Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 23

Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 23
Norræni lýðháskólinn í Kungialv. Skólahúsin eru í fögru umhverfi og aðstaða nemenda er öll með miklum ágætum. beint samband við ákveðna em- bættismenn í ráðuneytum í höfuðborgum Norðurlandanna til að greiða fyrir störfum nefndanna. Til viðbótar við þessar nefndir kjörinna full- trúa starfa embættismanna- nefndir að ýmsum málum. ÁHUGI ANNARRA RÍKJA Hjá skrifstofu Norðurlanda- ráðs í Stokkhólmi er miklu starfi varið til kynningar á Norðurlöndunum gagnvart al- menningi, stofnu-num og ríkis- stjórnum annarra landa. Þann- ig gefur -þessi skrifstofa út ár- lega tölfræðibók fyrir Norður- löndin með mjög ítarlegum upplýsingum. Niðurstöður funda og ráðstefna eru kynnt- ar í upplýsingaritum á ensku og frönsku. Vaxandi áhuga er- lendra ríkisstjórna á störfum Norðurlandaráðs hefur greini- lega orðið vart á siðustu árum. Á þetta við um Efnahags- bandalagslöndin, ríkin á Balk- anskaga og þá einkum Rúmen- íu. Einnig fjarlægari lönd eins og Filipseyjar. Virðist sem margar erlendar ríkisstjórnir vilji leita fyrirmynda í því, sem er að gerast á vettvangi nor- rænnar samvinnu. í samtölum okkar við starfs- menn Norðurlandaráðs var vik- ið að starfsháttum ráðsins sjálfs, þ.e. þingmannasamkom- unnar og hvort seinagangur á afgreiðslu mála væri þar ekki nokkuð áberandi. Þá var rifj- aður upp fyrir okkur sá að- dragandi sem er að -flutningi tillagna einstakra þingman-na á fundum ráðsins. Þær eru send- ar fjölmörgum aðilum á öllum Norðurlöndum til umsagnar og síðan fara þær til nefnda ráðs- ins, sem semja um þær álits- gerðir. Síðan eru málin tekin fyrir á Norðurlandaráðsfund- um og afgreidd þaðan sem á- skoranir til ríkisstjórna Norður- landan-na um aðgerðir í vissum málum, því að meira er vald- svið ráðsins ekki. Á fundum þessum geta fulltrúar beint fyr- irspurnum til ráðherra um framgang mála og standa þá ráðherrar allra landa fyrir svör- um, eftir því sem málum er til þeirra beint. Reynslan sýnir að % allra mála, sem fyrir Norð- urlandaráð eru lögð hljóta fullnaðarafgreiðslu en kannski ekki fyrr en tíu eða tólf árum eftir að þau eru fyrst lögð fram. Fyrir þremur árum var kom- ið á sérstakri ráðherranefnd Norðurlandanna til að gera starf ráðsins hraðvirkara auk þess sem margs konar fram- kvæmdamál koma til hennar kasta. Ráðherranefndin hefur skrifstofur í Osló. í Kaup- mannahöfn er á hinn bóginn skrifstofa fyrir menningarmála- starfsemina, en menn-ingar- málanefnd Norðurlandaráðs hefur mest fjármagn til um- ráða af einstökum nefndum. LÝÐHÁSKÓLI í KUNGÁLV Einn þáttur norræns menn- ingarmálasamstarfs birtist okk- ur si^5ur í Kungálv, skammt fyrir vestan Gautaborg, en þar starfar Norræni lýðháskólinn og akademian með námskeiða- haldi sinu, sem fram fer næst- um allt árið um hin margvís- legustu málefni og undir um- sjá hinna færustu fyrirlesara. Magnús Gíslason, fyrrum skóla- stjóri og námsstjóri í Reykja- vík veitir nú norræna lýðh-á- skólanum forstöðu. Hann nam á sínum tíma í Stokkhólmi og hefur kynnzt norrænni sam- vinnu í framkvæmd afar náið auk þess sem hann og kona hans Britta hafa verið einstak- lega dugleg við að kynna ís- land og íslenzk málefni fyrir Svíum þann tíma, sem þau hafa búið ytra. Hefur Magnús þá gjarnan sjálfur kyn-n-t íslenzka tónlist með söng sínum og Britta spilað undir. Magnús sagði að meðal greinilegustu dæma um raun- -hæft samstarf Norðurlandanna á sviði menningarmála væru Norræna húsið, norræni menn- ingarmálasjóðurinn og skóli-nn í Kungálv, sem er sjálfseignar- stofnun og stendur þess vegna aðeins utan við starfsemi Norð- urlandaráðs. AÐDRAGANDINN Magnús rakti fyrir okkur að- draganda þess Norðurlanda- samstarfs, sem við þekkjum í dag og norrænu félögin voru fyrst og fremst hvatinn að. Þau voru stofnuð 1919 sem áhuga- ma-nnasamtök í framhaldi af samstarfi þriggja Norðurlanda- þjóðanna í fyrri heimsstyrjöld- inni. Allar götur síðan hafa helztu stjórnmálamenn á Norð- urlöndunum og framámenn í hinum ýmsu sviðum í hverju landi, ekki sízt í menningar- málum, verið í fararbroddi hjá Norrænu félögunum. Magnús sagði, að félögi-n hefðu fallið ör- lítið í skuggann síðustu árin en því yrði ekki á móti mælt, að flest mál, sem Norðurlandaráð hefur fengið til meðferðar eftir stofnun þess 1952 hafi verið undirbúin að verulegu leyti og vandlega rædd hjá norrænu félögunum fyrr á árum. LOSNAR UM BÖNDIN „Áhugamenn um norrænt samstarf voru afar bjartsýnir á framtíð þess fram til Norður- landaráðsfundari-ns í Reykjavík 1970, þegar NORDEK-málin voru til úrslitaákvörðunar. Sú efnahagssamvinna, sem ger-t var ráð fyrir í áætlunum um NORDEK, hefði getað opnað mikla möguleika í Norðurlanda- samstarfi en þróunin hefur orð- ið önnur. Danmörk er komin í FV 5 1976 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.