Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 41
IMáttúruverndarráð
Urmið að skipulagi aðgerða
í nýjum þjóðgarði
í Jökulsárgljúfrum
Þörf á að varða gönguleiðir í óbyggðum
Um helming af þcirri fjörtíu milljón króna fjárveitingu sem Náttúruverndarráð hefur til ráðstöf-
unar á þessu ári verður varið til framkvæmda í þjóðgörðunum í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum
með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir fcrðafólk og stuðla jafnframt að vernd'un umhverfisins á
þcssum fjölsóttu stöðum.
Árni
Reynisson
fram-
kvæmda-
stjóri
Náttúru-
verndar-
ráðs.
Reyndar er aðstaðan í Skafta-
felli samkvæmt áætlunum ráðs-
ins að miklu leyti fullgerð. Þar
er sjö hektara svæði ætlað fyr-
ir tjaldstæði og á því veitinga-
búð og snyrtiskáli ásamt íbúð-
um fyrir gæzlufólk. Þetta svæði
er opið fyrir ferðafólk á tíma-
bilinu frá byrjun júní út sept-
ember og er gjald á því svipað
og gerist á öðrum skipulögðum
tjaldstæðum á landinu.
# 20 þús. gistinætur í
Skaftafelli
í viðtali við Árna Reynisson
framkvæmdastjóra Náttúru-
verndarráðs kom fram, að í
Skaftafelli í Öræfum voru gisti-
nætur á tjaldstæðinu hátt í 20
þús. í fyrra en þrátt fyrir auk-
inn ferðamannastraum þar
eystra, einkanlega eftir opnun
hringvegarins, hefði ekki orðið
vart við nein teljandi vandamál
vegna spillingar landsins eða
slæmrar umgengni gesta. Þvert
á móti væru þau vandamál
minni en almennt hafði verið
reiknað með þegar Öræfasveit-
in komst þannig í alfaraleið.
í Jökulsárgljúfrum, frá Detti-
fossi og niður í Ásbyrgi eru aft-
ur á móti vandamál á ferðinni,
sem úrlausnar bíða hjá Nátt-
úruverndarráði. Þar er einnig
þjóðgarður en umferð um svæð-
ið var þegar orðin mjög mikil,
er Náttúruverndarráð tók við
umsjón með þvi. Vegur liggur
með gljúfrinu vestanverðu
framhjá ýmsum sérkennilegum
náttúrufyrirbærum eins og
Hljóðaklettum, þar sem hafa
þarf mikla aðgát ef takast á
að vernda þau. Undanfarin tvö
sumur hefur ráðið látið fyl-gj-
ast með ferðamennsku á þess-
urn slóðum og í fyrra komu
þangað um 10 þúsund manns
yfir sumarið, hafði fjölgað um
helming milli ára. Vegurinn,
sem farinn er, getur orðið ill-
fær í vondum veðrum og út frá
honum myndast traðir, sem eru
til lýta. Vegagerð er því einn
þáttur í verkefninu, sem þarna
bíður úrlausnar. Þá hafa nátt-
úrufræðingur og arkitekt enm
fremur verið að huga að heppi-
legu frambúðartjaldstæði, sem
hugsanlegt er að myndað verði
utarlega í Ásbyrgi. Liggja til-
lögur nú fyrir til athugunar í
sumar en framkvæmdir geta
væntanlega hafizt á næsta ári.
Gerð göngubrúar yfir gljúfrið
við Vígabjarg er lika til athug-
unar en með því myndi opnast
hringleið þarna um, milli brúar
á þjóðveginum og göngubrúar,
með 20 km vegalengd á milli
þeirra.
# Þjóðgarður undir
Jökli?
Aðspurður sagði Árni að ekki
væri komið að ákvörðunum um
fleiri þjóðgarða en því væri
ekki að leyna, að svæðið undir
Jökli hefði komið til tals í því
FV 5 1976
39