Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 24

Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 24
Lars Helgen, blaðamaður Göteborgs Posten við íslandskortið sitt. Hann var á sínum tínia í síld á Sigló en hefur síðan komið marg- sinnis til íslands sem blaðamaður. samstarfshóp með öðrum ríkj- um og á í æ ríkara mæli sam- leið með þeim í brýnustu milli- ríkjamálum fremur en hinum Norðurlöndunum“, sagði Magn- ús Gíslason. Magnús sagði sérstaklega skemmtilegan anda ríkja á lýð- 'háskólanum, þar sem saman voru komnir í vetur 86 nem- endur frá öllum Norðurlöndun- um, þar af 10 íslendingar. Nem- endur hafa misjafna undirbún- ingsmenntun þegar þeir koma í skólann í Kungálv, þar sem þeir stunda nám í einn vetur. Undanfarið hafa 20—40% nem- endanna verið með stúdents- próf og viljað gefa sér tóm til að átta sig betur á framhalds- menntun í háskóla meðan þeir hafa dvalizt í Kungálv og stundað þar nám. SÆNSKA RÍKIÐ STYRKIR SKÓLANN Það er sænska ríkið, sem styrkir skólann í Kungálv mjög verulega en nemendur verða sjálfir að greiða 1200 sænskar krónur í skólagjöld. Meðan við dvöldumst í Kungálv voru flestir nemendur skólans í nokkurra daga kynnisferðum í nágrannalöndunum, en slíkar ferðir eru farnar reglulega. Áberandi er líka, hvað aðbún- aður í heimavist skólans er góður en eins og áður segir búa nemendurnir í litlum íbúðar- húsum á skólalóðinni og hefur hver sitt eigið herbergi með húsgögnum. Þá er þess og að geta, að í Gautaborg starfar sérstakur skóli fyrir leiðtoga í félags- starfi æskufólks, sem einnig heyrir undir lýðháskólann í í Kungálv. Þar stunda nú 170 nemendur nám og hafa a.m.k. tveir íslendingar lokið námi þaðan. Nordens Folkliga Akademi er stofnun', sem heldur allmörg styttri námskeið árlega í húsa- kynnum lýðháskólans í Kung- álv. Þar er fjallað um ýmisleg þjóðfélagsfræði og hafa sér í lagi kennarar sýnt námskeið- um akademíunnar áhuga. Magnús Gíslason sagði, að því miður hefði þátttaka af íslandi í þessum námskeiðum ekki ver- ið eins mikil og æskilegt væri miðað við gæði námskeiðanna og það gagn, sem af þeim mætti hafa. Menntamálaráðuneytið hefur veitt einhverja styrki til handa þeim íslendingum, sem á námskeið þessi hafa farið en þátttakendur verða sjálfir að greiða ferðalögin. í HEIMSÓKN HJÁ GÖTEBORGS POSTEN Þessari heimsókn okkar til Gautaborgar lukum við síðan með stuttu innliti í aðalskrif- stofur Göteborgs Posten, sem er eitt stærsta dagblaðið í Svíþjóð en er fyrst og fremst dagblað Gautaborgar og hérað- anna næstu við borgima. Blaðið kemur út í 310 þús. eintökum daglega en sama útgáfufélag gefur út síðdegisblaðið G.T. eða Göteborgs Tidningen, sem gefið er út í 95 þús. eintökum á virk- um dögum. Göteborgs Posten birtir meiri og ítarlegri fréttir frá íslandi en nokkurt annað blað í Sví- þjóð og jafnvel á það Norður- landamet að þessu leyti. í við- tali við ritstjórann Lars Borg- ström og Lars Helgen, blaða- mann, kom fram, að skrif blaðs- ins um íslenzk málefni ættu kannski fyrst og fremst rætur að rekja til þeirrar áherzlu, sem blaðið leggur á fréttir af fisk- veiðum og fiskiðnaði. Fiski- skipaútgerð er talsverð í Gauta- borg og í Bohusléni, þar sem blaðið er útbreitt meðal fiski- manna. Stór hluti lesendanna hefur þess vegna mikinn áhuga á mörgu því, sem er að gerast á íslandi og á þetta þó sérstak- lega við þegar landhelgi ís- lands er færð út og deilur og átök hefjast með íslendingum og Bretum. Þá á ísland mikinn hauk í horni, þar sem er einn af rit- stjórum blaðsins, Aksel Mit- ander, en hann hefur lifandi áhuga á íslenzkum málefnum, er frægur frímerkjasafnari og hefur eignazt marga vini með sameiginleg áhugamál hér á ís- landi. Ritstjórar og blaðamenn Göteborgs Posten hafa oft til íslands komið og hitt hér ráð- herra og aðra forystumenn að máli, þannig að þeir eru vel að sér um íslenzk málefni. Þegar gosið í Vestmannaeyj- um hófst 1973 hóf Göteborgs Posten mikla söfnun til styrktar Vestmannaeyingum og söfnuð- ust samtals í henni um 2 millj- ónir sænskra króna. Var þetta fyrsta merki um þá samúð, sem Vestmannaeyingar nutu á Norð- urlöndunum og síðar átti eftir að koma fram með ýmsum öðr- um hætti. 22 FV 5 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.