Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 21
væri að sinna þeim án þess að
það bitnaði á aðalkröfunum.
AUKNAR KRÖFUR UM
GÆÐI
Þegar Sovétrikin fóru að
koma vörum sínum á framfæri
á heimsmarkaðinum var þjóð-
arbúskapur þeirra kominn á
allt annað stig. Innanlands-
markaðinum hafði þá að mestu
leyti verið séð fyrir nægu
magni af vörum. Neytandinn er
hættur að biðja einfaldlega um
vél eða flík, nú biður hann um
gæði sem standast kröfur
heimsmarkaðsins. Kröfur inn-
anlandsmarkaðsins verða æ lík-
ari pví sem gerist meðal er-
lendra viðskiptaþjóða Sovét-
ríkjanna.
Auknir möguleikar Sovétríkj-
anna á sviði tækni og efnahags-
mála hafa einnig í för með sér
raunhæfa möguleika á upp-
byggingu sérstaks útflutnings-
iðnaðar, en þörfin fyrir hann
hefur aukist mjög á þessum
tímum bættrar sambúðar ríkja
með mismunandi stjórnskipu-
lag. Þetta var eitt af þeim verk-
efnum sem til umræðu voru á
25. þingi kommúnistaflokksins.
Erlendir viðskiptavinir sann-
færast æ betur um að sovéskur
iðnaður getur framleitt og fram-
leiðir nú þegar margar tegundir
véla og tæknilegra áhalda bet-
ur en þeir sem hingað til hafa
séð heimsmarkaðinum fyrir
þessum vörum. Auk þess eru
framleiddar í Sovétríkjunum
ýmsar vörur sem ekki eru fram-
leiddar annarsstaðar. í sjálfu
sér er þetta alveg eðlilegt og
getur vart öðruvísi verið á tím-
um tæknibyltingarinnar og
þeirrar auknu verkaskiptingar
sem hún hefur í för með sér.
Kapítalísku ríkin skiptast stöð-
ugt á sérthæfðri iðnframleiðslu
sín á milli og sama máli gegnir
um sósíalísku ríkin. En þeir
fyrrnefndu ætluðu aldrei að
fást til að stíga næsta skref,
þ.e. að beina viðskiptum sínum
einnig til sósíalísku ríkjanna
og þá fyrst og fremst Sovétríkj-
anna. En nú er ísinn að bráðna
og viðskipti austurs og vesturs
færast stöðugt í aukana og
ryðja úr vegi ýmsum tilbúnum
hindrunum.
SKIPULAGNING VIÐSKIPTA
Reynslan sýnir að viðskipti
sem skipulögð eru til langs tíma
fela í sér sérlega mikla mögu-
leika. Að sjálfsögðu taka Sovét-
ríkin ekki að sér að byggja upp
sérstakan útflutningsiðnað fyrir
ákveðna viðskiptavini á Vestur-
löndum án þess að hafa trygg-
ingu fyrir sölu á framleiðslunni
til langs tíma. Sömu sögu er að
segja um innflutning. Það er
ekkert vit í að undirrita samnr
ing um innflutning á tækjum
án þess að hafa tryggingu fyrir
þvi að innflutningnum verði
ekki hætt af einhverjum ástæð-
um sem koma Sovétríkjunum
ekki við.
Allt eru þetta einfaldar stað-
reyndir og ekki frábrugðnar
því sem viðurkennt er í alþjóða-
viðskiptum. En til eru þeir aðil-
ar á Vesturlöndum, sem krefj-
ast þess að eftir þessu sé farið
þegar þeir sjálfir eiga í hlut, en
telja ekki ástæðu til þess þegar
um Sovétríkin er að ræða.
HAGNAÐUR AF ALÞJÓÐ-
LEGRI VERKASKIPTINGU
Sovétríkin hafa aldrei gert ó-
réttláta samninga, ek'ki einu
sinni þegar þau voru tæknilega
langt á eftir helstu kapítalista-
ríkjunum og voru aðeins að
byrja að standa á eigin fótum
efnahagslega. Það væri því fár-
ánlegt að ætlast til þess að þau
byrjuðu á því núna, þegar þau
eru orðin að voldugu iðnríki og
hafa forystuhlutverk með hönd-
um á ýmsum mikilvægum svið-
um iðnaðar, tækni og vísinda.
Nú á dögum fyrirfinnst ekki
það vandamál, fjárhagslegt eða
tæknilegt, sem Sovétríkin geti
ekki ráðið framúr, annaðhvort
uppá eigin spýtur eða í sam-
vinnu við hin sósíalísku löndin.
En við viljum ógjarna verða af
þeim gagnkvæma hagnaði sem
fólginn er í alþjóðlegri verka-
skiptingu á breiðari grundvelli,
þ.e.a.s. milli ríkja sem búa við
ólíkt stjórnskipulag. Sovétríkin
bjóða öllum samstarf á grund-
velli jafnréttis og gagnkvæms
hagnaðar, og velja síðan úr til-
boðunum sem þeim berast. Ef
bandarískt fyrirtæki er ekki
reiðubúið að taka að sér sovéskt
verkefni er gerður samningui'
við fyrirtæki í V-Evrópu eða
Japan. Eins og nú er ástatt í
heiminum, er samkeppnin meiri
meðal þeirra sem taka að sér
verkefni heldur en þeirra sem
bjóða þau út.
ÁSTÆÐULAUS ÓTTI
Uppá síðkastið hefur allmikið
verið um það rætt i borgara-
pressunni, að Sovétríkin hafi
boðið út stór verkefni í Vestui'-
löndum og séu nú komin með
óhagstæðan viðskiptajöfnuð i
mörgum tiIfeUum. Látinn er í
ljós ótti um að Sovétríkin reyn-
ist ekki fær um að borga lánin
þegar þar að kemur. Hinsvegar
láta fyrirtækin sem hafa lánað
Sovétríkjunum aldrei í ljós slík-
an ótta. Stjórnendur þeirra vita
mætavel, að þegar um lán er að
ræða líður langur tími frá því
lánið er veitt og þar til kemur
að skuldadögunum. Sovétríkin
hafa meðal annars gert samn-
inga á grundvelli uppbóta, þ.e.
þau hafa fengið lán til að reisa
nokkur fyrirtæki með því skil-
yrði að láta af hendi hluta fram-
leiðslu þeirra þegar þar að kem-
ur. Tæki og vélar eru þá skráð
kreditmegin í bókhaldinu, en
útflutningur framleiðslunnar
hefst þegar fyrirtækið byrjar
framleiðslu og er gert ráð fyrir
því í samningunum. Það er erf-
itt að trúa því, að höfundar
kenninganna um lánstrausts-
leysi Sovétríkjanna skrifi í á-
hrifamikil blöð án þess að hafa
vitneskju um svo einföld atriði.
Um hvað ætla þeir að skrifa
þegar málin hafa snúist við og
útfjutningur er hafinn á fram-
leiðslu þeirra fyrirtækja sem nú
er verið að flytja inn tæki og
vélar í? Þá er hætt við að við-
skiptajöfnuðurinn verði óhag-
stæður fyrir einhvern annan en
Sovétríkin.
FV 5 1976
19