Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 24
Lars Helgen, blaðamaður Göteborgs Posten við íslandskortið sitt.
Hann var á sínum tínia í síld á Sigló en hefur síðan komið marg-
sinnis til íslands sem blaðamaður.
samstarfshóp með öðrum ríkj-
um og á í æ ríkara mæli sam-
leið með þeim í brýnustu milli-
ríkjamálum fremur en hinum
Norðurlöndunum“, sagði Magn-
ús Gíslason.
Magnús sagði sérstaklega
skemmtilegan anda ríkja á lýð-
'háskólanum, þar sem saman
voru komnir í vetur 86 nem-
endur frá öllum Norðurlöndun-
um, þar af 10 íslendingar. Nem-
endur hafa misjafna undirbún-
ingsmenntun þegar þeir koma í
skólann í Kungálv, þar sem
þeir stunda nám í einn vetur.
Undanfarið hafa 20—40% nem-
endanna verið með stúdents-
próf og viljað gefa sér tóm til
að átta sig betur á framhalds-
menntun í háskóla meðan þeir
hafa dvalizt í Kungálv og
stundað þar nám.
SÆNSKA RÍKIÐ STYRKIR
SKÓLANN
Það er sænska ríkið, sem
styrkir skólann í Kungálv mjög
verulega en nemendur verða
sjálfir að greiða 1200 sænskar
krónur í skólagjöld. Meðan við
dvöldumst í Kungálv voru
flestir nemendur skólans í
nokkurra daga kynnisferðum í
nágrannalöndunum, en slíkar
ferðir eru farnar reglulega.
Áberandi er líka, hvað aðbún-
aður í heimavist skólans er
góður en eins og áður segir búa
nemendurnir í litlum íbúðar-
húsum á skólalóðinni og hefur
hver sitt eigið herbergi með
húsgögnum.
Þá er þess og að geta, að í
Gautaborg starfar sérstakur
skóli fyrir leiðtoga í félags-
starfi æskufólks, sem einnig
heyrir undir lýðháskólann í
í Kungálv. Þar stunda nú 170
nemendur nám og hafa a.m.k.
tveir íslendingar lokið námi
þaðan.
Nordens Folkliga Akademi er
stofnun', sem heldur allmörg
styttri námskeið árlega í húsa-
kynnum lýðháskólans í Kung-
álv. Þar er fjallað um ýmisleg
þjóðfélagsfræði og hafa sér í
lagi kennarar sýnt námskeið-
um akademíunnar áhuga.
Magnús Gíslason sagði, að því
miður hefði þátttaka af íslandi
í þessum námskeiðum ekki ver-
ið eins mikil og æskilegt væri
miðað við gæði námskeiðanna
og það gagn, sem af þeim mætti
hafa. Menntamálaráðuneytið
hefur veitt einhverja styrki til
handa þeim íslendingum, sem
á námskeið þessi hafa farið en
þátttakendur verða sjálfir að
greiða ferðalögin.
í HEIMSÓKN HJÁ
GÖTEBORGS POSTEN
Þessari heimsókn okkar til
Gautaborgar lukum við síðan
með stuttu innliti í aðalskrif-
stofur Göteborgs Posten, sem
er eitt stærsta dagblaðið í
Svíþjóð en er fyrst og fremst
dagblað Gautaborgar og hérað-
anna næstu við borgima. Blaðið
kemur út í 310 þús. eintökum
daglega en sama útgáfufélag
gefur út síðdegisblaðið G.T. eða
Göteborgs Tidningen, sem gefið
er út í 95 þús. eintökum á virk-
um dögum.
Göteborgs Posten birtir meiri
og ítarlegri fréttir frá íslandi
en nokkurt annað blað í Sví-
þjóð og jafnvel á það Norður-
landamet að þessu leyti. í við-
tali við ritstjórann Lars Borg-
ström og Lars Helgen, blaða-
mann, kom fram, að skrif blaðs-
ins um íslenzk málefni ættu
kannski fyrst og fremst rætur
að rekja til þeirrar áherzlu, sem
blaðið leggur á fréttir af fisk-
veiðum og fiskiðnaði. Fiski-
skipaútgerð er talsverð í Gauta-
borg og í Bohusléni, þar sem
blaðið er útbreitt meðal fiski-
manna. Stór hluti lesendanna
hefur þess vegna mikinn áhuga
á mörgu því, sem er að gerast á
íslandi og á þetta þó sérstak-
lega við þegar landhelgi ís-
lands er færð út og deilur og
átök hefjast með íslendingum
og Bretum.
Þá á ísland mikinn hauk í
horni, þar sem er einn af rit-
stjórum blaðsins, Aksel Mit-
ander, en hann hefur lifandi
áhuga á íslenzkum málefnum,
er frægur frímerkjasafnari og
hefur eignazt marga vini með
sameiginleg áhugamál hér á ís-
landi. Ritstjórar og blaðamenn
Göteborgs Posten hafa oft til
íslands komið og hitt hér ráð-
herra og aðra forystumenn að
máli, þannig að þeir eru vel að
sér um íslenzk málefni.
Þegar gosið í Vestmannaeyj-
um hófst 1973 hóf Göteborgs
Posten mikla söfnun til styrktar
Vestmannaeyingum og söfnuð-
ust samtals í henni um 2 millj-
ónir sænskra króna. Var þetta
fyrsta merki um þá samúð, sem
Vestmannaeyingar nutu á Norð-
urlöndunum og síðar átti eftir
að koma fram með ýmsum öðr-
um hætti.
22
FV 5 1976