Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 105
veitti henni eftirför. Þegar lög-
reglumaðurinn hafði stöðvað
stúlkuna spurði hann:
— Vitið þér, hvað þetta
merki táknar?
— Nei, því miður. Það hef ég
ekki hugmynd um. En ég er
viss um að stúlkan þarna í
kvöldsölunni getur sagt þér
það. Hún hefur þetta alltaf
fyrir augunum.
— Manstu annars eftir
bcrnskuástinni þinni — þessari
rauðhærðu... Helgu með stóra
barminn?, spurði konan.
— Já, víst man ég eftir henni.
Það var kona, sem vit var í.
— Leiðinlegt að þú skyldir
ekki ná í hana, sagði þá konan
kaldhæðnislega. — Ég var að
lesa í blaðinu, að hún hefði
komið manninum sínum fyrir
kattarnef.
Og þessi er frá svörtustu
Afríku:
Hvíti maðurinn ruddi sér leið
inn í frumskóginn. Þar hitti
hann fyrir einn innfæddann,
sem var í óða önn að berja
truinbuna sína með trékylfum.
— Vin’ur kær, hvað er hér á
seyði? spurði sá hvíti.
— Það er ekkert vatn, svar-
aði sá svarti.
— Og ertu þess vegna að
kalla á guðina og hiðja um
hjálp?
— Nei, ég er að koma boðum
til pípulagningamannsins. Hann
er ekki búinn að fá síma ennþá.
Trúboðinn var 'kominn til
Afríku til að vísa þeim heiðnu
veginn fram til kærleikans og
kristilegs lífernis. Þá hitti hann
fyrir ljón á förnum vegi og gat
ekki annað gert en að falla á
kné og biðjast fyrir. En þá
gerðist það merkilega, að ljón-
ið lagðist líka fram á lappirnar
og baðst fyrir. Trúboðinn var
furðulostinn og hrópaði upp yf-
ir sig:
— Guði sé þökk fyrir þetta
kristilega þenkjandi dýr frum-
skógarins.
— Þegiðu, urraði þá ljónið.
— Ég vil ekki láta trufla mig
í borðbæninni.
— Ja, nú má fingrafaraspesíal-
istinn leggja hausinn í bleyti.
FV 5 1976
97