Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 98
AUGLÝSING
VERZLIJMIM FILIULR OG VÉLAR:
Góðar minningar geymdar
Hjá versluninni Filmur og
vélar, Skólavörðustíg 41,
Reykjavík er mikið úrval af
kvikmyndatökuvélum og sýn-
ingavélum, 8, 16 og 35 mm.
Einnig eru á boðstólum ljós-
myndavélar í öllum gæðaflokk-
um, en mest áhersla er lögð á
góð vörumerki.
Fyrirtækið flytur vörurnar
inn að hluta til, en í versluninni
má finna þekkt vörumerki eins
og Kodak, Kocina, Reynooc,
Minolta, Fuji og Canon.
Filmur og vélar selja einnig
16 mm kvikmyndasýningarvél-
ar, japanska Eiki vél og ítalska
Funio vél. Vélar af þessari gerð
eru mikið notaðar í skólum, fé-
lagsheimilum og við ráðstefnu-
hald. 35 mm vélarnar eru hins
vegar notaðar í kvikmyndahús-
um og félagsheimilum. Þessar
vélar eru af gerðinni Zeissikon
og Piopion.
Einnig taka Filmur og vélar
að sér að senda filmur til fram-
köllunar og gefa fóliki ráðlegg-
ingar í þessum efnum.
Kvikmyndatökuvélar eru til
frá kr. 19.800—120.000 allt eftir
því, hve fullkomnar þær eru.
Polaroid ljósmyndavélar eru
mjög mikið keyptar og eru
hentugar við alls kyns tæki-
færi. Þær eru til allt frá kr.
11.000—39.000 í svart hvítu og
lit.
Polariod vélin, sem kostar
39.000 er mjög handhæg, hentar
vel í vasann. Þessar vélar taka
einungis litljósmyndir.
Þrátt fyrir að margir eigi
kvikmyndatökuvélar eiga ljós-
myndavélar mikið upp á pall-
borðið, því það er enn hand-
hægara að geta sýnt tilbúnar
ljósmyndir í albúmi.
Þeir sem ætla sér að geyma
góðar minningar, hvort sem er
í ljósmynd eða kvikmynd ættu
því að taka annað hvort tækið
með sér í ferðalagið.
SKATABUDIIM:
Allt fyrir göngumanninn
Skátabúðin, sem er rekin af
Hjálparsveit skáta selur aðal-
lega viðleguútbúnað og ferða-
vörur svo og skátaútbúnað
hvers konar. Yfirleitt eru til
allar vörur sem þarf í útileguna
fyrir utan fatnað.
íslensk tjöld eru til í úrvali
en efnið sem notað er til fram-
leiðslu þeirra er miklu þykkara
og betrk efni, en í innfluttum
tjöldum.
Einnig leggur Skátabúðin
mikla áherslu á að selja vörur
til þeirra sem ferðast gangandi
og selja m.a. tjöld, svokölluð
göngutjöld, sem aðeins vigta
frá 1,7—4 kg. Fimm gerðir af
léttum tjöldum verða á boð-
stólum í sumar ásamt mörgum
gerðum af bakpokum.
Dúnsvefnpokar, vindsængur,
svampdýnur og sérstakar dýn-
ur sem ekki draga í sig vatn eru
einnig til fyrir göngumenn.
Fyrir fjögurra manna fjöl-
s'kyldu mundi stofnkostnaður
til útilegu vera þessi: 5 manna
tjald kr. 22.800, tjaldhiminn kr.
12.500, 4 vindsængur kr. 13.000,
prímus frá kr. 7.900—12.000,
fjórir svefnpokar frá kr. 4.570
hver og pottasett kr. 2.000. Ails
er stofnkostnaðurinn því um kr.
63.200.
Sala á prímusum hefur verið
meiri en á útigrillum, en grill
eru til frá kr. 2.000—10.000 allt
eftir því í hvaða gæðaflokki
þau eru.
90
FV 5 1976