Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 52
Á ferða- skrifstofu Úlfars Jacobsen. Frá vinstri: Auður Jacobsen, Bára Jacobsen, kona Úlfars, Soffía Jacobsen, Úlfar og Njáll Símonar- son, fram- kv.stjóri. ekki haft neina reynslu af skipulagningu og framkvæmd innanlandsferða.. Nú þurfa að koma til skýr ákvæði um, hvað má og hvað ekki má í þessum efnum. Og svo víkjum við talinu að reynslu Úlfars Jacobsen í ferða- málum. FV.: — Hvað er langt síðan þú fórst að hafa afskipti af ferðamannaþjónustu á íslandi? Úlfar: — Það mun hafa verið um 1949—50, sem áhugi minn vaknaði fyrir óbyggðaferðum, fyrst í smáum stil og þá helzt um helgar og varð þá Þórsmörk vinsælust. FV.: — Þú þóttir hrókur alls fagnaðar í Þórsmerkurferðum hér fyrrum, þegar reykvískir unglingar fóru að slctta úr klaufunum úti í guðs grænni náttúrunni um helgar. Hvemig upplifðir þú þessi fcrðalög á sín- um tíma? Úlfar: — Maður reyndi að halda uppi fjöri og sá þá fljótt að meira þurfti til en tómar hendumar og var þá gripið til gítarsins og sameinast í leik og söng. Á ég margar ógleyman- legar endurminningar frá þess- um árum og enn þann dag í dag hitti ég fólk, sem þakkar mér þegar það minnist þessara ferða. Þarna var byrjað að kyrja alls kyns „Þórsmerkur- ljóð“, mest eftir Sigurð Þórar- insson og reyndar fleiri. Ung- lingarnir höfðu ánægju af þessu og fóm margir í fleiri ferðir með mér fyrir bragðið. FV.: — Steðjuðu ekki oft ým- is konar vandamál að, þegar gleðilætin náðu hámarki? Áttu ekki einhverja minnisstæða sögu frá þessum árum? Úlfar: — Það kom að því, að það var orðið svo vinsælt að fara í Þórsmörk um verzlunar- mannahelgina, að ég sá að ekki dugði að flytja fólkið bara á staðinn, heldur varð að koma einhver afþreying fyrir það. Þá datt mér í hug að leita til vin- sælla skemmtikrafta. Fyrst var það Savannatríóið, þá hljóm- sveitin Sóló, og eftirspurnin minnkaði nú ekki við þetta. Hófst mikill undirbúningur, smíðaður var pallur fyrir hljómsveitina og reynt að skipu- leggja allt sem bezt. Ákveðið var í samráði við Æskulýðsráð að séra Bragi Friðriksson færi með og ætlaði hann að ræða við unglingana. Mér datt aftur á móti ekki í hug að það mættu margir kl. 10 á sunnudags- morgni til að hlýða á predikun. En þá kom að því, sem mér er minnisstæðast úr þessum ferð- um, en það er einmitt þessi helgistund. Það voru allir mættir og Bragi talaði svo fal- lega til unglinganna að ég gleymi því aldrei. Það voru aldrei nein vanda- mál í sambandi við skemmti- haldið. Mörkin ómaði af gleði og söng og allir voru sammála um að skemmta sér sem best. Helzta vandamálið var kannski að flytja á einum degi til baka, það sem var flutt inn eftir á tveimur dögum. En allt bjarg- aðist þetta, og voru þeir miklu fleiri sem voru ánægðir heldur en óánægðir. Man ég að séra Bragi kom til mín eftir á og þakkaði mér fyrir góða skipu- lagningu á þessu öllu. FV.: — Hver voru svo til- drögin að því að þú fórst að skipuleggja hálendisferðir með útlendinga? Úlfar: — Ég hafði sett upp smáferðaskrifstofurekstur niðri í Austurstræti 9 og var þar með eitt skrifborð og síma. Ég aug- lýsti hálendisferðir og fékk 80 —100 manns í þær næstum um hverja helgi. Það voru farnar ýmsar fjallaleiðir í þessum ferðum og jafnvel vegleysur líka. Svo var það að útlending- ar tóku að slást með í hópinn og ég man sérstaklega að eitt sinn fór með okkur danskur for- stjóri samvinnufélaganna úti á Jótlandi. Hann lýsti þvi fyrir mér hvernig hægt væri að laða erlenda ferðamenn hingað til þess að skoða þetta dásamlega land. Ég held að þarna hafi kviknað á kveikjunni, með þessu rabbi mínu við Danann, og upp úr því fór ég að kanna málið betur. Mér datt í hug að fara er- lendis og með stuðningi frá flugfélögunum báðum og þeirra umboðsmönnum erlendis varð mér þó nokkuð ágengt. í fyrstu ferð minni til Kaup- mannahafnar í þessu sambandi 50 FV 5 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.