Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 52
Á ferða-
skrifstofu
Úlfars
Jacobsen.
Frá vinstri:
Auður
Jacobsen,
Bára
Jacobsen,
kona Úlfars,
Soffía
Jacobsen,
Úlfar og
Njáll
Símonar-
son, fram-
kv.stjóri.
ekki haft neina reynslu af
skipulagningu og framkvæmd
innanlandsferða.. Nú þurfa að
koma til skýr ákvæði um, hvað
má og hvað ekki má í þessum
efnum.
Og svo víkjum við talinu að
reynslu Úlfars Jacobsen í ferða-
málum.
FV.: — Hvað er langt síðan
þú fórst að hafa afskipti af
ferðamannaþjónustu á íslandi?
Úlfar: — Það mun hafa verið
um 1949—50, sem áhugi minn
vaknaði fyrir óbyggðaferðum,
fyrst í smáum stil og þá helzt
um helgar og varð þá Þórsmörk
vinsælust.
FV.: — Þú þóttir hrókur alls
fagnaðar í Þórsmerkurferðum
hér fyrrum, þegar reykvískir
unglingar fóru að slctta úr
klaufunum úti í guðs grænni
náttúrunni um helgar. Hvemig
upplifðir þú þessi fcrðalög á sín-
um tíma?
Úlfar: — Maður reyndi að
halda uppi fjöri og sá þá fljótt
að meira þurfti til en tómar
hendumar og var þá gripið til
gítarsins og sameinast í leik og
söng. Á ég margar ógleyman-
legar endurminningar frá þess-
um árum og enn þann dag í dag
hitti ég fólk, sem þakkar mér
þegar það minnist þessara
ferða. Þarna var byrjað að
kyrja alls kyns „Þórsmerkur-
ljóð“, mest eftir Sigurð Þórar-
insson og reyndar fleiri. Ung-
lingarnir höfðu ánægju af þessu
og fóm margir í fleiri ferðir
með mér fyrir bragðið.
FV.: — Steðjuðu ekki oft ým-
is konar vandamál að, þegar
gleðilætin náðu hámarki? Áttu
ekki einhverja minnisstæða
sögu frá þessum árum?
Úlfar: — Það kom að því, að
það var orðið svo vinsælt að
fara í Þórsmörk um verzlunar-
mannahelgina, að ég sá að ekki
dugði að flytja fólkið bara á
staðinn, heldur varð að koma
einhver afþreying fyrir það. Þá
datt mér í hug að leita til vin-
sælla skemmtikrafta. Fyrst var
það Savannatríóið, þá hljóm-
sveitin Sóló, og eftirspurnin
minnkaði nú ekki við þetta.
Hófst mikill undirbúningur,
smíðaður var pallur fyrir
hljómsveitina og reynt að skipu-
leggja allt sem bezt. Ákveðið
var í samráði við Æskulýðsráð
að séra Bragi Friðriksson færi
með og ætlaði hann að ræða við
unglingana. Mér datt aftur á
móti ekki í hug að það mættu
margir kl. 10 á sunnudags-
morgni til að hlýða á predikun.
En þá kom að því, sem mér er
minnisstæðast úr þessum ferð-
um, en það er einmitt þessi
helgistund. Það voru allir
mættir og Bragi talaði svo fal-
lega til unglinganna að ég
gleymi því aldrei.
Það voru aldrei nein vanda-
mál í sambandi við skemmti-
haldið. Mörkin ómaði af gleði
og söng og allir voru sammála
um að skemmta sér sem best.
Helzta vandamálið var kannski
að flytja á einum degi til baka,
það sem var flutt inn eftir á
tveimur dögum. En allt bjarg-
aðist þetta, og voru þeir miklu
fleiri sem voru ánægðir heldur
en óánægðir. Man ég að séra
Bragi kom til mín eftir á og
þakkaði mér fyrir góða skipu-
lagningu á þessu öllu.
FV.: — Hver voru svo til-
drögin að því að þú fórst að
skipuleggja hálendisferðir með
útlendinga?
Úlfar: — Ég hafði sett upp
smáferðaskrifstofurekstur niðri
í Austurstræti 9 og var þar með
eitt skrifborð og síma. Ég aug-
lýsti hálendisferðir og fékk 80
—100 manns í þær næstum um
hverja helgi. Það voru farnar
ýmsar fjallaleiðir í þessum
ferðum og jafnvel vegleysur
líka. Svo var það að útlending-
ar tóku að slást með í hópinn og
ég man sérstaklega að eitt sinn
fór með okkur danskur for-
stjóri samvinnufélaganna úti á
Jótlandi. Hann lýsti þvi fyrir
mér hvernig hægt væri að laða
erlenda ferðamenn hingað til
þess að skoða þetta dásamlega
land. Ég held að þarna hafi
kviknað á kveikjunni, með
þessu rabbi mínu við Danann,
og upp úr því fór ég að kanna
málið betur.
Mér datt í hug að fara er-
lendis og með stuðningi frá
flugfélögunum báðum og þeirra
umboðsmönnum erlendis varð
mér þó nokkuð ágengt.
í fyrstu ferð minni til Kaup-
mannahafnar í þessu sambandi
50
FV 5 1976