Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 13
em greiðslur afborgana og
vaxta bundnar vísitölu bygg-
ingarkostnaðar.
REKSTUR BYGGÐASJÓÐS
í málefnasamningi núverandi
ríkisstjórnar er ráð fyrir því
gert, að framlag ríkissjóðs til
Byggðasjóðs nemi 2% af út-
gjaldatölu fjárlagafrumvarps
hvers árs, en þetta þýðir í reynd
stórum aukið starfsfé til handa
sjóðnum. í samræmi við þetta
samkomulag var framlag ríkis-
sjóðs til Byggðasjóðs ákveðið
860 millj. kr. í fjárlögum ársins
1975. Er þetta mikil hækkun
framlags miðað við það, sem
lögin um Byggðasjóð ákveða
sjóðnum, en árið 1974 nam
framlag ríkissjóðs til Byggða-
sjóðs 297 millj. kr.
Á árinu 1975 voru samþykkt
ný lán og styrkir úr Byggða-
sjóði að fjárhæð 1.603,2 millj.
kr. Eru þá meðtalin 10% við-
bótarlán til innlendrar skipa-
smíði að fjárhæð 366 millj. kr.,
en Byggðasjóður hefur annast
þau lán fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar, og til þeirra hefur ver-
ið aflað sérstaks fjár.
BÆTTU LAUSAFJÁRSTÖÐU
FYRIRTÆKJA f SJÁVAR-
ÚTVEGI
Á árinu 1975 óskaði ríkis-
stjórnin eftir því, að Byggða-
sjóður hefði meðalgöngu um
veitingu lána til fyrirtækja í
sjávarútvegi til að bæta lausa-
fjárstöðu þeirra í samræmi við
lög nr. 55 frá 27. maí 1975. Var
hér um að ræða fyrirtæki, sem
ekki höfðu möguleika til að fá
svo nefnd skuldbreytingalán
samkvæmt hinum almennu
reglum. Byggðasjóður tók í
þessu skyni 300 millj. kr. lán
úr Gengishagnaðarsjóði 1975 og
lánaði fé þetta til fyrirtækja og
einstaklinga í sjávarúvegi í
samráði við viðskiptabankana,
og var féð greitt bönkunum til
lokaráðstöfunar.
Ógreidd lánsloforð Byggða-
sjóðs í árslok 1975 námu 693
millj. kr., en í árslok 1974 námu
þau 219 millj. kr.
Útborgað lánsfé Byggðasjóðs
á árinu 1975 nam 1.286 millj.
kr. auk fyrrgreindra skuld-
breytingalána 294 millj. kr.
LÁN TIL ÝMISSA
FRAMKVÆMDA
Alls voru samþykkt 425 lán
og styrkir úr Byggða sjóði á ár-
inu 1975. Mjög verulegur hluti
þessara lána var vegna nýsmíði,
kaupa eða endurbóta á fiski-
skipum eða samtals um 680
milljónir. Til fiskvinnslu fóru
187 millj. og til sveitarfélaga
290 milljónir. En lán Byggða-
sjóðs voru veitt til ýmissa ann-
arra framkvæmda eins og með-
fylgjandi sýnishorn bera með
sér. Þau eru tekin á víð og dreif
úr skýrslu sjóðsins:
Akraneskaupstaður: Bráða-
birgðalán vegna íþróttahúss 6
millj., Aðalsteinn Árnason,
Hálsahreppi: Lán til uppbygg-
ingar hænsnabús 1 millj., Kaup-
félag Borgfirðinga: Lán til upp-
byggingar mjólkurstöðvar og
reykhúss 8 millj., Eyjar hf.,
Hellissandi: Lán til fjárhags-
legrar endurskipulagningar 6
millj., Tómas Enok Thomsen,
Ólafsvík: Lán til byggingar
verkstæðis og vélakaupa fyrir
