Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 43
Ferðamál í Svíþjóð
Stóraukin áherzla lögð á
hætta þjónustu innanlands
Odýr gisting fáanleg á tjaldstæðum, motelum eða í bjálkakofum
Svíar hafa að undanförnu verið að endurskipul eggja yfirstjórn ferðamála í landinu og er mark-
miðið fyrst og fremst að tryggja þátttöku almenningssamtaka í mótun ferðamálastefnu og stuðla
að því, að Svíar eigi þessi kost að kynnast eigin landi á orlofstíma sínum fyrir hóflegt verð.
Að sögn Anniku Svahnström,
blaðafulltrúa ferðamálaráðsins
sænska, var það túlkun sumra
erlendra blaða á þessum
breyttu viðhorfum, að erlendir
ferðamenn myndu hér eftir
verða óvelkomnir í Svíþjóð, en
það væri mesti misskilningur.
Árlega kemur um 1 millj. ferða-
manna til Svíþjóðar frá öðrum
löndum en Norðurlöndunum, en
ekki er til nein tala yfir komu
Norðurlandabúa til landsins.
Fimm vikna almennt orlof er
nú til umræðu í Svíþjóð og
margir starfshópar eiga nú þeg-
ar kost á allt að 5-6 vikna orlof i,
sem menn vilja gjarnan skipta
og verja hluta af því heima og
afgangi í útlöndum. Með leng-
ingu orlofsins verður meira að-
kallandi að huga náið að bættri
þjónustu og uppbyggingu fyrir
ferðamálastarfsemi heima fyrir.
Núna munu 4-5 milljónir Svía
ferðast innanlands, en um millj-
ón manns fara til sólarlanda.
Það vill þó oftast verða mun
auðveldara að láta skipuleggja
fyrir sig ferðir suður á bóginn
heldur en t. d. norður í nyrztu
héruð Svíþjóðar. Nú á að hefja
samræmdar aðgerðir þannig að
innanlandsferðalögin verði auð-
veldari í framkvæmd og að
ferðaskrifstofur hafi tiltækar
upplýsingar um alla möguleika
í því sambandi.
Algengast er að fólk ferðist
um Svíþjóð á eigin bílumi og
noti aðstöðu á tjaldstæðum, sem
eru 530 talsins og bjóða upp
á góða þjónustu. Þá eru 120
farfuglaheimili og 70 gistiheim-
ili á vegum ferðafélaga, sem
bjóða ódýra gistingu fyrir fjöl-
skyldur á bílferðalögum. Gist-
ingin á þessum stöðum kostar
11-16 sænskar krónur fyrir
manninn. Framvísi menn fé-
lagsskírteinum alþjóða far-
fuglasamtaka þurfa þeir ekki að
greiða nema kr. 7,50-12 fyrir
gistingu eftir aðbúnaði í her-
bergjum.
Gjaldið á tjaldstæðunum
er 5-12 sænskar krónur fyrir
manninn.
Mótel eru víða við helztu
þjóðvegi í Svíþjóð, mjög ny-
tízkuleg. Það er Esso, sem hef-
ur byggt flest mótelin og kost-
ar gisting á þeim kr. 90-120
fyrir tveggja manna herbergi
með baði eða sturtu. Flest
mótelin hafa svokölluð fjöl-
skylduherbergi með fjórum
rúmum, en gisting í þeim kost-
ar kr. 130 fyrir nóttina.
Þá er mjög vinsælt að leigja
sér lítinn bjálkakofa í Svíþjóð,
en þeir munu vera um 20 þús-
und, sem leigðir eru út sumar
og vetur. Þægindi eru misjafn-
lega mikil í þessum bústöðum
og leigan breytileg eftir því,
allt frá kr. 270 til 1200 á viku.
Svo eru að sjálfsögðu venju-
leg hótel, sem almennt geta
talizt vera í tiltölulega háum
NORTHI-RN
IAPLAND
/
\
r'
\
i
\
\
i
/ \
/
/
\
\
SOUTHHRN
LAPLAND
/
c
'■> VÁSTh.R-
i
' BOTTlvN
\NORR- v
/ \
HOI'IFN \
Luloi,
^ ) A M T L. A N D
<ÁNGí;RMANLAND
' k
0
\
\ M1OLLPAD
\ \A-'---------
Vj.lAlUEDALEN\
I /HÁLSINGL.AN.b
1 \ l \
1 Suaátvullx
t
D A 1..UN A
v“\
\ci.AsnUK*
í?LANDJ
X tS
\ LPPI.AND
T
J \ VASTMANl.AND
( VÁRMLAND A
f f '
y^DAIS- J Vds rtR-
\laNd jv
í OÖIIANDv N
BOHUS-U vastcr- Jí .
1.AN jGÖTLAND ~ Vj'
^SjoeLhoim
SODLR-
Qoútanbur
4'
M A L A N D
\BU;K.tNGL
I
SKÁNE
-Malmíi
FV 4 1976
43