Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 73
Byggingafélagiö Berg: Stöðug aukning í byggingariðnaði síðasta árið Sjaldan eins mikið byggt á Siglufirði — Hér hcfur verið stöðug aukning í byggingariðnaðinum síðasta árið og sjaldan hefur verið eins mikið byggt hérna eins og árið 1975. Hins vegar hafði verið lægð á þessu sviði um áraraðir áður en þessi kippur kom í þetta sögðu þeir Þórarinn Vilbergsson og Steinar Baldvinsson hjá Byggingafélaginu Bcrg á Siglufirði þegar Frjáls verslun heimsótti þá fyrir skömmu. Það er hlutafélag skip- að einstaklingum sem stendur að fyrirtækinu og er Þórarinn fram- kvæmdastjóri en Steinar er skrifstofustjóri. — Félagið var stofnað árið 1962, sagði Þórarinn. — Við byggðum verkstæðishús fljót- lega og tókum síðan Dráttar- braut Siglufjarðar á leigu frá Siglufjarðarkaupstað. Á verk- stæðinu sinnum við innréttinga- smíði, m.a. í þau hús sem við byggjum sjálfir, en einnig selj- um við irmréttingar víða um land. Verkstæðið nýtist líka í sambandi við dráttarbrautina. Þar getum við tekið upp 150 tonna skip. Við sinnum mikið viðgerðum, en smíðum ekki skip sjálfir núna. Yfir hörðustu vetrarmánuðina er að vísu dauf- legt yfir skipaviðgerðunum. BYGGÐU 8 LEIGUÍBÚÐIR í FYRRA Byggingafélagið Berg gerir tilboð í hvers konar byggingar og byggir líka samkvæmt beiðn- um frá einstaklingum. — Á síð- asta ári byggðum við 8 leigu- íbúðir fyrir Siglufjarðarkaup- stað, sagði Steinar. — Um þess- ar mundir er verið að ganga frá þessum íbúðum og verður lok- ið við að afhenda þær í vor. Það er ekki alveg ákveðið hvað verður tekið fyrir af verkefnum í sumar, en útlit er fyrir að eitt- hvað verði byggt af leiguíbúð- um í viðbót og nokkrir einstakl- ingar hafa verið að spyrjast fyrir hjá okkur um byggingar á einbýlis'húsum. VÉLAKOSTUR ENDURNÝJAÐUR Á síðasta ári var byggt við verkstæði byggingafélagsins og vélakostur endurnýjaður. — Þessi mikla aukning í verkefn- um kallaði á meira pláss og meiri og betri útbúnað, sagði Þórarinn. — Það má segja að við höfum verið með kúfinn af þeim byggingum sem risu hér á síðasta ári. Við fengum lán hjá Iðnlánasjóði til að fjár- magna þessa stækkun, en ann- ars höfum við mest viðskipti við sparisjóðinn hérna. Okkur hefur yfirleitt gengið vel að út- vega fé og getum ekki kvartað yfir neinu á því sviði. Hjá Byggingafélaginu Berg hf. vinna yfirleitt 30—40 manns á sumrin, en rúmlega 20 manns á veturna, eftir því hversu mik- ið liggur fyrir af verkefnum. — Við höfum haft góða iðnaðar- menn hjá okkur og það hefur ekki verið skortur á góðu vinnuafli hér. Það teljum við líka mikils virði, sögðu þeir fé- lagar Þórarinn og Steinar að lokum. Þegar þér komið til Akraness er Hótel Akranes, BÁRUGÖTU, SÍMI 93-2020. • Sjálfkjörinn ánmgarstaður. • Gisting. • Alls konar veitingar allan daginn. • Veiðileyfi. FV 5 1976 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.