Frjáls verslun - 01.05.1976, Síða 73
Byggingafélagiö Berg:
Stöðug aukning í
byggingariðnaði
síðasta árið
Sjaldan eins mikið byggt á Siglufirði
— Hér hcfur verið stöðug aukning í byggingariðnaðinum síðasta
árið og sjaldan hefur verið eins mikið byggt hérna eins og árið
1975. Hins vegar hafði verið lægð á þessu sviði um áraraðir áður
en þessi kippur kom í þetta sögðu þeir Þórarinn Vilbergsson og
Steinar Baldvinsson hjá Byggingafélaginu Bcrg á Siglufirði þegar
Frjáls verslun heimsótti þá fyrir skömmu. Það er hlutafélag skip-
að einstaklingum sem stendur að fyrirtækinu og er Þórarinn fram-
kvæmdastjóri en Steinar er skrifstofustjóri.
— Félagið var stofnað árið
1962, sagði Þórarinn. — Við
byggðum verkstæðishús fljót-
lega og tókum síðan Dráttar-
braut Siglufjarðar á leigu frá
Siglufjarðarkaupstað. Á verk-
stæðinu sinnum við innréttinga-
smíði, m.a. í þau hús sem við
byggjum sjálfir, en einnig selj-
um við irmréttingar víða um
land. Verkstæðið nýtist líka í
sambandi við dráttarbrautina.
Þar getum við tekið upp 150
tonna skip. Við sinnum mikið
viðgerðum, en smíðum ekki
skip sjálfir núna. Yfir hörðustu
vetrarmánuðina er að vísu dauf-
legt yfir skipaviðgerðunum.
BYGGÐU 8 LEIGUÍBÚÐIR
í FYRRA
Byggingafélagið Berg gerir
tilboð í hvers konar byggingar
og byggir líka samkvæmt beiðn-
um frá einstaklingum. — Á síð-
asta ári byggðum við 8 leigu-
íbúðir fyrir Siglufjarðarkaup-
stað, sagði Steinar. — Um þess-
ar mundir er verið að ganga frá
þessum íbúðum og verður lok-
ið við að afhenda þær í vor.
Það er ekki alveg ákveðið hvað
verður tekið fyrir af verkefnum
í sumar, en útlit er fyrir að eitt-
hvað verði byggt af leiguíbúð-
um í viðbót og nokkrir einstakl-
ingar hafa verið að spyrjast
fyrir hjá okkur um byggingar
á einbýlis'húsum.
VÉLAKOSTUR
ENDURNÝJAÐUR
Á síðasta ári var byggt við
verkstæði byggingafélagsins og
vélakostur endurnýjaður. —
Þessi mikla aukning í verkefn-
um kallaði á meira pláss og
meiri og betri útbúnað, sagði
Þórarinn. — Það má segja að
við höfum verið með kúfinn
af þeim byggingum sem risu
hér á síðasta ári. Við fengum
lán hjá Iðnlánasjóði til að fjár-
magna þessa stækkun, en ann-
ars höfum við mest viðskipti
við sparisjóðinn hérna. Okkur
hefur yfirleitt gengið vel að út-
vega fé og getum ekki kvartað
yfir neinu á því sviði.
Hjá Byggingafélaginu Berg
hf. vinna yfirleitt 30—40 manns
á sumrin, en rúmlega 20 manns
á veturna, eftir því hversu mik-
ið liggur fyrir af verkefnum. —
Við höfum haft góða iðnaðar-
menn hjá okkur og það hefur
ekki verið skortur á góðu
vinnuafli hér. Það teljum við
líka mikils virði, sögðu þeir fé-
lagar Þórarinn og Steinar að
lokum.
Þegar þér
komið til
Akraness
er
Hótel
Akranes,
BÁRUGÖTU,
SÍMI 93-2020.
• Sjálfkjörinn
ánmgarstaður.
• Gisting.
• Alls konar
veitingar
allan
daginn.
• Veiðileyfi.
FV 5 1976
67