Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 23
Norræni lýðháskólinn í Kungialv. Skólahúsin eru í fögru umhverfi
og aðstaða nemenda er öll með miklum ágætum.
beint samband við ákveðna em-
bættismenn í ráðuneytum í
höfuðborgum Norðurlandanna
til að greiða fyrir störfum
nefndanna. Til viðbótar við
þessar nefndir kjörinna full-
trúa starfa embættismanna-
nefndir að ýmsum málum.
ÁHUGI ANNARRA RÍKJA
Hjá skrifstofu Norðurlanda-
ráðs í Stokkhólmi er miklu
starfi varið til kynningar á
Norðurlöndunum gagnvart al-
menningi, stofnu-num og ríkis-
stjórnum annarra landa. Þann-
ig gefur -þessi skrifstofa út ár-
lega tölfræðibók fyrir Norður-
löndin með mjög ítarlegum
upplýsingum. Niðurstöður
funda og ráðstefna eru kynnt-
ar í upplýsingaritum á ensku
og frönsku. Vaxandi áhuga er-
lendra ríkisstjórna á störfum
Norðurlandaráðs hefur greini-
lega orðið vart á siðustu árum.
Á þetta við um Efnahags-
bandalagslöndin, ríkin á Balk-
anskaga og þá einkum Rúmen-
íu. Einnig fjarlægari lönd eins
og Filipseyjar. Virðist sem
margar erlendar ríkisstjórnir
vilji leita fyrirmynda í því, sem
er að gerast á vettvangi nor-
rænnar samvinnu.
í samtölum okkar við starfs-
menn Norðurlandaráðs var vik-
ið að starfsháttum ráðsins
sjálfs, þ.e. þingmannasamkom-
unnar og hvort seinagangur á
afgreiðslu mála væri þar ekki
nokkuð áberandi. Þá var rifj-
aður upp fyrir okkur sá að-
dragandi sem er að -flutningi
tillagna einstakra þingman-na á
fundum ráðsins. Þær eru send-
ar fjölmörgum aðilum á öllum
Norðurlöndum til umsagnar og
síðan fara þær til nefnda ráðs-
ins, sem semja um þær álits-
gerðir. Síðan eru málin tekin
fyrir á Norðurlandaráðsfund-
um og afgreidd þaðan sem á-
skoranir til ríkisstjórna Norður-
landan-na um aðgerðir í vissum
málum, því að meira er vald-
svið ráðsins ekki. Á fundum
þessum geta fulltrúar beint fyr-
irspurnum til ráðherra um
framgang mála og standa þá
ráðherrar allra landa fyrir svör-
um, eftir því sem málum er til
þeirra beint. Reynslan sýnir að
% allra mála, sem fyrir Norð-
urlandaráð eru lögð hljóta
fullnaðarafgreiðslu en kannski
ekki fyrr en tíu eða tólf árum
eftir að þau eru fyrst lögð fram.
Fyrir þremur árum var kom-
ið á sérstakri ráðherranefnd
Norðurlandanna til að gera
starf ráðsins hraðvirkara auk
þess sem margs konar fram-
kvæmdamál koma til hennar
kasta. Ráðherranefndin hefur
skrifstofur í Osló. í Kaup-
mannahöfn er á hinn bóginn
skrifstofa fyrir menningarmála-
starfsemina, en menn-ingar-
málanefnd Norðurlandaráðs
hefur mest fjármagn til um-
ráða af einstökum nefndum.
LÝÐHÁSKÓLI í KUNGÁLV
Einn þáttur norræns menn-
ingarmálasamstarfs birtist okk-
ur si^5ur í Kungálv, skammt
fyrir vestan Gautaborg, en þar
starfar Norræni lýðháskólinn
og akademian með námskeiða-
haldi sinu, sem fram fer næst-
um allt árið um hin margvís-
legustu málefni og undir um-
sjá hinna færustu fyrirlesara.
Magnús Gíslason, fyrrum skóla-
stjóri og námsstjóri í Reykja-
vík veitir nú norræna lýðh-á-
skólanum forstöðu. Hann nam
á sínum tíma í Stokkhólmi og
hefur kynnzt norrænni sam-
vinnu í framkvæmd afar náið
auk þess sem hann og kona
hans Britta hafa verið einstak-
lega dugleg við að kynna ís-
land og íslenzk málefni fyrir
Svíum þann tíma, sem þau hafa
búið ytra. Hefur Magnús þá
gjarnan sjálfur kyn-n-t íslenzka
tónlist með söng sínum og
Britta spilað undir.
Magnús sagði að meðal
greinilegustu dæma um raun-
-hæft samstarf Norðurlandanna
á sviði menningarmála væru
Norræna húsið, norræni menn-
ingarmálasjóðurinn og skóli-nn
í Kungálv, sem er sjálfseignar-
stofnun og stendur þess vegna
aðeins utan við starfsemi Norð-
urlandaráðs.
AÐDRAGANDINN
Magnús rakti fyrir okkur að-
draganda þess Norðurlanda-
samstarfs, sem við þekkjum í
dag og norrænu félögin voru
fyrst og fremst hvatinn að. Þau
voru stofnuð 1919 sem áhuga-
ma-nnasamtök í framhaldi af
samstarfi þriggja Norðurlanda-
þjóðanna í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Allar götur síðan hafa
helztu stjórnmálamenn á Norð-
urlöndunum og framámenn í
hinum ýmsu sviðum í hverju
landi, ekki sízt í menningar-
málum, verið í fararbroddi hjá
Norrænu félögunum. Magnús
sagði, að félögi-n hefðu fallið ör-
lítið í skuggann síðustu árin en
því yrði ekki á móti mælt, að
flest mál, sem Norðurlandaráð
hefur fengið til meðferðar eftir
stofnun þess 1952 hafi verið
undirbúin að verulegu leyti og
vandlega rædd hjá norrænu
félögunum fyrr á árum.
LOSNAR UM BÖNDIN
„Áhugamenn um norrænt
samstarf voru afar bjartsýnir á
framtíð þess fram til Norður-
landaráðsfundari-ns í Reykjavík
1970, þegar NORDEK-málin
voru til úrslitaákvörðunar. Sú
efnahagssamvinna, sem ger-t
var ráð fyrir í áætlunum um
NORDEK, hefði getað opnað
mikla möguleika í Norðurlanda-
samstarfi en þróunin hefur orð-
ið önnur. Danmörk er komin í
FV 5 1976
21