Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 43
illa á vegi staddar, en margar eru það. En það er ákaflega einkennilegt, hvað margt í líf- inu getur verið afstætt. Það var sagt um einn stjórnmálamann hér áður fyrr, að hann hefði notfært sér þá tækni, að ekki þyrfti annað en að segja ósann- indin nógu oft, þá yrði farið að trúa þeim og þau væru þar með orðin sannleikur. Hins vegar er mér ljóst, að það er gagnstætt með sannleik- ann. Það má ekki segja hann of oft, þá verður hann að ósann- indum í vitund annai-ra. Sann- leikann verður að umgangast með ákveðinni varfærni, en vandinn er minni gagnvart ósannindunum. F.V.: — Að undanförnu liafa forráðamenn bankastofnana lýst yfir bví, að lánveitingar verði að langmestu leyti ein- skorðaðar við þarfir atvinnu- veganna. Hefur iðnaðurinn gleymzt í því sambandi? Haukur: — Það er rétt, að slíkar yfirlýsingar hafa verið Gjald- eyrisöflun nam 2.5 milljón á hvern starfs- mann á s.l. ári hjá Plast- prent. gefnar alloft nú að undanförnu, og þetta eru í sannleika sagt „svartar skýrslur“. Það kom fram á ársfundi Seðlabankans nýverið, að útlánastefna banka og sjóðakerfis hefði leitt til þess, að óeðlilega stórum hluta lánsfjár hefði verið beint til hinna hefðbundnu atvinnuvega á kostnað iðnaðar og þjónustu- starfsemi. Það er athyglisvert, að 75% af útlánum fjárfestingasjóða atvinnuveganna fóru til sjávar- útvegs og landbúnaðar, þar sem tiltölulega lítil framleiðslu- aukning hefur átt sér stað yfir nokkurra ára skeið. Á hinn bóg- inn fóru aðeins 15% til almenns iðnaðar, sem þó hefur, að sögn Seðlabankans, verið einn helzti vaxtarbroddur þjóðarbúsins undanfarin ár. En þess má einnig geta í þvi sambandi, að iðnaðurinn hefur verið í nokkuð örum vexti þrátt fyrir sveltið, og framlag hans til þjóðarbúsins er langstærst þessara atvinnuvega. En hvort iðnfyrirtæki séu yfirleitt verr á vegi stödd en atvinnurekstur í landinu almennt, skal ég ósagt látið. Augljóst ætti hins vegar að vera, að iðnaður væri mun blómlegri, ef honum væru sköp- uð sömu skilyrði og annarri starfsemi. En þá kemur hin mikilvæga spurning, hvort iðnaðurinn hafi gleymst. Hvað viðkemur hin- um almennu útlánastofnunum, bönkunum, þá hefur iðnaðurinn ekki gleymst. Hins vegar eru bankarnir háðir peningalegri stefnu stjórnvalda á hvei'jum tíma og eiga því ekki hægt um vik. Ríkið sælist alltaf í stærri og stærri hluta sparifjárins í formi bindingar og verðbréfa- sölu. Endurlán Seðlabankans til atvinnuveganna sexfölduðust á árunum 1971-1975, en útlán við- skiptabankanna þrefölduðust á sama tíma. Þetta speglar glöggt hin ört vaxandi afskipti hins opinbera af fjármagnsstreym- inu. Á þessu tímabili jukust end- urlánin sem hér segir: Til sjáv- arútvegs úr 796 millj. kr. í 5.856 millj. Vegna landbúnaðar úr 1.019 millj. í 4.496 millj., en iðnaðar úr 167 millj. í 1.611 millj. Hlutfallstölur í sömu röð um s.l. áramót: 49%, 37.5% og 13.5%. Framlag hins opinbera til fjárfestingasjóða hinna ofan- greindu atvinnuvega eiga að verða fyrir yfirstandandi ár 724 rnillj., sem skiptast þannig: Fiskveiðasjóður 380 millj., 52.5%, landbúnaður 294 millj., 40.6%, Iðnlánasjóður 50 millj., 6.9%. Er svo nokkur þörf á að segja, að iðnaðurinn hafi gleymst? F.V.: — Teljið þið iðnrek- endur horfur á að einhverjar meiriháttar breytingar verði gerðar á tollamálum eða skatte- málum á næstunni til hagsbóta fyrir iðnaðinn? Haukur: — Ég hef ekki mikla trú á því. Það er sama við hvaða fjármálaráðherra er talað, núverandi ríkisstjórnar eða fyrri. „Við höfum ekki efni á því“. En áður en lengra er út í það farið, vil ég gera hrein skil á því, sem ég kalla tolla og skatta. Kaupir þú einhvern FV 6 1976 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.