Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 86

Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 86
AUGLÝSING AXEL EYJÓLFSSOM, HLSGAGMAVERZLUM: Syrpu skáparnir njóta mikilla vinsælda Axel Eyjólfsson stofnaði á Akranesi árið 1935 trésmíða- verkstæði og hóf framleiðslu á húsgögnum. Húsrýmið var ekki stórt, aðeins 16 m“ að stærð og allt mögulegt var smíðað eftir pöntunum. Árið 1947 fluttist starfsemin til Reykjavíkur og starfaði fyrir- tækið fram til ársins 1973 í Skipholti í mjög óhagstæðu hús- næði á tveimur hæð.um. Nú er Axel Eyjólfsson, hús- gagnaverzlun, í vönduðu og fallegu húsnæði við Smiðjuveg 9, Kópavogi, og hefur fyrirtæk- ið sérhæft sig í smíði fata- skápa og ber þar helst að nefna Syrpuskápana, sem nutu mikilla vinsælda á húsgagna- sýningunni, enda er verð mjög hagstætt og smíðin vönduð og haglega hugsað um allar þarfir fjölskyldunnar. Viðskiptavinir geta keypt skápana tilbúna undir máln- ingu og kosta þeir þá aðeins kr. 11.700 og er þá um að ræða tveggja hurða skáp, 210 sm á hæð og 40 sm á breidd. Spónlagðir skápar af sömu gerð kosta krónur 19.500 cg geta viðskiptavinirnir keypt skúffur og slár eftir þörfum. Verð á skúffu er kr. 1.200 og verð á slá frá kr. 200-400, eftir stærð skápsins hverju sinni. Axel Eyjólfsson framleiðir og selur einnig hjónarúm og nýj- asta framleiðsla fyrirtækisins er borð og stólar úr furu, sem vöktu mikla eftirtekt á hús- gagnasýningu í Danmörku fyr- ir nokkru og er verið að gera tilboð til erlendra aðila á þess- ari framleiðslu. Samhliða þessu eru á boðstólum alls konar rúm- grindur, sem kosta frá kr. 46.000. Eftirspurnin jókst mikið eftir húsgagnasýninguna og fólk sýndi mikinn áhuga fyrir hin- um ýmsu gerðum Syrpuskápa, en þá er hægt að fá í fjórum mismunandi breiddum og tveimur viðartegundum, birki og hnotu fineline, auk fyrr- nefndu óspónlögðu skápanna, Með óspónlögðum skápum eru margs konar möguleikar fyrir hendi að láta þá henta inn í híbýli manna samkvæmt lita- vali hvers og eins. Húsgagnaverzlun Axels Eyj- ólfssonar hefur vaxið fiskur um hrygg, síðan fyrirtækið byrjaði sérhæfingu sína í skápaframleiðslunni. Er þvi hægt að framleiða meira magn en áður, sem gefur hagstæðara verð og sterkari samkeppnis- aðstöðu. 12 manns starfa að fram- leiðslunni og hafa þeir varla undan eftirspurn. Allt að helm- ingur framleiðslunnar er send ur til fólks úti á landi gegn póstkröfu, enda greiðsluskil- málar ágætir, 5% staðgreiðslu- afsláttur eða 1/3 útborgun og afgangurinn á sex mánuðum. 86 FV 6 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.