Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 41
Svíþjóðar en aðalviðskiptaaðil-
ar eru á Ítalíu, í Frakklandi,
Noregi og Danmörku.
# Markaðir í „Þriðja
heiminum“
Fimmtungur allrar sölu fer
núna til símamálastjórna og
annarra kaupenda í rómönsku
Ameríku. Brasilía og Mexico
eru langstærstu viðskiptalönd-
in í þessum heimshluita, þar
sem staða Ericsson hefur verið
mjög sterk allt frá upphafi
þessarar aldar. Tíu af hundraði
heildsölu fer til kaupenda í
Afríku, Asíu og Ástralíu.
Fyrsti borðsíminn, talsími frá
öðrum áratug aldarinnar og ný-
tízku taltæki fyrir innanhúss-
kallkerfi.
Að sögn Nils Tengberg, að-
stoðarforstjóra L. M. Ericsson,
sem blaðamenn F.V. hittu að
máli í Stokkhólmi, er 32—44%
af öllum símaleiðslum í Afríku
og róimönsku Ameríku keypt
frá fyrirtækjum L. M. Ericsson.
Annars skiptist heildsöluverð-
mæti hjá fyrirtækinu þannig á
einstaka þætti: símabúnaður
47%, innanhússkallkerfi 18%,
kaplar og vírar 15%, merkja-
búnaður fyrir járnbrautir 5%,
elektrónísk fjarskiptatæki fyrir
herinn 3% og tæki fyrir út-
varpsstöðvar 2%.
Mikil áherzla er stöðugt lögð
á rannsóknir og ræður það
miklu um að L. M. Ericsson
hefur haslað sér völl sem einn
fremsti fjarskiptatækjafram-
leiðandi í heimi. Framlög til
tækniþróunar hafa aukizt hlut-
fallslega í samanburði við heild-
arútgjöldin og nema nú um 7%
af veltunni.
# Fullkomin þjálfunar-
námskeið
Afar áberandi er líka sú á-
herzla, sem L. M. Ericsson legg-
ur á þjálfun. Til viðbótar við
þjálfunarnámskeið, sem fyrir-
tækið hefur lengi haldið fyrir
starfsmennina í sænsku verk-
smiðjunum er nú starfrækt í
Stokkhólmi alþjóðleg þjálf-
unarmiðstöð, sem setit var á
laggirnar 1961. Nokkur hundr-
uð útlendingar taka þátt í nám-
skeiðum þar á hverju ári og
samkvæmt upplýsingum Áke
Liss, verkfræðings, sem mikil
samskipti hefur fyrir hönd fyr-
irtækis síns við Póst og síma á
íslandi, hafa starfsmenn ís-
lenzku símamálastjórnarinnar
verið á námskeiðum í Stokk-
hólmi og voru einmitt í 4—5
vikna þjálfun þar í marz. Nokk-
ur hundruð erlendir tækni-
menn sækja þessi námskeið á
hverju ári. Síðan þessari alþjóð-
legu þjálfunarmiðstöð var kom-
ið á fót hafa fjarskiptasérfræð-
ingar frá meir en 80 löndum í
öllum heimsálfum fengið sér-
staka þjálfun í Stokkhólmi.
Sams konar miðstöð fyrir
nemendur frá spönskumælandi
löndum var opnað í Mexico
City 197 J í tengslum við stækk-
un framleiðsluþátta L. M. Erics-
son þar. í meir en áratug hefur
brasilíska dótturfyrirtækið líka
haldið námskeið á portúgölsku
fyrir sína starfsmenn.
Þrátt fyrir stórkostlegar
framfarir i fjarskiptum á þess-
ari öld er langt í land með að
eftirspurn eftir símstöðvum og
■símatækjum hafi verið mætt.
Aðeins tvö af iðnríkjum heims,
þ.e. Bandaríkin og Svíþjóð hafa
yfir 60 símtæki á hverja 100
íbúa. í mörgum heimshlutum
er hlutfallið enn innan við 10%
og víða kostar allt að 1000 doll-
urum að fá nýjan síma.
Áke Liss gat þess, að til at-
hugunar hefði komið, hvernig
auka mætti samstarf L. M.
Ericsson og Póst og síma á ís-
landi. Væri sérstaklega verið
að kanna, hvort flytja mætti til
íslands samsetningu þeirra
tækja, sem Póstur og sími kaup-
ir frá L. M. Ericsson og skapa
þar með nokkuð aukin atvinnu-
tækifæri. Að vissu marki fer
slík samsetning nú fram hjá
Landssímanum vegna smíða á
símaborðum en fleira gæti kom-
ið til greina.
FV 4 1976
41