum í geð. 0 Stöðugleiki flokka- kerfisins í Svíþjóð hefur lengi ríkt fimm flokka kerfi á iþingi með einni lítilli undantekningu. Þessi þróun hófst á árunum milli 1930 og 1940 og var end- anlega innsigluð 1941 og hefur sama og ekkert breytzt síðan. Af þessum fimm flokkum eru þrír borgaralegir en tveir sósíal- ískir. Borgaraflokkarnir eru: Moderata samlingspartiet, sem er haegri flokkur, Folkpartiet, sem er frjálslyndur flokkur, og Centerpartiet en það er mið- flokkur, fyrrum bændaflokkur. Á vinstri væng er síðan Jafn- aðarmannaflokkurinn og Vinstri flokkurinn — kommún- istarnir. Kristilegi lýðræðis- flokkurinn var stofnaður til að brjóta þessa fimm flokka hefð og tók hann þátt í fyrstu kosn- ingunum 1964 en hefur aldrei komið manni á þing. Hann á þó nokkra fulltrúa í sveitar- stjórnum. Til vinstri við komm- únista hafa skotið upp kollin- um nýir flokkar eins og Marx- istar-Leninistarnir, sem buðu fram í þingkosningum 1970. Gerðist það í kjölfar mikilla hræringa innan kommúnista- hreyfingarinnar þar sem menn greindi á um þátttöku í lýð- ræðislegum athöfnum og af- stöðuna til þingræðisstjórnar. Tvö önnur kommúnistasamtök voru mynduð fyrir kosningarn- ar 1973 en hvorug komu manni að. # Sameining reynd Meðal borgaraflokkanna hafa líka farið fram tilraunir til að breyta flokkamyndinni nokkuð. Þannig hefur verið reynt að stofna til samtaka borgaraflokk- anna gegn jafnaðarmönnum, fyrst og fremst með það fyrir augúm að koma þeim úr ríkis- stjórn. Þessar fyrirætlanir hafa þó að engu orðið. Folkpartiet og Centerpartiet tóku upp all- nána samvinnu á sjöunda ára- tugnum og var búizt við sam- einingu flokkanna en af henni varð ekki. Horfurnar á samein- ingu borgaraflokkanna virðast lí'ka ' hafa farið dvínandi eftir kosningarnar 1973, þegar Folk- partiet beið mikið afhroð. Hef- ur flokkurinn fjarlægzt Center- partiet meir en áður og telur FV 4 1976 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.