Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 85
Sérritin
Sérritin komin í 17 þús.
eintök mánaðarlega
Áætlaður lesendahópur um 80 þúsund
Veruleg breyting hefur orðið á íslenzkum blaðamarkaði undanfarið'. Dagblöðum hefur fjölgað
um eitt og harðnandi samkeppni er á milli síðdegisblaðanna tveggja. Sérritin hafa um leið
náð sérstöðu á íslenzk'um blaðamarkaði og fer hagur þeirra mjög vaxandi. Þannig gefur útgáfu-
fyrirtækið Frjálst framtak hf. út sérrit í 17 þús. eintökum mánaðarlega.
Á sviði sérritanna hefur
orðið enn veruleg aukning á
þessu ári og eru sérritin Frjáls
verzlun, Sjávarfréttir og í-
þróttablaðið gefin út í 17 þús.
eintökum samanlagt þá mán-
uði sem íþróttablaðið kemur
út en það er annan hvern
mánuð. Það er einnig viður-
kennt, að sérblöð eru lesin af
3-5 aðilum hvert blað þannig
að lesendahópur sérritanna er
jafnvel um 80 þúsund.
f SAMRÆMI VIÐ ERLENDA
ÞRÓUN.
Jóhann Briem, framkvæmda-
stjóri Frjáls framtaks hf. sagði,
að eftirtektarvert væri hversu
áhugi á sérritum væri mikill
og væri það í samræmi við þá
þróun sem átt hefði sér stað
annars staðar. Það sem máli
skipti væri það, að efni sérrit-
anna höfðaði mjög til þeirra
aðila sem þau kaupa, hvert á
sínu sviði.
FRJÁLS VERZLUN er vett-
vangur þeirra sem fylgjast
með viðskiptum, efnahags- og
þjóðmálum. Að sögn Markús-
ar Arnar Antonssonar, ritstjóra
er lögð sérstök áherzla á
stjórnunarmálefni um þessar
mundir, þannig að blaðið miðl-
aði lesendum sínum af reynslu
annarra. Verður það gert í
samvinnu við Stjórnunarfélag
íslands. Einnig er lögð sérstök
áherzla á byggðamálefni og at-
vinnulífið úti á landi.
S J Á V ARFRÉTTIR eru nú
fjórum sinnum útbreiddara en
nokkuð annað blað á sviði
sjávarútvegsins og er blaðið
gefið út í á sjöunda þús. ein-
tökum. Ritstjóri er Jóhann
Briem og sagði hann að efni
blaðsins væri við það miðað
að gefa yfirlit og upplýsingar
um sem flesta þætti sjávarút-
vegsins, og væri að venju fjall-
að um útgerð, fiskiðnað, mark-
aðsmál, skipasmíðar, tækninýj-
ungar og fleira á þvi sviði.
Það væri einnig þýðingarmik-
ið, að blaðið birti niðurstöður
rannsókna og greinar eftir
þekkta vísindamenn um haf-
og fiskirannsóknir, sem hvergi
birtast annars staðar.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hefur þá
sérstöðu að vera eina íþrótta-
blað landsins. Blaðið er mál-
gagn ÍSÍ og vettvangur 55 þús-
und meðlima sambandsins. Eft-
irtektarvert er hversu vel hef-
ur tekizt til um útlit blaðsins
og er blaðið í algjörri sérstöðu
hér á landi hvað það snertir.
Efnið er við það miðað, að
gefa lesendum meðal annars
yfirlit yfir helztu greinar í-
þrótta og útilífs hér á landi og
annars staðar. Meðal annars er
FV 5 1976
79