pipulagningarstarfsemi 1 millj.,
Stykkishólmshreppur: Lán til
þess að leggja fram sem eigið
fé í hótelfélag í Stykkishólmi
8 millj., Hafnarsjóð'ur Reyk-
hólahafnar; Styrkur til hafnar-
gerðar við Karlsey, Reykhólum
5 millj., Tálknafjarðarhreppur;
Lán til borunar eftir heitu vatni
1 millj., Búnaðarsamb. Vest-
fjarða, Mosvallahreppi; Bráða-
birgðalán til kaupa á steypu-
hrærivél o.fl. 2,2 millj., Átak,
stá, ísafirði: Lán til 9 sveitar-
félaga á Vestfjörðum til kaupa
á færanlegum olíugeymum fyr-
ir gatnagerð 6 millj., Illönduós-
hreppur: Lán til byggingar iðn-
garða 7,5 millj., Loðfeldur hf.,
Sauðárkróki: Lán til fjárhags-
legrar endurskipulagningar 3
millj., Þórður Þórðarson, Siglu-
firði: Lán til uppbyggingar
framleiðslu úr gervimarmara
2 millj., Prentverk Odds
Björnssonar hf., Akureyri: Lán
til byggingar prentsmiðjuhúss
12 millj., Bílaleiga Austur-
lands hf., Egilsstöðum: Lán til
byggingar húss 2 millj., Sam-
band sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi, Egilsstöðum:
Styrkur til leitar að byggingar-
efni i sjó 1 millj., Stangaveiði-
félag Reykjavíkur: Lán til laxa-
ræktar á Lagarfljótssvæði og
í Breiðdalsá 1,5 millj., Tungulax
hf., Kirkjubæjarhrepp: Lán til
byggingar fiskeldistöðvar að
Öxnalæk 5 millj., Leiðvalla-
hreppur: Bráðabirgðalán til
fyrirhleðslu við Kúðafljót 6
millj., Mosfell sf., Hellu: Lán til
byggingar húss fyrir fram-
ieiðslu á tjöldum o.fl. 1,6 millj.,
Stokkseyrarhrepp'ur: Lán til
eflingar atvinnu 1975—1977 6
millj., Selfosshreppur; Lán til
byggingar veitingaaðstöðu 1975
—1977 9 millj., Reiðskólinn V.-
Geldingaholti, Gnúpverjahr.:
Lán vegna greiðsluerfiðleika 1
millj., Kjöris hf., Hveragerði:
Lán til stækkunar á húsnæði
og vélakaupa fyrir ísframleiðslu
1,5 millj.
LÁNTÖKUR:
Á árinu 1975 tók Byggða-
sjóður þrjú lán hjá Fram-
kvæmdasjóði alls að fjárhæð
243,8 millj. kr. Fjár þessa var
aflað eingöngu til að standa
straum af 10% viðbótarlánum
til skipasmíða innanlands, en
Byggðasjóður hefur haft af-
greiðslu þeirra á höndum eins
og fyrr greinir. Ennfremur tók
Byggðasjóður 300 millj. kr. lán
úr Gengishagnaðarsjóði, eins og
getið er um hér að framan, til
að veita fyrirtækjum í sjávar-
útvegi svo nefnd skuldbreyt-
ingalán.
REIKNINGAR
BYGGÐASJÓÐS
Á árinu 1975 námu hreinar
tekjur Byggðasjóðs 77,6 millj.
kr. og framlag ríkissjóðs nam
860 millj. kr. eða alls 937,6
millj. kr. Gengistap á erlendum
lánum nam 46,8 millj. kr., sem
er einigöngu vegna 10% skipa-
smíðalána, veittir styrkir voru
31,7 millj. kr. og afskrifuð lán
námu 12,4 millj. kr. Aukning
eigin fjár sjóðsins á árinu 1975
varð því 846,7 millj. kr. og nam
það í árslok 1.871,4 millj. kr.
FV 5 1976
13