Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 67

Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 67
Borgarplast: Mý verksmiðja byggð í leið vöruflutningabíla Fyrirtækið Borgarplast h.f. í Borgarnesi var stofnað árið 1971. Það eru sex ungir menn, þrír í Borgarnesi og þrír í Reykjavík, sem eiga þetta fyr- irtæki, en framkvæmdastjóri þess er Halldór Brynjólfsson. Eins og nafnið bendir til vinnur Borgarplast að fram- leiðslu á plasti til einangrunar og á nú eigið verksmiðjuhús inni í bæ í Borgarnesi, en er að hefja byggingu á öðru nýju rétt fyrir utan bæ. Er það í og með gert til að verksmiðjan verði í leið vöruflutningabíla, sem aka munu yfir Borgarfjarðarbrú og um Borgarnes vestur, norður og austur um land í framtíðinni. Þessi nýja verksmiðjubygging verður kjallari og 1000 fer- metra hæð. FRAMLEIÐA f 400 ÍBÚÐIR Á ÁRI Sem stendur starfa þrír menn í plastverksmiðju Borgarplasts h.f. Unnið er 10 tíma á dag og í fyrra var framleiðslumagnið 5086 rúmmetrar af einangrun- arplasti yfir árið. Að sögn Hall- dórs, framkvæmdastjóra, má gróflega áætla, að það magn færi í 400 íbúðir. Salan á plast- inu skiptist þannig á milli markaðssvæða, að langmest, eða 2576 rúmm. var selt á höf- uðborgarsvæðið, í Borgarnes og nærsveitir 1245 rúmm., en þar á eftir komu Snæfelisnes og svo aðrir landshlutar. Það munu vera 14 plastverk- smiðjur starfandi á landinu í dag, þar af fimm með veru- lega framleiðslu. Þar á meðal er Borgarplast. Eins og áður segir fer mestur hluti af fram- leiðslu þess á Reykjavíkur- markað, en það er fyrirtækið Iðnval — byggingaþjónusta í Bolholti, sem hefur söluumboð fyrir verksmiðjuna. Halldór sagði, að allar þessar verk- smiðjur hefðu sama verð á vör- unni, en samkeppnin kæmi fram í staðgreiðsluafslætti eða lánstíma og hefði Borgarplast verið í þeirri góðu aðstöðu að geta lánað nokkuð mikið. Sagði Halldór að kostnaður vegna einangrunarplasts á nýjar íbúð- ir í byggingu væri 100-300 þús. krónur. Einangrunarplast er fram- leitt úr plastkornum, sem ekki eru óáþekk sykri í fljótu bragði. Þessi kcrn eru síðan þanin út við gufu og blásið í geymi. Þaðan eru kúlurnar látnar renna í mót þar sem plastið er steypt í gufu. Kubb- urinn, sem þannig fæst, er 1,5 rúmmetri og er hægt að steypa 18 slíka á 10 tíma vinnudegi. Síðan eru kubbarnir sagaðir niður í mismunandi þykktir. Plasthráefni hækkaði mikið í verði á olíukrepputímanum, en verðlagið hefur haldizt stöðugt síðan í október í fyrra. Þetta er langalgengasta einangrunar- efnið, sem nú er notað, og eru ekki horfur á að annað konú í þess stað nema ef vera skyldi. að perlusteinn gerði það í fram- tíðinni. 'Ti'1 'trr' ’\ i PANTANIR AFGREIDDAR DAGINN EFTIR Um afgreiðslutíma á ein- angrunarplastinu sagði Hall- dór, að það væri hægt að af- greiða frá verksmiðjunni svo til undantekningalítið daginn eftir að pantað er. Daglegar ferðir eru með vöruflutninga- bílum úr Borgarnesi til Reykja- víkur og er að jafnaði hægt að senda efni í tvær íbúðir á dag. Þegar nýja verksmiðjuhúsið verður tekið í notkun er ætlun þeirra forsvarsmanna Borgar- plasts að hefja framleiðslu á öðrum plastvörum eins og t. d. einangrunarhólkum 1 vatnspíp- ur og báruplasti. Halldór Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Borgarplasts við vélina sem mótar plastið. FV 6 1976 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.