Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 83
Gissur
Þorvalds-
son, fram-
kvæmda-
stjóri við
bílaaf-
greiðslu
Vöruflutn-
ingamið-
stöðvar-
innar.
anir á rekstrarvörum 'undan-
farið ekki komið sér illa fyrir
stöðina?
— Þær hafa gert það, og er
nú svo komið að alvarlega hef-
ur verið talað um, að leggja
þessa þjónustu niður. Ekki
vegna verkefnaskorts eins og
áður hefur komið fram heldur
kemur annað til:
Má þar fyrst og fremst benda
á að þrátt fyrir gífurlegar
hækkanir á bifreiðum, olíu,
sköttum, tryggingum, varahlut-
um öllum og þar með viðgerð-
ar- og viðhaldskostnaði hefur
ekki (þegar þetta viðtal er tek-
ið) fengist flutningsgjalda-
hækkun frá því 12. maí 1975,
hinsvegar hafa flugfélögin og
skipafélögin fengið umtals-
verða hækkun.
Flutningsgjöldin eru ákveðin
af verðlagsstjóra og var sótt um
hækkun fyrir síðustu áramót.
— Hvernig er skipulagi flutn-
inga háttað hér á landi að þínu
mati?
— Engin reglugerð eða lög
eru til um vöruflutninga á
landi, úr því þarf að bæta sem
fyrst. Skipulagið má stórbæta
og á ég þar sérstaklega við
flutninga á sjó, þar mætti koma
til meiri samvinna við flutn-
ingsaðila í landi, t.d. mætti
koma því þannig fyrir, að vöru-
móttakan færi fram á einum
stað í Reykjavík, bæði fyrir sjó-
og landflutninga.
Þáttur samgönguráðuneytis-
ins í þessum málum mætti vera
mun stærri en hann er nú.
— Hvernig hefur nýting á
bifreið'unum verið?
— Flutningabifreiðirnar sem
fara frá Reykjavík eru yfirleitt
fulllestaðar, en aftur á móti er
oft lítill flutningur til Reykja-
víkur, skiptist þetta reyndar
eftir landshlutum, en ekki er
þar um fullnýtingu að ræða.
— Hafa flutningaaðilar notið
góðrar fyrirgreiðslu í lánamál-
um?
— Nei, og þar er ástandið
slæmt. Nú kostar nýr bíll um
15 milljónir króna. Má segja að
lánamál öll í sambandi við
endurnýjun bifreiða hafi verið
og séu í ólestri. Horfir þó til
bóta í þeim efnum, þar sem á-
ætlað er að nú verði lagt fram
á Alþingi frumvarp um stofnun
lánasjóðs til að leysa þessi mál.
Nær það vonandi fram að ganga
á þessu þingi.
Flutningsaðilar, sem allir eru
búsettir úti á landi hafa hvorki
tíma né peninga til að dvelja
hér syðra langtímum saman í
vonlítilli baráttu við seinvirkt
og oft á tíðum óskiljanlegt lána-
kerfi.
Vonandi vaknar sem fyrst
skilningur stjórnvalda á nauð-
syn þess að flutningakerfi heill-
ar þjóðar sé í lagi.
SPARISJODUR SIGLUFJAROAR
VENJULEG SPARISJÖÐSSTÖRF. — ANNAST INNHEIMTUR.
SÍMI 71330 - 71197.
FV 5 1976
77