Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 41

Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 41
Svíþjóðar en aðalviðskiptaaðil- ar eru á Ítalíu, í Frakklandi, Noregi og Danmörku. # Markaðir í „Þriðja heiminum“ Fimmtungur allrar sölu fer núna til símamálastjórna og annarra kaupenda í rómönsku Ameríku. Brasilía og Mexico eru langstærstu viðskiptalönd- in í þessum heimshluita, þar sem staða Ericsson hefur verið mjög sterk allt frá upphafi þessarar aldar. Tíu af hundraði heildsölu fer til kaupenda í Afríku, Asíu og Ástralíu. Fyrsti borðsíminn, talsími frá öðrum áratug aldarinnar og ný- tízku taltæki fyrir innanhúss- kallkerfi. Að sögn Nils Tengberg, að- stoðarforstjóra L. M. Ericsson, sem blaðamenn F.V. hittu að máli í Stokkhólmi, er 32—44% af öllum símaleiðslum í Afríku og róimönsku Ameríku keypt frá fyrirtækjum L. M. Ericsson. Annars skiptist heildsöluverð- mæti hjá fyrirtækinu þannig á einstaka þætti: símabúnaður 47%, innanhússkallkerfi 18%, kaplar og vírar 15%, merkja- búnaður fyrir járnbrautir 5%, elektrónísk fjarskiptatæki fyrir herinn 3% og tæki fyrir út- varpsstöðvar 2%. Mikil áherzla er stöðugt lögð á rannsóknir og ræður það miklu um að L. M. Ericsson hefur haslað sér völl sem einn fremsti fjarskiptatækjafram- leiðandi í heimi. Framlög til tækniþróunar hafa aukizt hlut- fallslega í samanburði við heild- arútgjöldin og nema nú um 7% af veltunni. # Fullkomin þjálfunar- námskeið Afar áberandi er líka sú á- herzla, sem L. M. Ericsson legg- ur á þjálfun. Til viðbótar við þjálfunarnámskeið, sem fyrir- tækið hefur lengi haldið fyrir starfsmennina í sænsku verk- smiðjunum er nú starfrækt í Stokkhólmi alþjóðleg þjálf- unarmiðstöð, sem setit var á laggirnar 1961. Nokkur hundr- uð útlendingar taka þátt í nám- skeiðum þar á hverju ári og samkvæmt upplýsingum Áke Liss, verkfræðings, sem mikil samskipti hefur fyrir hönd fyr- irtækis síns við Póst og síma á íslandi, hafa starfsmenn ís- lenzku símamálastjórnarinnar verið á námskeiðum í Stokk- hólmi og voru einmitt í 4—5 vikna þjálfun þar í marz. Nokk- ur hundruð erlendir tækni- menn sækja þessi námskeið á hverju ári. Síðan þessari alþjóð- legu þjálfunarmiðstöð var kom- ið á fót hafa fjarskiptasérfræð- ingar frá meir en 80 löndum í öllum heimsálfum fengið sér- staka þjálfun í Stokkhólmi. Sams konar miðstöð fyrir nemendur frá spönskumælandi löndum var opnað í Mexico City 197 J í tengslum við stækk- un framleiðsluþátta L. M. Erics- son þar. í meir en áratug hefur brasilíska dótturfyrirtækið líka haldið námskeið á portúgölsku fyrir sína starfsmenn. Þrátt fyrir stórkostlegar framfarir i fjarskiptum á þess- ari öld er langt í land með að eftirspurn eftir símstöðvum og ■símatækjum hafi verið mætt. Aðeins tvö af iðnríkjum heims, þ.e. Bandaríkin og Svíþjóð hafa yfir 60 símtæki á hverja 100 íbúa. í mörgum heimshlutum er hlutfallið enn innan við 10% og víða kostar allt að 1000 doll- urum að fá nýjan síma. Áke Liss gat þess, að til at- hugunar hefði komið, hvernig auka mætti samstarf L. M. Ericsson og Póst og síma á ís- landi. Væri sérstaklega verið að kanna, hvort flytja mætti til íslands samsetningu þeirra tækja, sem Póstur og sími kaup- ir frá L. M. Ericsson og skapa þar með nokkuð aukin atvinnu- tækifæri. Að vissu marki fer slík samsetning nú fram hjá Landssímanum vegna smíða á símaborðum en fleira gæti kom- ið til greina. FV 4 1976 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.