Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 63

Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 63
gaf ein þeirra af sér 18 sek- úndulítra af 68 gráða heitu vatni með dælingu. Sl. vor var svo boruð ein hola til og gaf hún af sér 13 sekúndulítra af jafnheitu vatni sjálfrennandi. Upphaflega var ætlunin að sameina hitaveituna fjarhitun með kyndistöð, en árangurinn af þessari síðustu holu varð til þess að við getum sennil. hætt við kyndistöðina. Þetta kæmi sér vel hvað snertir rekstrar- kostnað í framtíðinni, en stofn- kostnaðurinn hefði orðið svip- aður. Á sl. ári var lögð aðal- æð inn í bæinn og gengið frá dreifikerfi í % hluta bæjarins eða 107 hús. Á þessu ári er fyrirhugað að bora nýja holu og hefst borunin í maí. Það er talið að um meira heitt vatn sé að ræða þarna en áður var tal- ið og á að dýpka þá holu sem síðast kom vatn úr og bora nýja. Á þessu ári á líka að Ijúka lagningu dreifikerfisins. # Gatnagerð Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur nýlega samþykkt að leggja á gatnagerðargjöld hér, en það hefur ekki verið gert áður. Bú- ið er að gera 10 ára áætlun um gatnagerðina og miðar hún að því að leggja varanlegt slitlag á allar götur bæjarins. Núna eru um 20% af götum steypt- ar hérna og verður haldið á- fram á þeirri braut á Eyrinni, en annars staðar á að leggja malbik. Ekki er ljóst ennþá hver tekur verkið að sér en búast má við að það verði Norðurbraut. Ekki verður lagt neitt af steypu eða malbiki næsta sumar, en skipta á um um jarðveg og endurnýja lagn- ir fyrir 17 milljónir á Eyrinni næsta sumar. Það verk getum við sameinað lagningu dreifi- kerfisins fyrir hitaveituna. — Samkvæmt 10 ára áætluninni er gert ráð fyrir að meðal- kostnaður við gatnagerðina verði 35 milljónir á ári næstu 10 árin og er þá reiknað út frá verðlagi í ágúst 1975. § Hafnarframkvæmdir Á fjárlögum þessa árs voru veittar 20,6 milljónir króna til hafnarframkvæmda á Siglu- firði. Hefja á undirbúning að smíði löndunar- og viðlegu- bryggju fyrir togarana vestan við hafnarbryggjuna. Bærinn leggur 25% á móti ríkinu þann- ig að samtals verður unnið fyr- ir 27,5 milljónir á þessu ári. Hins vegar má segja að þeir peningar fari allir í botninn, því þetta verður lagt í upp- gröft og dýpkun á staðnum. 0 Skipulagsmál Siglufjarðarkaupstaður hefur ráðið arkitektinn Karl Erik Rocksen til að vinna að aðal- skipulagi fyrir bæinn, en þess var orðin brýn þörf. Það var orðið lítið um íbúðarhúsalóðir í bæjarlandinu nema þar sem snjóflóðahætta er fyrir hendi. Nú er gert ráð fyrir að Eyrin verði skipulögð upp á nýtt, að gömul og illa útlítandi hús verði fjarlægð og byggðin þétt með byggingu raðhúsa og fjöl- býlishúsa. — Byggingafram- kvæmdir tóku mikinn fjörkipp á síðasta ári og er eftirspurn eftir byggingalóðum að aukast. # Heilsugæzlustö5 í undirbúningi er bygging heilsugæzlustöðvar fyrir Siglu- fjarðarlæknishérað, sem nær yfir Siglufjörð og Fljótin. Þessi bygging er á algeru áætlunar- stigi ennþá og er ekki ákveðið hvenær verður hafizt handa við hana. # Ráðhúsbygging Bæjarskrifstofurnar á Siglu- firði búa við mikil þrengsli eins og er og er því í ráði að taka tvær fokheldar hæðir of- an við bókasafn Siglufjarðar til notkunar. Eftir er að byggja stigahús við enda hússins til þess að hægt verði að komast upp á hæðirnar, en þegar þessu verður lokið fær bærinn rúm- góða hæð til eigin afnota og mun leigja bæjarfógetaemb- ættinu efstu hæðina. Lítillega var byrjað á þessari fram- kvæmd sl. haust og gert er ráð fyrir áframhaldandi fram- kvæmd á þessu ári. Gestur Fanndal, kaupma'ður. Vantar upplýsingar um verðlag erlendis — Það er gott að versla á þcssum stað og get ég nefnt það sem dæmi, að ég hef ekki þurft a'ð afskrifa skuld síðustu 10 árin þótt cg láni milljónavirði af vörum. Að ráði föður míns þá lána ég þeim sem eru af skil- vísri ætt. „Lánaðu afanuon“, sag'ði hann. Sá sem þetta segir er hinn góðkunni siglfirski kaupmaður Gestur Fanndal, sem samfellt hefur stundað verslun á Siglufirði frá árinu 1934. — Ég byrjaði með matvöru- verslun við Aðalgötuna, sagði Gestur, en flutti hingað í Suð- urgötuna árið 1950. Ég keypti þetta hús rétt fyrir stríðsbyrj- un. Sá sem átti það hafði ekki áhuga á því að fá mikla pen- inga strax, en vildi heldur fá vexti. En svo kom stríðið og FV 5 1976 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.