Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 41
málamennina lýsa af fjálgleik gildi hinnar ódýru raforku frá íslenzkum fallvötnum og bráð- um einnig gufu. Við iðnrekend- ur þekkjum að minnsta kosti reikningana okkar, þegar þeir eru greiddir. Við njótum ekki hins lága verðs. F.V.: — Hvers konar vörur eru aðallega framleiddar hjá Plastprenti og Plastpokum, hvað starfa margir hjá fyrir- tækjunum og hvað eru launa- greiðslur háar? Haukur: — Plastprent og Plastpokar eru nú eitt og sama fyrirtækið. Plastprent varstofn- að 1958 sem sameignarfélag, en var síðan breytt í hlutafélag. A þeim tíma var plastið að byrja að ryðja sér braut á sviði umbúða, og má segja, að Plast- prent hafi í verulegum mæli innleitt notkun plastpoka hér á landi. Fyrirtækið Plastpokar var stofnað nokkru síðar, en við keyptum það 1965 og breyttum því einnig í hlutafélag. Það var rekið sjálfstætt til ársins 1974, að fyrirtækin voru sameinuð. Reksturinn var miklu óhagstæð- ari í tvennu lagi. Fyrirtækið er nú í einkaeign minni og minn- ar fjölskyldu. Frá byrjun hefur megin framleiðsla Plastprents verið plastpokar, eins og fyrr segir. Þó hefur verið farið nokkuð inn á önnur svið svo sem smjör- líkisumbúðir, áprentun um- búðapappírs o. þ. u. 1. Þar til á síðasta ári urðum við að kaupa allar plastslöngur til framleiðslunnar frá öðrum fyr- irtækjum. Rúmlega helminginn keyptum við frá Reykjalundi, en hitt varð að flvtja inn frá erlendum fyrirtækjum. Nú er- um við komnir með eigin vélar til slönguframleiðslunnar og af- kasta þær rúmlega sem svarar bví, sem áður þurfti að flytja inn. Við erum nú farnir að fram- leiða talsvert af umbúðum fyr- ir fiskútflutninginn, og von- umst til að þar verði veruleg aukning. Þá höfum við búið okkur undir framleiðslu á sekkjum fyrir Áburðarverk- smiðju ríkisins, og höfum þeg- ar gert það lítilsháttar til reynslu. En það er sorgleg staðreynd, að íslenzka ríkið tollar okkar framleiðslu á þessu sviði með mörgum þeim gjöldum, sem er- lendu framleiðendurnir þurfa ekki að greiða, og gerir okkur því ósamkeppnisfærari. Fram- leiðsla á þessum vörum er einn- ig dæmigerð, þar sem auðvelt væri fyrir hina stóru, erlendu framleiðendur að beita undir- boðum. En hvar er vörnin? Hjá fyrirtækinu hafa að und- anförnu starfað um 25-30 manns, en tvo síðustu mánuð- ina hafa það verið um og yfir 35. Það mun að öllum líkind- um aukast verulega á næstu mánuðum vegna vaxandi við- fangsefna, og það hefur verið unnin óhóflega mikil eftir-, nætur- og helgidagavinna. Það er bæði óhagkvæmt fyrirtæk- inu sjálfu og allt of mikið álag á starfsfólkið. Launagreiðslur þessa tvo mánuði. hvorn fyrir sig, voru 4.5 millj. krónur fyrir utan ,,pinklana“, þ. e. öll beint launa- tengd gjöld, sem eru yfir 40%. Meðal útborguð laun til starfs- fólksins þessa tvo mánuði voru 130-140 þúsund. F.V.: — Hvernig myndir þú í stuttu máli lýsa hjóðliagsleeu gildi framleiðslu af þessu tagi? Haukur: — Þú spyrð um þjóðhagslegt gildi svona rekst- urs. Það má eins spyrja, hvert er framlag fyrirtækisins í þjóð- arbúið? Svarið er: verðmæta- aukningin, b. e. mismunur á að- kevntu efni og bjónustu annars vegar og söluverðmæti hins vegar. Þetta framlag nemur um bað bil helmingi af veltu Plast- prents h/f. Að þessu frátöldu er sú þiónusta, sem fyrirtækið veitir öðru atvinnulífi. um- búðanotendunum, vegna þeirra starfsemi. Ýmsum mundi þykja þungt undir fæti ætti hann að leita fanga um alla fyrirgreiðslu er- lendis. Síðastliðið ár nam vinnsluvirði — gjaldeyrisöflun — á hvern starfandi mann í PlastDrent h/f 2.5 milljón krón- um. f ár ætti sú tala að vera ekki lægri en 3 milljónir. F.V.: — Forsvarsmenn iðnað- arins liafa marg ítrekað látið það álit sitt í ljós að af aðal- atvinnuvegum væri iðnaðurinn algjör liomreka, þegar um er að ræða lánamál og aðrar op- inberar fyrirgreiðslur. Eru iðn- fyrirtækin nokkuð verr á vegi stödd en atvinnureksturinn í landinu almennt og standa þau eitthvað lakar nú en oft áður? Haukur: — Já, er iðnaðurinn hornreka? Þetta hornrekahug- tak er að finna í skýrslu Rann- sóknarráðs ríkisins um „Þróun iðnaðar" og spá fram til 1980. Og þar er fleira að finna. f rit- inu segir: „Framleiðslu- og þjónustuiðnaður er hornreka í þjóðfélaginu“ og „Gengisskrán- ing íslenzku krónunnar er mið- uð við fiskafla og fiskverð, og yfirleitt þannig háttað, að lítt fýsilegt er að flytja út iðnaðar- vörur“. Og enn: „Vextir af rekstrar- fé eru 36% hærri í iðnaði held- ur en landbúnaði og 32% hærri en í sjávarútvegi“. Þetta er frá opinberri stofnun. Iðnrekendur viðurkenna réttmæti þessara ummæla, en þau eru ekki þeirra. Hallgerður langbrók lét. ekki skipa sér við lágborð. Iðn- aðurinn lætur heldur ekki skipa sér til sætis, þótt hann verði að sæta afarkostum. Hann ger- ir það sjálfur og biður engrar ölmusu. Hann fer aðeins fram á jafnrétti við aðra, en ekki að vera blóðmjólkaður. Þetta er hluti hinnar opinberu fyrir- greiðslu, sem menn hæla sér af. F.V.: — Orðalag þessarar næstu spurningar á undan gef- ur tilefni til að ætla að fyrir- spyrjandi efist á stundum um að liagur iðnaðarins sé jafn slak- lcgur og af er látið. Það ræðst kannski af því, að þessi barlóm- ur hefur staðið sleitulaust svo lengi sem fullgrónir menn muna og aldrei virðist hafa rof- að til. Er það fastmótuð stefna iðnrekenda að trúa ekki öðru en að illa gangi? Haukur: — Þú ýjar að þvi, að nokkur vafi muni leika á um sannleiksgildi hins svokallaða barlóms iðnaðarins, og að hvort hagur hans sé eins slæm- ur og af er látið. Sem betur fer eru ekki allar greinar framleiðsluiðnaðarins FV 6 1976 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.