Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 73

Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 73
 Stjómendur geta skipulagt betur þá þætti, sem eru á valdi þeirra sjálfra. að erindið sé þeim murn brýnna. — Þessi maður ihélt því fram, sagði Donohue, að hálf-opnu dyrnar hefðu komið að mjög góðu gagni fyrir sig í fram- kvæmdastjórastarfi og ekki mælzt illa fyrir hjá þeim, sem vildu hafa aðgang að honum. Auðvitað er enginn nauð- beygður til að fara að saga hurðina hjá sér í tvennt. En það má hafa smá rifu opna þó að ekki sé opnað upp á gátt. Það gæti komið að sama gagni. LESTUR Hraðlestur og úrvinnsla á því efni, sem lesa skal, eru aðferðir til að spara tíma á þessu sviði. Þá má líka fela öðrum að lesa viðkoma-ndi efni og leggja til við þá, að kjarni málsins sé undirstrikaður eða athygli vak- in á áhugaverðustu hlutunum með athugasemdum á spássíu. Þetta er ein leið til að vinsa úr. FUNDIR Vertu gagnrýninn á funda- höld. Til hvers eru fundir haldnir? Byrja og enda fundir, sem þú stjórnar, á fyrirfram á- kveðnum tíma? Ef reyndin er sú munu aðrir virða það og ætl- ast ekki til að þú sitjir fundi hjá þeim nema þeir hefjist á tilsettum tíma og ljúki enn- fremur samkvæmt áætlun. Forðastu fundafíkn. Farðu að- eins á þá fundi, sem skipta þig máli. ÓHÓFSTÍMAEYÐSLA Á EINSTÖK VIÐFANGSEFNI Þetta verður ekki lagfært nema þú í raun og veru skiljir hvað tímamagnið er mikið og getir beitt sjálfsaga til að draga úr því. Vissulega er ástæða til að íhuga verkefnin vel þannig að stjórnandinn fari ekki að taka ákvarðanir í fljótræði. Þó er mjög æskilegt, að stjórn- andinn komist sem n-æst því að verja ámóta löngum tíma á hin ólíku viðfangsefni og eina ráðið til þess er sjálfsögun. SKÝRSLUGERÐ OG BRÉFA- SKRIFTIR Þar er um að ræða verkefni, sem flokka má niður eftir mik- ilvægi. 1. Sumar skýrslur taka lítinn tíma og gagnið af þeim er jafnlítið. 2. Aðrar skýrslur taka nokk- urn veginn þann tíma, sem vert er að eyða í þær. 3. Svo eru til enn aðrar skýrsl- ur, sem eru meira virði en tíminn, sem til gerðar þeirra er varið. Allir stjórnendur vita þetta. En galdurinn er sá að gera fleiri skýrslur og bréf, sem eru meira virði en tíminn, sem í þau fer, og minna af þeim, sem skila litlu af sér. Einföld regla, en hvernig á að gera þetta? Svarið felst í því, sem áður hefur verið sagt: meðvitund um eðli málsins og forgangsröð- un. MINNISBLÖÐ OG SKILABOÐ Hyggi-n-n maður sagði eitt sinn að aðeins eitt vissi hann verra en að lesa velflest þau minnisblöð og skilaboð, sem ganga manna milli innan fyrir- tækja en það væri að skrifa þau. Því miður verða fram- kvæmdastjórar og aðrir stjórn- endur bæði að skrifa og lesa. Þegar fyrir liggur að lesa þessi gögn er sjálfsagt að greina að- alatriði frá aukaatriðum eða hraðlesa. Verðu lengri tíma í þýði-n-gar- mestu minnisblöðin og litlum á þau, sem litlu varða. Þarna er aftur komið að meðvitund um eðli málsins og forgangsröðun. dUtlið Þetta er mjög afstætt hugtak en fyrir hendi samt. Ólíkt því sem gerist um vangaveltur yfir viðfangsefnum og vandamálum er dútlið sjaldnast óþægilegt. — Við viljum öll láta hugann reika svolítið. Það ber svolítinn keim af tímasóun en er þó laust við sektartilfinninguna, sem henni fylgir, segir Donohue. Hann bætti ennfremur við: — Við þessu er ekkert að gera og hafðu ekki af því áhyggjur. En reyndu að skera tímann til þess arna -n-iður um helming. NEYÐARRÁÐSTAFANIR Þetta er síðasta atriðið á þeim hluta listans, sem talinn er vera á valdi stjórnandans sjálfs. Ástæðan er sú, að lítið er hægt um málið að segja ann- að en að sumum er það betur gefið að taka skyndiákvarðanir í neyðarástandi en öðrum. Donohue sagði: — Stjórnandi er vaxandi i starfi, þegar han-n- getur hallað sér aftur í stólnum meðvitandi um það, að smá- vandamál, sem á vegi hans verður í dag, hefði skapað neyðarástand áður. Vandamálið hefur ek'ki breytzt en það hef- ur stjórnandinn hins vegar gert. FV 6 1976 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.