Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 9

Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 9
Margir fylgismerm Björns Jónssonar innan Alþýðusambandsins, eink- um Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, eru ó- feimnir við að lýsa van- trausti á forsetann þessa dagana og segjast ekki ætla að styðja hann aftur til forystu í sambandinu. Ástæðan er fyrst og fremst misnotkun á nafni ASÍ og ýmsum aðildarfé- lögum þess í sambandi við misheppnaða landhelgis- fundi á Lækjartorgi, þar sem Björn Jónsson hefur verið áberandi í ræð'ustól. Að vísu vilja menn ekki alfarið kcnna Birni um þessi slys heldur segja hann verkfæri í höndum þeirra Baldurs Óskarsson- ar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir Baldur og Ólafur eru cnn einu sinni að reyna að ná pólitískum frama og ætla að þessu sinni að nota Al- þýðusambandið sem stökkpall. Baldur er aug- lýsingastjórinn en Ólafur hugmyndafræðilegur lærimcistari Björns Jóns- sonar um þcssar m'undir. Forsætisráðherra hefur aldrei staðið jafn vel að vígi innan ríkisstjórn- arinnar og í augum al- mennings, sem nú eftir að samningar hafa náðst við Breta um landhelgismál. Jafnvel Dagblaðið hefur látið Geir Hallgrímsson njóta sannmælis eftir linnulaus og taugaveikl- unarleg rógskrif gegn honum í allan vetur. Inn- an Sjálfstæðisflokksins leikur enginn vafi á því lengur, hver sé hinn raun- verulegi flokksleiðtogi og hefur þetta komið fram í ýmsum myndum. Mjög at- hyglisvert er að sumir hinna yngri flokksmanna, sem hingað til hafa ekki vitað í hvora löppina þeir áttu að stíga þegar valið stóð milli Gunnars og Geirs, hafa síðustu vik- urnar sent forsætisráð- herra ítrekaðar traustyf- irlýsingar. Norður á Akureyri hef- ur staða bæjarstjóra nú verið auglýst laus til um- sóknar. Um tíma var haldið að Bjarni Einars- son, sem vcrið hefur bæj- arstjóri um alllangt skcið, myndi hætta við að hætta en auglýsingin tekur af öll tvímæli. Á Akureyri er meirihluti bæjarstjórn- ar myndaður af Fram- sókn, Alþýðubandalagi og Alþýðuflokknum. Það þykir því liarla ólíklegt að aðrir en stuðnings- menn þessara flokka komi til greina. Tveir menn eru aðallcga nefndir sem bæj- arstjóraefni á Akureyri, þeir Björn Friðfinnsson, forstjóri Kísiliðjunnar við Mývatn og fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík og Heimir Hannesson, lög- fræðingur. Bjöm var í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn á Norðurlandi eystra við síðustu alþing- iskosningar en Heimir er varaþingmaður Fram- sóknar. Vegma fjöldauppsagna hjá sjónvarpinu er þess að vænta að ný andlit birtist á skjánum eftir sumarleyfi og fram á næsta vetur. Hjá frétta- stofunni stendur til að ráða nýjan starfskraft og hefur verið unnið úr fyr- irliggjandi umsóknum. Þegar síðast fréttist stóð valið raunverulega milli tveggja, þeirra Sigrúnar Stefánsdóttur, ritstjóra íslendings á Akureyri og Einars Karls Haraldsson- ar, fréttastjóra Þjóðvilj- ans. Hann ku hafa sótt um fyrir tilmæli frétta- stjóra sjónvarpsins og er því harla líklegur sem næsti fréttamaður sjón- varps. Gísli B. Björnsson, aug- lýsingateiknari, er sagður standa í stórræðum þessa dagana. Hann hefur 'um árabil rekið auglýsinga- stofu með glæsibrag, síð- an stofnaði hann kaup- stefnu- og sýningarfyrir- tæki, sem hefur líka dafn- að vel. Þá setti hann upp kvikmyndagerð og nú síð- ast heildverzlun. Síðustu fréttir herma að Gísli standi í jarðakaupum og ætli að hefja búrekstur. FV 5 1976 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.