Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 106
'Frá
I ritsijórn
Sambúð iðnaðar og verzlunar
Áróður íslenzkra iðnfyrirtækja í auglýs-
ingatímum sjónvarpsins að undanförnu hef-
ur vakið verðskuldaða athygli. Eins og mál-
um er nú komið í viðskiptum þjóðarinnar
við útlönd og með hliðsjón af þeirri nauð-
syn að tryggja fulla atvinnu á vinnumark-
aði innanlands er liklegt að almenningur sé
einkar móttækilegur fyrir þeim rökum, sem
á loft er haldið i hvatningu iðnrekenda um
kaup á íslenzkum framleiðsluvörum.
Það lilýtur að vera mikið kappsmál okkur
sem öðrum að vera sjálfum okkur nógir á
sem flestum sviðum. Að vísu eru Islendingar
flestum öðrum háðari innflutningi í ein-
liverri mynd og við getum aldrei notið sam-
bærilegra lífskjara við næstu nágranna okk-
ar nema mcð öflugri vérzlun við útlönd. Til
þess að hér gcti dafnað framleiðsluiðnaður
fyrir íslenzkan markað þarf t. d. umtals-
verðan innflutning hráefna. Um það er því
ekki að ræða að taka upp viðskiptalega ein-
angrunarstefnu. En l'rá þjóðhagslegu sjónar-
miði hljótum við að velja þann kostinn að
vinna hér innanlands úr erlendum hráefn-
um el'tir því sem við verður komið i stað
j)ess að kaupa vaminginn fullunnan erlendis
frá. Fyrir þessu verður þó að sctja skilyrði
um að vcrð og gæði hinnar innlendu vöru
séu sambærileg við þau kjör, sem erlendir
vöruframleiðendur og umboðsmcnn þeirra
hérlendis geta lioðið neytendum.
Annars var eftirtektarvert að fylgjast með
þeim deilum, sem risu milli innflytjcnda og
forráðamanna iðnkynningarinnar vegna
sjónvarpsauglýsinganna. Nokkrum stór-
kaupmönnum þótti sárt að sjá vörumerki
sín nefnd í neikvæðum tilgangi í auglýsing-
uniun. Samkvæmt rcglum sjónvarpsins var
liægt að banna slíkan samanburð, sem þarna
var gerður. En almennt hefur heildverzlunin
aftur á móti ekkert grætt á þeim lagfæring-
um, sem gerðar voru á umræddri kynningar-
mynd að undirlagi hennar sjálfrar, nema
síður væri.
Þetta mál hefur beint athygli manna að
þeirri viðkvæmni, sem einkcnnir sambúð
verzlunar og iðnrekstrar, þessara tveggja
máttarstoða frjáls framtaks í landinu. Það
er mjög miður að til ágreinings af þcssu
tagi skuli koma opinberlega. En hann á sínar
orsakir, scm kannski eru djúpstæðari en
margir halda í fljótu bragði.
Þó að um noltkurn hagsmunaárekstur sé
að ræða milli verzlunar og iðnaðar, þegar
innlend framleiðsla leysir innflutning af
hólmi, hefur þess ekki orðið vart að inn-
flutningsvcrzlunin streittist á móti þeirri
þróun. Fiilltrúar hennar hafa ekki síður en
aðrir landsmenn yfirleitt fagnað vexti og
viðgangi innlends iðnaðar.
Aftur á móti er ljóst, að íslenzk iðnfyrir-
tæki hafa enn sem komið er að mjög litlu
leyti hagnýtt sér dreifingarkerfi heildverzl-
unarinnar og þá kosti, sem það hefur upp á
að bjóða eftir áralanga reynslu og uppbygg-
ingu miðað við þanu árangur, scm eitt og
eitt iðnaðarfyrirtæki getur vænzt af tilraun-
um sínum á sama sviði. Þetta er hagræðing-
armál, sem snýst líka um verulegar fjárupp-
liæðir í dreifingarkostnaði. Þegar á heildina
er litið hlýtur það að vera öllum fyrir beztu
að þarna eigi sér stað verkaskipting og að
dreifingarkerfi lieildverzlunarinnar verði
nýtt til hins ítrasta í þágu innlends iðnaðar.
98
FV 5 1976