Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 97
AUGLÝSING
VERZLUIXIIIM VESTURRÖST HF.:
Allt til lax- og silungsveiða
Verslunin Vesturröst hf.
Laugavegi 178 er sérverslun
með viðleguútbúnað og íþrótta-
vörur og hefur m.a. á boðstól-
um allt til lax- og silungsveiða
sem veiðimaðurinn þarfnast.
iJillöiillli', ..i J ! ' '
Til eru flugustengur og kast-
stengur til lax- og silungsveiða
í miklu úrvali. Hinar svoköll-
uðu grafítstengur gefa mögu-
leika á lengri köstum og hafa
þær mun meira fjaðurmagn en
fiber stengur. Grafitveiðisteng-
ur komu fyrst á markaðinn fyr-
ir tveimur árum. Þær eru dýr-
ari en aðrar stengur vegna þess
hve framleiðsluaðferðin er flók-
in. Einnig eru þær fjórðungi
léttari en stengur t.d. úr trefja-
gleri.
Verslunin Vesturröst selur
einnig íslenskar veiðistengur,
sem bera heitið Aritica. Efnið í
þær kemur erlendis frá, en
þær settar saman hér. Af þessu
leiðir lægra vöruverð. Aðalefni
Artica veiðistanganna er fiber,
sem er talið meðal bestu efna í
ýmis konar veiðistengur. Fiber-
efnið í Artica stengurnar er
flutt inn frá Englandi frá mjög
góðum framleiðenda.
Artica veiðistengur eru nú
framleiddar í tveimur gæða-
flokkum. Stöngullinn er hinn
sami, en verðmismunurinn ligg-
ur í uppstetningu, lykkjum og
öðrum fylgihlutum.
í flokki 1 eru 8 lykkjur af
nýrri gerð er gefa línunni aukið
rennsh. Eru þær harðkrómað-
ar. Topphringur er harðkróm-
aður og fyrsti hringur „Tung-
sten Carbide".
í flokki 100 eru lykkjur 6
talsins og topphringur og fyrsti
hringur eru með venjulegu
krómi.
Verð á Artica veiðistöngum i
flokki 1 frá 8j4’-9’ er frá 8.260
—8.580 kr. og í flokki 100 8y2’-
-9’ frá kr. 6.650—6.960.
Kaststengur eru til frá 7’-10’
og er verðið á þeim allt frá
5.350—8.180 kr. Fer verðið eftir
því hvort um er að ræða sil-
ungsstöng, alhliða laxastöng
eða stífa eða mjúka laxastöng.
Stofnkostnaður manns, sem
áhuga hefur á þessari íþrótt
getur verið allt frá kr. 5.000—
40.000 allt eftir því hvað veiði-
maðurinn gerir sig ánægðan
með.
HAGKAUP:
IHikið magn af alls konar
viðleguútbúnaði
Hagkaup, Skeifunni 15,
Reykjavík býður viðskipta-
mönnum sínum mikið af alls
konar viðleguútbúnaði og allar
algengustu ferðavörur eins og
tjöld, svefnpoka mcð diolin og
ullarkembu og fjöldamargt ann-
að.
Tjöldin eru framleidd hjá
verksmiðjunni Magna í Hafn-
arfirði og Belgjagerðinni í
Reykjavík og eru þau í stærð-
unum 3ja, 4ra og 5 manna. Verð
á 3ja manna tjöldum er kr.
17.000 og 5 manna tjöldin kosta
kr. 22.600.
Hagkaup selur einnig ein-
földustu gerðir prímusa og
amerísk grilltæki í þremur
stærðum. Eru þessar vörur á
mjög hagstæðu verði. Svefn-
pokar eru til í algengustu gerð-
um, þ.e.a.s. með rennilás að
framan og eru þeir framleiddir
hjá Magna og Belgjagerðinni.
Verð á þeim er kr. 4.560. Þá eru
bæði vindsængur og svampdýn-
ur til í miklu úrvali. Verð á
svampdýnum er kr. 600 og
vindsængum kr. 2400. Stofn-
kostnaður 3ja manna fjöl-
skyldu, sem ætlar í útilegu og
kaupir sér 3ja manna tjald á-
samt þremur svefnpokum,
prímus og vindsængum mundi
vera um kr. 40.000.
í sumar mun Hagkaup hafa
á boðstólum sólstóla, garðstóla,
barnastóla, tjaldstóla og borð.
Tjaldhimnar í mörgum stærð-
um og gerðum eru jafnan fyrir
hendi yfir sumarmánuðina og
allar óskir kaupenda er vafa-
laust hægt að uppfylla, því í
viðlegu- og útilegudeild Hag-
kaups er yfirleitt allt til, sem
nauðsynlegt er að hafa með í
útileguna. Má auk hins sem get-
ið hefur verið nefna alls konar
mataráhöld, diska, pottasett,
hlífðarföt, veiðistengur, bad-
mintonspaða og margt fleira.
FV 5 1976
89