Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 9
Margir fylgismerm
Björns Jónssonar innan
Alþýðusambandsins, eink-
um Framsóknarmenn og
Sjálfstæðismenn, eru ó-
feimnir við að lýsa van-
trausti á forsetann þessa
dagana og segjast ekki
ætla að styðja hann aftur
til forystu í sambandinu.
Ástæðan er fyrst og
fremst misnotkun á nafni
ASÍ og ýmsum aðildarfé-
lögum þess í sambandi við
misheppnaða landhelgis-
fundi á Lækjartorgi, þar
sem Björn Jónsson hefur
verið áberandi í ræð'ustól.
Að vísu vilja menn ekki
alfarið kcnna Birni um
þessi slys heldur segja
hann verkfæri í höndum
þeirra Baldurs Óskarsson-
ar og Ólafs Ragnars
Grímssonar. Þeir Baldur
og Ólafur eru cnn einu
sinni að reyna að ná
pólitískum frama og ætla
að þessu sinni að nota Al-
þýðusambandið sem
stökkpall. Baldur er aug-
lýsingastjórinn en Ólafur
hugmyndafræðilegur
lærimcistari Björns Jóns-
sonar um þcssar m'undir.
Forsætisráðherra hefur
aldrei staðið jafn vel
að vígi innan ríkisstjórn-
arinnar og í augum al-
mennings, sem nú eftir að
samningar hafa náðst við
Breta um landhelgismál.
Jafnvel Dagblaðið hefur
látið Geir Hallgrímsson
njóta sannmælis eftir
linnulaus og taugaveikl-
unarleg rógskrif gegn
honum í allan vetur. Inn-
an Sjálfstæðisflokksins
leikur enginn vafi á því
lengur, hver sé hinn raun-
verulegi flokksleiðtogi og
hefur þetta komið fram í
ýmsum myndum. Mjög at-
hyglisvert er að sumir
hinna yngri flokksmanna,
sem hingað til hafa ekki
vitað í hvora löppina þeir
áttu að stíga þegar valið
stóð milli Gunnars og
Geirs, hafa síðustu vik-
urnar sent forsætisráð-
herra ítrekaðar traustyf-
irlýsingar.
Norður á Akureyri hef-
ur staða bæjarstjóra nú
verið auglýst laus til um-
sóknar. Um tíma var
haldið að Bjarni Einars-
son, sem vcrið hefur bæj-
arstjóri um alllangt skcið,
myndi hætta við að hætta
en auglýsingin tekur af
öll tvímæli. Á Akureyri
er meirihluti bæjarstjórn-
ar myndaður af Fram-
sókn, Alþýðubandalagi og
Alþýðuflokknum. Það
þykir því liarla ólíklegt
að aðrir en stuðnings-
menn þessara flokka komi
til greina. Tveir menn eru
aðallcga nefndir sem bæj-
arstjóraefni á Akureyri,
þeir Björn Friðfinnsson,
forstjóri Kísiliðjunnar við
Mývatn og fyrrverandi
bæjarstjóri á Húsavík og
Heimir Hannesson, lög-
fræðingur. Bjöm var í
framboði fyrir Alþýðu-
flokkinn á Norðurlandi
eystra við síðustu alþing-
iskosningar en Heimir er
varaþingmaður Fram-
sóknar.
Vegma fjöldauppsagna
hjá sjónvarpinu er þess
að vænta að ný andlit
birtist á skjánum eftir
sumarleyfi og fram á
næsta vetur. Hjá frétta-
stofunni stendur til að
ráða nýjan starfskraft og
hefur verið unnið úr fyr-
irliggjandi umsóknum.
Þegar síðast fréttist stóð
valið raunverulega milli
tveggja, þeirra Sigrúnar
Stefánsdóttur, ritstjóra
íslendings á Akureyri og
Einars Karls Haraldsson-
ar, fréttastjóra Þjóðvilj-
ans. Hann ku hafa sótt
um fyrir tilmæli frétta-
stjóra sjónvarpsins og er
því harla líklegur sem
næsti fréttamaður sjón-
varps.
Gísli B. Björnsson, aug-
lýsingateiknari, er sagður
standa í stórræðum þessa
dagana. Hann hefur 'um
árabil rekið auglýsinga-
stofu með glæsibrag, síð-
an stofnaði hann kaup-
stefnu- og sýningarfyrir-
tæki, sem hefur líka dafn-
að vel. Þá setti hann upp
kvikmyndagerð og nú síð-
ast heildverzlun. Síðustu
fréttir herma að Gísli
standi í jarðakaupum og
ætli að hefja búrekstur.
FV 5 1976
9