Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 26

Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 26
Greinar og viilBI Dýrasta orka í heimi? Grein eftir Leó IVI. Jónsson, tæknifræðing Okkur íslendingum hefur löngum verið talin trú um að ódýr orka væri ein af okkar stærstu náttúruauðlindum. Stóriðjudraumar hafa fram til þessa byggst á þessari gefnu forsendu. Sífelldar hækkanir á raforkuverði til heimilisnota virðast nú hafa orðið til þess, að hinum almenna borgara sé farið að blöskra og brátt muni mælirinn fullur. Samtímis því sem hækkanir á raforku til heimilisnota eru okkar daglega vandamál, er rætt um ævintýralegt afsláttar- verð á raforku til væntanlegr- ar stóriðju. Þrátt fyrir karp á alþingi um það hvaða formúlu skuli beitt þegar meta á hvort verð til stóriðju sé hagkvæmt eða ekki og fyrir hvern, eru landsmenn að sjá betur og bet- ur þá staðreynd, að það eru heimilin í landinu sem eru og verða látin greiða niður raf- orkuverð til stóriðju. # Orkubúskapur í ólestri Það kemur manni óneitan- lega spánskt fyrir sjónir, að raforka framleidd með diesel- stöðvum t.d. í Kanada er allt að 40% ódýrari til heimilis- nota en á íslandi. í Nova Scotia sem er helmingi minna en ísland með 750 þúsund íbúa er rafmagn framleitt með dies- elstöðvum, og er raforka til heimilisnota um 40% ódýrari en hér í Reykjavík. Auk þess er iðnaðarrafmagn og rafmagn til annars atvinnurekstrar ó- dýrara þar, en hér er slíkt raf- magn mun dýrara en til heim- ilanna. Þar eru lægstu verka- mannalaun rúmlega helmingi hærri en hér og gefur það nokkra vísbendingu um hvað felst í hugtakinu „ódýr íslensk orka“. Það er orðið meira en tíma- bært, að íslendingar geri sér grein fyrir því, að þeir eru komnir á villigötur í raforku- málum. Þetta vandamál er ekki hægt að fela lengur. Yfirstjórn raforkumála ætti að sýna þann manndóm að viðurkenna þessa staðreynd. Það er forsenda þess að hægt sé að taka þessi mál til meðferðar af alvöru og festu. Menn sem þekkja vel til þessara mála telja að íslensk raforka sé ein sú dýrasta, ef ekki aldýrasta orka í heimi. Nú skal hitaveita hækka um 27% og er það rétt ein hækk- unin í viðbót. Ef aðflutnings- gjöld væru felld niður af gas- olíu til húshitunar myndi brátt koma að því að hitaveitan gæti ekki lengur keppt við olíu- kyndingu til húshitunar, þrátt fyrir orkukreppu og olíuverð- hækkanir. Þá er ekki úr vegi að benda á að rafmagnsverð hefur hækk- að meira en verkamannakaup á undanförnum árum hér- lendis. # Eru virkjanir arðbær f jarfesting ? Menn velta því nú fyrir sér, hvort virkjanir inni á hálend- inu séu ekki orðnar það dýrar í framkvæmd, að þær sé ekki lengur hægt að réttlæta nema sem neyðarúrræði vegna raf- orkuskorts, enda séu þær ekki arðbærar í nokkru öðru tilliti. Þessar virkjanir eru fyrst og fremst til komnar vegna skipu- lagsgalla í orkubúskapi þjóðar- innar. Það væri eflaust mjög gagn- legt og ekki síður fróðlegt ef einhver reiknisglöggur sér- fræðingur á þessu sviði tæki sig til og reiknaði út hvað mik- ið rafmagn til heimilisnota myndi þurfa að hækka, ef 10 málmblendiverksmiðjur væru byggðar ásamt tilheyrandi 24 FV 5 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.