Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 79

Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 79
Svíþjóð hafði þetta að bjóða, og var gerður viðskiptasamningur við það um tölvuvinnslu á ár- inu 1973. Hið sænska tölvu- þjónustufyrirtæki vinnur al- hliða bókhald fyrir um það bil 40.000 fyrirtæki. Er það ein meginástæðan fyrir því á hve hagsitæðu verði er mögulegt að fá þessa þjónustu keypta. — Hefur tölvubókhald ein- hverja kosti umfram önnur bók- haldsform? — Tvímælalaust. Höfuðkost- ir tölvubókhalds eru meiri hraði, öryggi og ekki má gleyma gífurlegum sundurlið- unarmöguleikum. Tökum eitt dæmi um sundurliðun: Fyrir- tæki hefur á boðstólum vörur, sem skipta má í 10 vöruflokka. Eftir hverja vinnslu má á auð- veldan hátt fá fram sérstök yf- irlit, sem sýna árangur hvers vöruflokks. Tölvunni eru gefn- ar upplýsingar um álagningar- prósentu fyrir hvern vöruflokk um sig og reiknuð birgðabreyt- ing kemur fram. Rekstrar- og efnahagsreikn- ingur er skrifaður sjálfkrafa í hverri vinnslu. Á rekstraryfir- liti koma fram hreyfingar s.l. mánaðar svo og hreyfingar frá áramótum. Einnig kemur fram hve mörg % af sölu hinir ein- stöku kositnaðarliðir taka. Þá er mögulegt að fram komi ef óskað er áætlun eða saman- burður við fyrra ár. Fyrirtæki í dag verða að gera kröfur til bókhaldsins. Gott bókhald má ekki aðeins vera saga eða aðeins upplýsingar fyrir opinbera aðila. Það er of seint að fá yfirlit yfir rekstur- inn á næsta ári. Það er nú sem við þurfum svar við eftirfar- andi spurningum til þess að taka mikilvægar ákvarðanir: 1. Er kostnaðurinn of hár mið- að við veltu og hvaða liðir eru of háir? 2. Hvaða vörur kasta ekki nægilega af sér til rekstrar- ins? 3. Eru vörubirgðir of háar? 4. Hefur lækkað vöruverð haft verri áhrif en áætlað var? 5. Eru innkaupin óhagkvæm? Þetta eru aðeins nokkrar spurningar, sem stjórnendur fyrirtækja þurfa reglubundið að vita um reksturinn. Mánað- arleg rekstrar- og efnahags- yfirlit hjálpa að sjálfsögðu til við að svara ótal spurningum um rekstur og hag fyrirtækis- ins. — Er tölvubókhald ekki aðal- lega fyrir stærri fyrirtæki t. d. kostnaðarlega séð? — Alls ekki. Þess misskiln- ings hefur einmitt gætt að tölvubókhald væri svo dýrt að aðeins hin stærstu fyrirtæki væru fær um að notfæra sér það. Tölvubókhald er ekki dýr- ara en önnur bókhaldsform. í hópi okkar viðskiptavina eru fyrirtæki með innan við 1000 fylgiskjöl og má segja að kostn- aðurinn sé í hlutfalli við fjölda fylgiskjala. í okkar verðlistum er enginn fastakostnaður og því eru allir færir um að vera með. — Nú fer tölviuvinnslan fram 1 Svíþjóð. Hvernig hefur það reynst? — Allar sendingar milli Sví- þjóðar og íslands fara fram með hraðpósti. Daglegar ferðir eru milh landanna og s.l. 3 ár hafa allar sendingar komið fram. Að sjálfsögðu eru gerðar öryggis- ráðstafanir gegn skakkaföllum. Ef t. d. útskriftir glatast í pósti frá Svíþjóð fáum við strax aukaútskrift. — Hvernig hefur gengið' að vinna markað fyrir þetta bók- haldsform og hvað með’ fram- tíðarhorfur? — Það má segja að það hafi gengið all vel. Hins vegar verð- um við oft varir við tortryggni þegar tölva er nefnd, en hugar- far manna er mjög að breytast í þessum efnum. Við höfum far- ið hægt af stað og ekki aug- lýst starfsemi okkar að ráði, en hópur ánægðra viðskiptavina er að okkar mati ekki hvað lak- asta auglýsingin. Betur kemur í Ijós upplýsingagildi tölvubók- halds þegar bókhald ákveðins hóps innan sams konar rekstrar er unnið á tölvu. í dag eru m. a. 8 nýlenduvöruverzlanir, sem notfæra sér þjónustu okk- ar. Við vinnum nú að því að hver og ein verzlun fái skýrslu- gerð hvernig hún stendur mið- að við meðaltalið. Við bindum miklar vonir við að slíkt verði vinsælt í framtíðinni. TRÉSMIÐJA SIGURGEIRS INGIMARSSONAR Borgarbraut 55, Borgarnesi. |I/ r Husasmiði a iðnaðar- og íbúðarhúsum. Innréttingasmíði. • Smíði á gluggum, hurðum o. fl. • Sími 93-7295, Borgarnesi. FV 6 1976 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.