Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 97
AUGLÝSING Ofnasmiójan hf.: Perstorp harðplast, - mun í dag vera mest selda tegund harðplasts á Islandi Um það leyti sem verið var að vinna markaðsþátt Frjálsrar verslunar, voru staddir hér á landi tveir fulltrúar sænskafyr- irtækisins Perstorp ab, þeir Enrique Marsiglia og Lars O. Johnsson, en þeir starfa í stjórnunar- og byggingarvöru- deild fyrirtækisins. Við áttum við þá stutt viðtal um fyrir- tækið og framleiðsluvörur þess. Hin síðari ár hefur Perstorp ab sent reglulega starfsmenn sína til íslands. Þeir hafa í sam- vinnu við umboðsaðila sinn hér- lendis, H.F. Ofnasmiðjuna, Há- teigsvegi 7, Reykjavík, lagt leið sína til arkitekta og opinberra stofnana, m.a. spítalanna og Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins og kynnt nýjungar frá Perstorp ab. Ennfremur hef- ur rík áhersla verið lögð á tæknilegu hlið málsins þ.e.a.s. notagildi hinna ýmsu fram- leiðsluvara og efnisuppbygg- ingu eins og t.d. í harðplasti. Þau 25 ár sem framleiðslu- vörur Perstorp ab hafa verið seldar á íslandi, hefur harð- plast eða lagplötur úr plasti skipað fyrsta sæti. Perstorp harðplast mun í dag vera mest selda tegund harðplasts á ís- landi. Harðplast er sem kunn- ugt er, mest notað til innrétt- ingasmíða, en það má einnig nota til veggklæðninga og á innihurðir í stað spænis. Inni- hurðir klæddar Perstorp harð- plasti eru t.d. nær einvörðungu notaðar á sjúkrahúsum og í skólum í Svíþjóð. Er nú búist við, að notkun Perstorp harð- plasts til innihurðasmíða og veggklæðninga á íslandi fari vaxandi samfara aukinni tækni- þjónustu Perstorp ab hérlendis. í samtali okkar við þá En- rique Marsiglia og Lars O. Johnsson kom fram m.a. að meðal nýjunga sem þeir voru að kynna hérlendis voru munstraðar harðplastplötur, sem notaðar eru í stað flísa milli efri og neðri skápa í eld- húsum, og svo eldtefjandi harð- plastplötur, en þær vöktu án efa mesta athygli. Eldtefjandi harðplastplötur innihalda aðra kemiska efnis- uppbyggingu en hin venjulega harðplastplata. Þær hafa verið viðurkenndar í Svíþjóð og Dan- mörku sem „eldtraust yfir- borðsefni“ klass 1 (flamsákert ytskikt klass 1). Framleiðsla þessara platna er í beinu sam- bandi við ný lög í áðurnefnd- um löndum um að hurðir og skilveggir i opinberum bygg- ingum skuli þola ákveðinn bruna þ.e.a.s. tefja útbreiðslu elds í ákveðinn tíma og má efn- ið þá ekki gefa frá sér reyk eða hættuleg efni önnur eins og t.d. sýru. Perstorp harðplastplatan FP 1 (fire proof) stenst þær kröfur fullkomlega, sem gerðar eru í áðurnefndum lögum um eldvarnir. Svipuð lög eru nú í undirbúningi hérlendis og má því segja að Perstorp ab sé á réttum stað og réttum tíma í þessu sambandi. Perstorp ab var stofnað 1882 af Otto Wendt. Upphaflega var eingöngu um framleiðslu á kemiskum efnum að ræða, en í gegnum árin hefur framleiðsla á byggingarvörum skipað æ stærri sess í framleiðslu fyrir- tækisins. Ársvelta Perstorp ab á s.l. ári var rúmlega 30 millj- arðar islenskra króna og var um 40% þeirra upphæðar vegna framleiðslu á byggingar- vörum. Að lokum sagði Enrique Marsiglia, að samvinna við H.F. Ofnasmiðjuna þessi 25 ár, hefði verið eins og best gæti orðið og hefði hlutur Perstorp harð- plasts á íslenskum markaði auk- ist ár frá ári og aldrei verið meiri en einmitt nú. FV 4 1976 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.